Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 32
32 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 E-17. Eftirlit með notkun sýklalyfja á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1994-1997 Inga S. Þráinsdóttir*, Smári Björgvinsson**, Kristján Linnet**, Anna S. Þórisdóttir*, Bessi Jó- hannsson**, Haraldur Briem* Frá *smitsjúkdómadeild og **apóteki Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: A síðustu árum hafa kröfur um sparnað á öllum sviðum sjúkrahúsrekstrar aukist en jafnframt kröfur um betri gæði lækninga og þjón- ustu við sjúklinga. Ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum er einnig vaxandi vandamál og hefur tengst mikilli notkun sýklalyfja. Tilgangur uppgjörs er að sýna fram á árangur eftirlits með sýklalyfjanotkun á Sjúkrahúsi Reykjavíkur varðandi minni kostnað af notkun þeirra og minni notkun þcirra. Efniviður og aðferðir: Árið 1995 hófst eftirlit með notkun sýklalyfja á nokkrum deildum Borgar- spítala (nú Sjúkrahúsi Reykjavíkur) sem tilheyra lyflækninga- og handlækningasviðum, alls sjö deildum. Læknar deildanna þurfa að fylla út sér- hannað pöntunareyðublað fyrir sýklalyf fyrir hvern sjúkling sem á að fá sýklalyf, tilgreina ástæðu gjaf- arinnar og gefa upplýsingar um sýklaræktanir. Smitsjúkdómalæknir og lyfjafræðingur yfirfara slíkar pantanir daglega og meta réttmæti gjafanna; hvort rétt lyf virðist valið, lyfjaform og meðferðar- lengd. Niðurstöður: Helstu niðurstöður benda til að um átta milljóna króna sparnaður hafi orðið á sýkla- lyfjanotkun eftir að eftirlit með sýklalyfjanotkun hófst á handlækningadeildum spítalans en um tveggja milljóna króna á lyflækningadeildum. Sparnaður á sjúkrahúsinu í heild er um 5,5 milljón- ir að frádregnum launakostnaði við framkvæmd eftirlitsins. Hlutur sýklalyfja af heildarlyfjakostn- aði sjúkrahússins hefur lækkað á tímabilinu úr 20% í 16% árin 1996 og 1997. Notkun á dýrum og breiðvirkum sýklalyfjum er nær alltaf skýringin á óhóflegum kostnaði stakra deilda af sýklalyfjanotk- un á stuttum tímabilum. Sérstaklega mikill sparn- aður hefur náðst á almennu skurðdeildinni og er raunsparnaður eftir að eftirlit hófst þar rúmar sjö milljónir króna. Ályktanir: Við teljum að með markvissu eftirliti á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafi sparast í raun allt að 5,5 milljónir króna með markvissara vali á sýkla- lyfi og betri forvarnarmeðferð fyrir áhrif sýkla- lyfjateymisins. E-18. Lyfjanæmi Helicobacter pylori á íslandi Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir*, Hallgrímur Guð- jónsson**, Karl G. Kristinsson***, Bjarni Þjóð- leifsson**, Erla Sigvaldadóttir***, Ólafur Stein- grímsson***, Einar Oddsson** Frá *námsbraut í lyfjafrœði HI, **rannsóknastofu í meltingarsjúkdómum, lyflcekningadeild og ***sýklafrœðideild Landspítalans Inngangur: Helicobacter pylori sýking er geysialgeng en talið er að um 60% jarðarbúa séu sýktir. Sýkillinn veldur langvarandi magabólgu sem getur leitt til sáramyndunar og jafnvel maga- krabbameins. í dag er mest notuð fjöllyfja sýkla- lyfjameðferð samhliða öflugu sýruhamlandi lyfi við upprætingu H. pylori. Árangur meðferðar er ekki síst tengdur næmi H. pylori fyrir sýklalyfjun- um. Það hefur sýnt sig að slfkt lyfjanæmi er mjög breytilegt eftir löndum. Markmið rannsóknarinnar var að athuga lyfjanæmi H. pylori hérlendis, en slíkt hefur lítt verið kannað. Efniviður og aðferðir: Á tímabilinu nóvember 1997 til mars 1998 voru tekin með speglunartækni vefjasýni úr maga rúmlega 100 sjúklinga, sem komu á rannsóknarstofu í meltingarsjúkdómum á Landspítalanum. Ef ureasa-próf var jákvætt voru sýnin strax send í séhæfða ræktun á sýkladeild Landspítalans. Þegar búið var að rækta upp stofn- ana var hamstyrkur (MIC) fimm eftirtalinna sýkla- lyfja; ampicillíns, klaritrómýcíns, erýtrómýcíns, tetracýklíns og metrónídazóls ákvarðaður með E- prófi. Niðurstöður: Af þeim 90 stofnum sem voru ræktaðir sýndi rannsóknin að H. pylori var í öllum tilfellum (100%) næm fyrir ampicillíni og tetracýk- líni. Ónæmi gegn klarítrómýcíni og erýtrómýcíni var um 8% og ónæmi gegn metrónídazóli var um 7%. Ályktanir: Metrónídazól ónæmi virðist vera minna hér en víðast á Vesturlöndum, þar sem það er oft um 30%. Ónæmi H. pylori fyrir makrólíðum virðist hins vegar meira á íslandi en í nágranna- löndunum. E-19. Tengsl lyfhrifa penicillíns við verkun á sýkingar af völdum penicillín ónæmra og næmra pneumókokka Helga Erlendsdóttir, Karl G. Kristinsson, Sigurður Guðmundsson Frá sýklafrœðideild og lyflœkningadeild Landspít- alans Inngangur: Fjölgun penicillín ónæmra pneumó- kokka hefur leitt til notkunar breiðvirkari og dýrari lyfja. Fyrri rannsóknir okkar á músalungnabólgu af völdum penicillín ónæmra pneumókokka hafa hins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.