Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 72

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 72
64 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 E-78. Bakteríuræktanir í gallvegum hjá sjúklingum með primary sclerosing cholangitis og ýmsa aðra gallvegasjúk- dóma. Rannsókn með hjálp holsjár- speglunar af gallvegum Einar S. Björnsson, Anders Kilander, Rolf Olsson Frá meltingar- og lifrarsjúkdómadeild Sahlgrenska Háskólasjúkrahússins í Gautaborg Inngangur: Orsakir bólgubreytinga í lifur hjá sjúklingum með primary sclerosing cholangitis (PSC) eru óþekktar. Við höfum nýlega sýnt fram á aukinn fjölda jákvæðra bakteríuræktana í galli, gallvegum og lifrum PSC sjúklinga við lifrarskipti, borið saman við sjúklinga með primary biliary cirr- hosis (1). Sérstaklega var um að ræða vöxt af alfa- hemólýtískum streptókokkum, sem gætu hugsan- lega skipt máli í sjúkdómsgangi PSC. Við vildum því rannsaka PSC sjúklinga við greiningu, við fyrstu holsjárspeglun af gallvegum (ERCP) („ferska“ PSC sjúklinga) og bera þá saman við aðra PSC sjúklinga sem hafa gengið í gegnum holsjár- speglun af gallvegum og aðra sjúklinga með gall- stasa af öðrum uppruna. Efniviður og aðferðir; Sýni í bakteríuræktun voru tekin við holsjárspeglun af gallvegum hjá 12 „ferskum" PSC sjúklingum, 10 sjúklingum sem áður höfðu verið skoðaðir með holsjárspeglun af gallvegum, 47 sjúklingum með gallsteina í gallpípu (ductus choledochus), 19 sjúklingum með krabba- mein sem orsök fyrir gallstasa og 29 sjúklingum með gallstasa af öðrum toga. Niðurstöður: Jákvæðar ræktanir fundust hjá þremur „ferskum" PSC sjúklingum og sex af hinum PSC sjúklingunum. Algengasta bakterían hjá PSC hópnum í heild voru alfa-hemólýtískir streptókokk- ar. Bakteríur ræktuðust í 64% gallsýna sjúklinga með gallsteina í gallpípu, sem var hærra hlutfall en hjá 25% meðal ferskra PSC (p<0,03). Af sjúkling- um með krabbamein voru 56% með jákvæðar rækt- anir en aðeins 24% sjúklinga með gallstasa af öðr- um orsökum. Rannsóknir hjá 22 sjúklingum með PSC sýndu í 75% tilfella gram-jákvæðar bakteríur og 25% gram-neikvæðar, en hjá sjúklingum með gallsteina voru 74% sýna af gram-neikvæðum toga og 26% af gram-jákvæðum (p<0,01). Ályktanir: Alfa-hemólýtískir streptókokkar virðast ekki vera orsök PSC, þar sem flestir „fersk- ir“ PSC sjúklingar höðu neikvæðar ræktanir. Það útilokar þó ekki þann möguleika að þeir skipti máli fyrir framgang sjúkdómsins eftir fyrstu holsjár- speglun sjúklinganna af gallvegum. HEIMILDIR I. J Hepatol 1998; 28:426-32. E-79. Trombopoietin gildi í plasma hjá sjúklingum með skorpulifur og nýrna- bilun Einar S. Björnsson, Dick Stockelberg, Per-Ola Andersson, Stajfan Björck, Hans Wadenvik Frá meltingar- og lifrarsjúkdómadeild, nýrnasjúk- dóma- og blóðsjúkdómadeild Sahlgrenska Há- skólasjúkrahússins í Gautaborg Inngangur: Blóðflöguagnafæð er þekktur fylgi- kvilli af skorpulifur og hefðbundin skýring er talin vera miltisstækkun sökum portal háþrýstings og aukin þjöppun og niðurbrot á blóðflögum í miltanu. TPO er nýlega klónað prótín sem stýrir myndun blóðflagna og niðurstöður rannsókna hafa ýmist sýnt lækkuð eða eðlileg gildi við skorpulifur. Á eft- ir lifrinni eru nýrun mestu framleiðendur á TPO og við vildum því ákvarða TPO framleiðslu í lifrar- og nýrnabilun. Efniviður og aðferðir: Við mældum TPO gildi hjá 18 sjúklingum með lifrarbíopsfu-staðfesta skorpulifur, níu af völdum alkóhóls, tveir vegna lifrarbólgu C, tveir vegna alkóhóls og lifrarbólgu C samtímis, einn vegna PSC, einn vegna KAH, einn vegna PBC og tveir sjúklinganna höfðu ídíópatíska skorpulifur. Samkvæmt Child-Pugh flokkun voru fjórir sjúklingar með alvarlegasta stig skorpulifrar (C), átta með B og sex með A. Ennfremur voru mæld gildi hjá 20 sjúklingum með langvinna nýrnabilun sem voru í blóðskilun og hjá 20 heil- brigðum einstaklingum. Plasma var meðhöndlað með EDTA-andstorku blóði og sérstaklega næm ELISA aðferð (QuantikineTM, Human immunoas- say, R&D systems, USA) var notuð við greiningu. Niðurstöður: Hjá hinum frísku mældust blóð- flögur 250±94xl09 /L og TPO 50±14 pg/ml. Sjúk- lingar með skorpulifur voru með 115±54xl0’ blóð- flögur og hjá þeim reyndust TPO gildin vera 62±19 pg/ml sem var marktækt hærra en hjá heilbrigðum (p=0,031). Sjúklingar með nýrnabilun reyndust hafa svipuð gildi af TPO og fríski samanburðar- hópurinn (blóðflögur 295±94 x 109/L) og TPO mældust 46± 17 pg/ml (NS). Ályktanir: TPO gildi eru hækkuð við skorpulif- ur og eðlileg í nýrnabilun. Blóðagnafæð hjá sjúk- lingum með skorpulifur virðist ekki vera vegna ónógrar framleiðslu af TPO í lifrinni. E-80. Trufluð magatæming hjá sykur- sjúkum. Er ný rannsóknaraðferð lausn- in? Kristín Pálsdóttir*,***, Ásgeir Theodórs*,**, Gunnar Valtýsson**, Marínó Hafstein**** Frá *meltingar- og **lyflœkningadeild St. Jósefs- spítala Hafnarfirði, ***lœknadeild HÍ, ****Domus Medica
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.