Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Síða 22
420
Sumarskóli í sambandi við Háskóla Islands.
[Stefnir
Sögu-eyjunni, lí'tandi hornauga
til hennar sem fornfálegra graf-
hýsis-rústa, þar sem gersemar
voru einu sinni fundnar og upp
grafnar. Of lengi hefir þeim ver-
ið kennd íslenzkan sem löngu síð-
an úrelt og dauð forn-Norska,
forn-Danska, eða forn-Svenska,
sem þeir aldrei heyrðu talaða
sem lifandi tungumál. Of lengi
hafa þeir lært forn-íslenzkar
bókmenntir sem bergmál frá
löngu horfinni menningu, sem
þeim skilst, að dáið hafi afkvæm-
islaus, og hafi jafnvel að eins
verið lánsfé, sem ísland hafi
naumlega miðlungs rétt til að
eigna sér.
Hefir ekki ísland óneitanlega
skyldu að rækja gagnvart sjálfu
sér og því sem satt er og rétt í
þessu efni? Finnst nokkrum að
það megi lengur dragast að gera
heiminum kunnugt að til íslands,
en ekki annarra staða, sé að leita
fyrir þá, sem vilja kynnast fjár-
sjóðnum í sinní hreinustu mynd?
Vissulega er tími til kominn
að gera útlendingum sem auð-
veldast að læra „Ástkæra ylhýra
málið“ sem lifandi tungu, málið,
sem einu sinni var alþjóða tungu-
mál Norðurlanda, en Island eitt
bar hamingju til að varðveita
ógleymt og í fullu fjöri. Að gefa
þeim tækifæri til að nema það,
þar sem það er talað og sungið
af ungum og gömlum í allri sinni
hljómfegurð, og þar sem þeir líka
fá skýrast að heyra hjartslátt
miðalda menningar Norðurlanda
og sjá þrótt hennar og lífseigju,
þar sem hún hefir orðið fyrir
minnstri sýkingu af utan að kom-
andi áhrifum. Vissulega er einnig
tími til kominn að útlendingum
séu kenndar íslenzkar bókmennt-
ir, fornar og nýjar, á þann hátt,
að þeir verði þess fyllilega með-
vitandi, að þær frá upphafi
mynda óbrotna heild, — þann
Yggdrisil íslenzkrar menningar,
sem vaxið hefir og blómgast öld
eftir öld, og enn sem fyrr heldur
áfram að gefa af sér nýja og
dýrmæta ávexti.
Ef þvílíkt verkefni er ómaks-
ins vert, þá er fyrstu spurning-
unni svarað.
Þá er önnur spurningin.
Sumarskólar í sambandi við
háskóla eru engar nýjungar. Á-
herzlan sem lögð er á að gera
þá sem fullkomnasta fer alltaf
vaxandi jafnframt því', sem þörf-
in fyrir þá eykst ár frá ári og
gerist fleirum augljós. Ástæðan
fyrir þessu er meðal annars su,