Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Síða 20
418
Sumarskóli í sambandi við Háskóla Islands.
fStefnir
öðrum löndum væri gert mögu-
legt að njóta kennslu í íslenzkum
fræðum í sumarleifum sínum, um
leið og það kynntist landi og
þjóð, og nyti hvíldarinnar, sem
nýtt umhverfi og verkefni ævin-
lega veitir. Þessu málefni var
hreyft af íslenzka útlendingnum.
Hann hafði tekið eftir erfiðleik-
unum og vonbrigðunum sem
mæta þeim útlendingum, sem
koma til Reykjavíkur að sumrinu
til í' lærdóms erindum, undir nú-
verandi fyrirkomulagi. Honum
fannst, að skaðinn sem af þessu
hlytist, bæði fyrir þessa sumar-
gesti og ekki síður fyrir Island,
væri svo mikill og alvarlegur, að
ekki mætti lengur við svo búið
standa.
En þó lengi sé stundum setið
undir borðum á íslandi, eins og
tíðkast í öðrum Evrópu-löndum,
var nú þegar kominn tími til
hættu. Það virtist vera ómálga
samþykkt borðgestanna að allir
skyldu vera gengnir til relíkju
og enginn á gægjum, þegar sam-
an bæri fundi dagseturs og dög-
unar, því þá var nóttin ekki
heima.
Áður en staðið var upp frá
borðum, var mælzt til þess, að ís-
lenzki útlendingurinn ritaði um
þessa sumarskóla-hugmynd sína,
við fyrsta tækifæri, og á þann
hátt legði fram þær ástæður, sem
hann hefði að bjóða henni til
stuðnings. Þessu lofaði hann. —
Þetta skrif er tilraun ti) að efna
það loforð eftir föngum.
Sumarskólahugmyndin, eins og
henni var lýst þetta kvöld, var
einkum í því fólgin:
1. Að Háskóli íslands stofni
til sumarkennslu frá fyrsta júlí-
mánaðar til loka ágústmánaðar
ár hvert í íslenzkum og Norður-
landa fræðum, ásamt öðrum
námsgreinum, sem sérkennilegar
eru íslandi.
2. Að sérstök athygli verði
veitt námsþörfum útlendinga, og
að skólinn sé aðallega þeim ætl-
aður.
3. Að svo ágætléga verði til
kennslunnar vandað, að hún, í
sínum sérfræðigreinum, skari
fram úr öðrum menntastofnun-
um, hvar sem leitað sé.
4. Að skólinn standi reiðubú-
inn til að uppfræða og aðstoða
nemendur, á hvaða þekkingar-
stigi sem þeir eru í þessum fræð-
um, allt frá byrjun til hinna
dýpstu og flóknustu rannsókna.
5. Að útlendingum verði ger®
Islandsveran sem allra ánægju'
legust, og þeim gefið tækifæri-
undir umsjón og leiðsögn kenn-