Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Side 25
Stefnir]
Sumarskóli í sambandi við Háskóla íslands.
423
ensku, dönsku, norsku eða sænsku,
og fari heim með það á tilfinn-
ingunni, að íslenzka nútímans sé
ugglaust merkilegt mál, ef manni
væri gefinn nokkur kostur að. læra
hana. Sumarskólinn ætti einmitt
að gefa mönnum þetta. tækifæri,
og bæta þannig úr þessum örðug-
leikum, að nokkru leyti að minnsta
kosti.
Ef hugmynd yðar væri komin í
framkvæmd, myndi sumardvöl á
Islandi verða allt öðru vísi en hún
er nú. Gesturinn (ef hann væri
kominn til náms) myndi þegar í
stað komast inn í félagsskap, sem
starfaði að sömu áhugamálum og
hann og væri meira eða minna
5,viðurkenndur“ af hinu opinbera,
í stað þess að nú finnst honum
hann vera gersamlega einmana og
cins ókunnugur öllum háttum og
framast má vera. (Að minnsta
kosti er það svo um Ameríku-
ttienn). Hann myndi fljótt komast
i félagsskap líkan því, sem hann
á að venjast, og þar ætti hann
alltaf athvarf og fyndist hann
ei^a nokkurs konar heimili. — Eg
^eld, að Island geti boðið útlend-
ingum margt. En fæstir útlend-
lngar munu koma þangað til þess
arka fram og aftur um göturn-
ar í Reykjavík og skoða í búðar-
^ugga. I>að geta þeir eins vel og
\
miklu betur gert í Lundúnum eða
París. Ef hann kemur oftar en
einu sinni eða stanzar lengur en
meðan skipið bíður eftir honum,
verður að gefa honum kost á að
eignast eitthvað af því, sem Is-
land eitt getur veitt. Eg hefi þá
skoðun, að sumarskóli sá, sem þér
hafið stungið upp á, gæti mjög
mikið bætt úr þessu.
Ef eg get orðið málinu að liði á
einhvern hátt, þá gerið svo vel
að gera mér aðvart. Eg er fús til
samvinnu um það.
Yðar einlægur
J. H Jackson.
Meölimur Ameríku-ráös vísindafélaganna.
Úr bréfi próf. Chester N. Goidd,
frá Chicago háskóla.
En ef ísland vill verða miðstöð
skandinaviskra fræða, þá er greið-
asta leiðin sú, að Háskólinn taki
upp hugmyndina um sumarskól-
ann. Það er hægt að fá sæmilega
vísindalega menntun nálega al-
staðar, en kunnáttu í íslenzkri
tungu nútímans er hvergi hægt
að fá nema á íslandi. Hver mað-
ur myndi fara þangað til verk-
legra æfinga.
tJtlendingar eiga bezt heiman-
gengt að sumrinu, því að margir