Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Síða 21
Stefnir]
Sumarskóli í sambandi við Háskóla Islands.
419
aranna, til að kynnast sögustöð-
unum og fegurð landsins.
6. Að í sambandi við sumar-
skólann (síðustu vikuna eða vik-
urnar) verði stofnað til alheims
ársþings kennara og sérfræðinga
í Norðurlanda- og þar að lútandi
fræðum.
7. Að Háskólinn gefi út vand-
að ársrit, á svo mörgum tungu-
málum, sem þurfa þykir, og út-
býti því víða um lönd, á meðal
háskóla og annara menntastofn-
ana, stórblaða og tímarita, eink-
um þeirra, sem við menntamál
fást (educational journals) og
þeirra einstaklinga, sem eftir því
æskja eða líklegt þykir að meti
innihald þess.
Þetta eru þá í stuttu máli frum-
drættir sumarskóla-hugmyndar-
innar, án nokkurra litbreytinga
eða loftkastala. Þau eru að eins
byrjunartilraun, sem að sjálf-
sögðu er í öllum greinum ábóta-
vant. Að fullkomna uppdráttinn,
Þegar til þess kemur, verður ann-
arra verkefni en mitt.
Alvarleg íhugun þessa máls
Vekur að minnsta kosti þrjár
spurningar, sem heimta viðunan-
ieg svör.
Ista sp. Hvers vegna ætti Is-
iand að leggja á sig slíka fyrir-
höfn aðallega fyrir útlendinga?
2ur sp. Hvers vegna er sum-
arskóli svo æskilegur fyrir út-
lenda nemendur?
3ja sp. Hvaða ágóða mundi
Island hafa af slíku fyrirtæki?
Fyrstu spurningunni ætla eg
að svara með því að minna á: Að
eins og fossarnir íslenzku hafa
um liðnar aldir sungið um afl sitt
og atgervi, og óþolinmóðir heimt-
að tækifæri til að reyna atorku
sína og starfsþrek; og eins og
hverarnir hafa í sífellu gosið upp
sjóðheitum straumum, reiðubún-
ir til að taka hrollinn úr fólkinu
og hjálpa til að bæta meinsemdir
þess: Að á sama hátt hafa líka
gimsteinar íslenzkrar menningar
skinið frammi fyrir þjóðinni, bíð-
andi þess að þeim yrði haldið
hátt á lofti af henni sjálfri, og
þeir fengju að senda geisladýrð
sína um heim allan, íslandi til
auðnu og upphefðar.
Of lengi hafa íslendingar verið
ánægðir með að vera „Cinde-
rella“* og horfa aðgerðalitlir á
systur-þjóðirnar skandinavísku
hampa þessum fjársjóði frammi
fyrir veröldinni sem sinni eigin
eign. Of lengi hefir þeim útlend-
ingum, sem um hann hafa viljað
fræðast, verið stýrt fram hjá
* Öskubuska.
27*