Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36
67
(secondary SS). Iðrabólgusjúkdómar eru einnig af
ónæmisfræðilegum toga og bæði garnakvef (MbC)
og sáraristilbólga (CU) geta valdið sjúkdómsein-
kennum utan meltingafæranna. Þó er einungis lýst
einstaka sjúkratilfellum þar sem heilkenni Sjögrens
og iðrabólgusjúkdómar fara saman. Könnuð var því
tíðni Sjögrens einkenna í þýði sjúklingahóps með
iðrabólgu.
Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrannsókn á
sjúklingahópi speglunardeildar FSA sem hafa
vefjagreindan MbC eða CU. Til samanburðar var
aldurs- og kynstaðlaður hópur Norðlendinga rann-
sakaður að hluta til. Tuttugu og einn sjúklingur
með MbC (12 karlmenn og níu konur) með meðal-
aldur 42 ár (18-82); 58 CU-sjúklingar (30 karlar og
28 konur) með meðalaldur 46 ár (17-89) og 55 heil-
brigðir Norðlendingar (25/30) með meðalaldur 43
ár (17-89) svöruðu allir stöðluðu spurningablaði
um algeng Sjögrens einkenni. Sjúklingahópnum
var síðan boðið til einfaldrar tára- og munnvatns-
rennslismælingar. Þeir sjúklingar sem höfðu tak-
markaða tára- eða munnvatnskirtilstarfsemi voru
skoðaðir nákvæmlega með tilliti til glæru- og táru-
siggs (KCS). Ennfremur voru framkvæmdar
mótefnamælingar (RF, ANA, SSA, SSB) í sermi
sjúklingahópsins.
Niðurstöður: Báðir sjúklingahóparnir höfðu
marktækt oftar einkenni um augnþurrk (MbC 33%
(p<0,05); CU 44% (p<0,0001)) borið saman við
samanburðarhópinn (11%), sömuleiðis hafði MbC
hópurinn hærri tíðni á munnþurrk (71% á móti 40%
(p<0,05). Sjúklingar með bæði einkenni um augn-
og munnþurrk voru einnig marktækt fleiri en í sam-
anburðarhópnum (MbC 6 (p<0,05); CU 19
(p<0,001) á móti 4). Niðurstöður úr augnskoðun og
mótefnamælingum verða kynntar á þinginu.
Ályktanir: Rannsóknin sýnir að sjúklingar með
iðrabólgu, hvort heldur MbC eða CU hafa veruleg
einkenni um slímhúðarþurrk. Hvort hér er á ferð-
inni heilkenni Sjögrens eða einfaldlega sjúkdóms-
einkenni af iðrabólgusjúkdómunum kemur augn-
skoðunin og mótefnamælingarnar ef til vill til með
að svara.
E-85. Slagæðablóðflæði til ganglima.
Áhrif reykinga, hreyfingar og kólester-
óls hjá körlum
Lilja Petra Ásgeirsdóttir, Uggi Agnarsson, Örn
Ólafsson, Guðmundur S. Jónsson
Inngangur: Tóbaksreykingar eru ein helsta or-
sök slagæðasjúkdóma í ganglimum. Hátt kólesteról
hefur mun minna vægi. Áhrif hreyfingar eru lítt
könnuð.
Tilgangur: Rannsókn þessi miðar að því að meta
áhrif reykinga, hreyftngar og kólesteróls á blóð-
flæði til ganglima hjá körlum sem ekki hafa þekkt-
an slagæðasjúkdóm.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 130
karlmenn, 40-65 ára, sem höfðu verið rannsakaðir í
Hjartavernd. Saga um háþrýsting og slagæðasjúk-
dóma útilokaði þátttöku. Við rannsókn reyndust
kólesterólgildi <220 eða >270 mg/dl. Spurt var um
frítímahreyfingu með stöðluðum hætti. Gerð var
loft rúmtaksritun (pletysmography), mælt var
ökkla/handleggs hlutfall blóðþrýstings og einnig
var mældur blóðrennslishraði í náraslagæðum fyrir
og eftir létta áreynslu . Undir eðlilegum kringum-
stæðum er hlutfallið >1,0 en við algera lokun á
slagæð <0,5. Hlutfall <0,9 eða lækkun >0,15 eftir
áreynslu bendir til slagæðaþrenginga. Reiknaður
var áhættustuðull (RR) og 95% öryggisbil og áhrif
á ofangreinda áhættuþætti.
Niðurstöður: Þátttakendum var skipt í fjóra
hópa eftir kólesterólgildum og reykingavenjum.
Fjöldi Kólesterólgildi (mg/dl) Reykingavenjur
Hópur 1 37 195 Reykir ekki
Hópur 2 31 302 Reykir ekki
Hópur 3 0 29 Reykir
Hópur 4 32 19 Revkir
Tóbaksreykingar auka líkur á blóðrennslistrufl-
unum samkvæmt ofanrituðu. RR 2,42 (1,12-5,23).
Kólesteról hafði ekki sjálfstæð áhrif á blóðflæðið
en frítímahreyfing hafði verndandi áhrif RR 0,49
(0,27-0,87).
Ályktanir: Tóbaksreykingar eru veigamesti
áhættuþáttur slagæðaþrenginga til ganglima. Hátt
kólesteról ásamt tóbaksreykingum veldur mestum
breytingum á blóðflæði í ganglimaslagæðum.
Reglubundin frítímahreyfing viðheldur eðlilegu
blóðflæði til ganglima og dregur úr skaðlegum
áhrifum tóbaksreykinga á blóðflæðið.
E-86. Reykingar meðal sjúklinga með
kransæðasjúkdóm
Emil L. Sigurðsson*,**, Jón Steinar Jónsson***,
Guðmundur Þorgeirsson****
Frá *Heilsugœslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði,
**heimilislœknisfrœði HÍ, ***Heilsugœslunni í
Garðabœ, ****lyflœkningadeild Landspítalans
Inngangur: Mikilvægi reykinga sem áhættuþátt-
ar hjarta- og æðasjúkdóma er vel þekkt. Rannsókn-
ir hafa ennfremur sýnt fram á mikilvægi tóbaks-
bindindis sem annars stigs forvarnar meðal þeirra
einstaklinga sem þegar hafa fengið kransæðasjúk-
dóm. Tóbaksbindindi er því eitt af þeim lykilatrið-
um sem leggja verður áherslu á við eftirlit og með-
ferð kransæðasjúklinga. Tilgangur rannsóknar