Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 24
422
Sumarskóli í sambandi við Háskóla íslands.
[Stefnir
Annar þessara manna, prófessor
Jess H. Jackson, Fellow of The
American Council of Learned So-
cieties, skrifaði mér eftirfarandi
bréf frá Reykjavík, 10. ágúst, eft-
ir að hann hafði dvalið þar í
næstum tvo mánuði:
Tjamargata 23, Reykjavík,
10. ágúst 1930.
Dr. G. J. Gíslason,
Grand Forks, N.-Dak.
Kæri dr. Gíslason!
Hugmynd yðar um það, að
koma á fót sumarskóla við Há-
skóla íslands, þar sem útlending-
um væri veitt fræðsla í íslerxzkum
bókmenntum, sögu og menning,
ætti að ræðast, fullkomnast og
komast í framkvæmd sem allra
fyrst.
1 mörgum öðrum löndum Ev-
rópu, einkum Þýzkalandi, og í
Ameríku, eru slíkir sumarskólar
eða námsskeið fastur liður í starf-
skrá háskólanna. Með þessu færa
þessir skólar sér í nyt þann aug-
ljósa sannleik, að námsfólk vill
helzt geta varið sumarleyfi sínu
til hvors tveggja ,náms og ferða-
laga. En éf útlendur fræðimaður
kemur til íslands að sumarlagi
(og það er eini tíminn, sem hann
er laus, og eini tíminn, sem hægt
er að nota til ferðalaga á íslandi),
kemur hann að háskólanum lok-
uðum og kennurum hans dreifðum
út um hvippinn og hvappinn. Ef
kostur væri á námsskeiði í sam-
bandi við vel skipulagðar ferðir
til merkustu staða, myndi það án
efa draga marga erlenda fræði-
menn til landsins.
Ef Island á að verða miðstöð
norrænna fræða í framtíðinni, og
það ætti það að vera sakir bók-
mennta sinna, tungu og sögu,
verður nú þegar að sjá svo um,
að þeir, sem kynnast vilja ís-
lenzkri ménning og háttum, eigi
sem allra greiðastan aðgang að
þeim fróðleik. Námskeiðum í þess-
um fræðum, og svo í nútíma ís-
lenzku, ætti að koma af stað, og
fá til þeirra beztu fræðimenn frá
háskólum og menntaskólum í Ev-
rópu og Ameríku.
Tungan sjálf, sem geymt hefir
mörg forn einkenni og felur í sér
svo flókið kerfi hljóðfræði, er í
sjálfri sér svo að segja einstök,
og alveg nauðsynleg hverjum
þeim, sem vill kynna sér samband
germanskra mála. Eins og nú hag-
ar til, má búast við, að útlending-
urinn komi til líslands án þess að
kunna nokkuð í nýja málinu, haldi
svo áfram að lesa sína þýzku eða