Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 24

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 24
422 Sumarskóli í sambandi við Háskóla íslands. [Stefnir Annar þessara manna, prófessor Jess H. Jackson, Fellow of The American Council of Learned So- cieties, skrifaði mér eftirfarandi bréf frá Reykjavík, 10. ágúst, eft- ir að hann hafði dvalið þar í næstum tvo mánuði: Tjamargata 23, Reykjavík, 10. ágúst 1930. Dr. G. J. Gíslason, Grand Forks, N.-Dak. Kæri dr. Gíslason! Hugmynd yðar um það, að koma á fót sumarskóla við Há- skóla íslands, þar sem útlending- um væri veitt fræðsla í íslerxzkum bókmenntum, sögu og menning, ætti að ræðast, fullkomnast og komast í framkvæmd sem allra fyrst. 1 mörgum öðrum löndum Ev- rópu, einkum Þýzkalandi, og í Ameríku, eru slíkir sumarskólar eða námsskeið fastur liður í starf- skrá háskólanna. Með þessu færa þessir skólar sér í nyt þann aug- ljósa sannleik, að námsfólk vill helzt geta varið sumarleyfi sínu til hvors tveggja ,náms og ferða- laga. En éf útlendur fræðimaður kemur til íslands að sumarlagi (og það er eini tíminn, sem hann er laus, og eini tíminn, sem hægt er að nota til ferðalaga á íslandi), kemur hann að háskólanum lok- uðum og kennurum hans dreifðum út um hvippinn og hvappinn. Ef kostur væri á námsskeiði í sam- bandi við vel skipulagðar ferðir til merkustu staða, myndi það án efa draga marga erlenda fræði- menn til landsins. Ef Island á að verða miðstöð norrænna fræða í framtíðinni, og það ætti það að vera sakir bók- mennta sinna, tungu og sögu, verður nú þegar að sjá svo um, að þeir, sem kynnast vilja ís- lenzkri ménning og háttum, eigi sem allra greiðastan aðgang að þeim fróðleik. Námskeiðum í þess- um fræðum, og svo í nútíma ís- lenzku, ætti að koma af stað, og fá til þeirra beztu fræðimenn frá háskólum og menntaskólum í Ev- rópu og Ameríku. Tungan sjálf, sem geymt hefir mörg forn einkenni og felur í sér svo flókið kerfi hljóðfræði, er í sjálfri sér svo að segja einstök, og alveg nauðsynleg hverjum þeim, sem vill kynna sér samband germanskra mála. Eins og nú hag- ar til, má búast við, að útlending- urinn komi til líslands án þess að kunna nokkuð í nýja málinu, haldi svo áfram að lesa sína þýzku eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.