Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 12
410
Ráðstafanir gegn kreppunni.
[Stefnir
inn á tillögur Hoovers stóðu
Frakkar þrákelknislega á móti
og neituðu um allt liðsinni.
Mac Donald.
í heimsblöðunum hefir mikið
verið um það rætt hvernig á því
standi að Hoover hafi tekið þessa
rögg á sig, og það fullyrt meðal
annars að Hindenburg hafi beiðst
aðstoðar hans til að komast
fram úr vandræðunum, en hvað
sem kann að vera hæft í því, þá
hefir Hoover þó unnið hylli þjóð-
ar sinnar að nýju ogj hylli al-
heimsins. Nokkru áður en Hoov-
er bar fram tillögur sínar hafði
hann verið á ferð um Bandaríkin
og þá haldið ræður þar sem hann
lýsti yfir því að hann myndi
aldrei ganga inn á þá braut að
Bandaríkin gæfu eftir ófriðar-
skuldirnar, því að þá gerðu þeir
ekkert annað, en að styrkja Ev-
rópuþjóðirnar til nýs vígbúnaðar
og ófriðar. Strax og hann kom
úr þessari ferð lá einmittt þetta
verkefni fyrir honum og beið úr-
lausnar, og að þremur dægrum
liðnum hafði hann tekið ákvörð-
un sína, ráðið straumhvörfum
ekki aðeins í skuldamálum þjóð-
anna, heldur einnig í sambúð
álfanna, sem til þessa hefir verið
fremur köld.
Aðstaða Hoovers.
Hoover forseti hefir ekki vilj-
að viðurkenna, að með þessu
sýndi hann nokkra linkind gagn-
vart Evrópuþjóðum að öðru leyti
en því, að þær fengju greiðslu-
frest, en hitt er vitað að ástandið
í Evrópu batnar ekki svo á einu
ári, að hún verði fær um að
annast allar þær greiðslur, sem
til Bandaríkjanna eiga að renna.
Er þá aðeins tvennt til: Ann-
að það, að greiðslurnar drag-