Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Síða 37
Stefnir]
„Þurt“ brúðkaup.
435
regluþjónunum. Eg var í mestu
vandræðum. Eg reyndi að skýra
mál mitt fyrir frú Hotstein, sem
gekk fram og aftur um herbergið,
óð og uppvæg eins og ljónynja í
búri.
— Það er hreint og beint hlægi-
legt, kjánalegt, hrópaði hún. Mað-
urinn minn hefir nú í þrjá mánuði
setið um að fá átyllu til skilnaðar
og þér hafið látið ginna yður í
gildruna ...
— Kæra frú, mér var sagt að
fá mér cocktails í herb. nr. 836,
638, 368 eða 386 ...
— Herra minn, skynsamir menn
drekka ekki áfengi! Fyrir yðar
sök er eg komin í þennan vanda
• •. Og eg veit ekki einu sinni
hvað þér heitið. Er það Dakobra,
Zallebra, Dibrakó eða hvað . .. ?
— En við erum saklaus, frú,
hvað sem öðru líður. Mér mun
veitast auðvelt að sannfæra dóm-
arann um, að eg er bara píslar-
vottur bannlaganna.
-— Dómarinn mun eiga erfitt
^uoð að trúa yður. Því þegar
■F'vakkar eru í Ameríku, fara þeir
sJaldnast í felur eins og hræddar
^ýs, þegar þeir sjá fallega stúlku
• • • Þér verðið bendlaður við
skemmtilegt hneyksli.
— Það lagast allt saman, eg er
viss um það .. . Þessi skilnaðai'or-
sök er hlægileg. Eg hefi komið
heiðarlega fram. Eg skal sanna, að
eg var gestur í brúðkaupi Miss
Jones, og að maður yðar hefir
komið þessu öllu í kring.
— Það verður ekki auðhlaupið
að því. En hvað um það, herra
minn, þá bið eg yður nú að fara
og gefa mér upp heimilisfang yð-
ar, svo að málflutningsmaður
minn geti náð í yður, þegar hann
þarf á framburði yðar að halda.
Eg kvaddi og fór. Hurðinni var
skellt í lás. Eg stóð úti á ganginum
og vissi ekki hvað gera skyldi. —
Þetta æfintýri hafði eyðilagt fyr-
ir mér kvöldskemmtunina. Atvik-
ið gat haft alvarlegar afleiðingar
fyrir mig. Að eg, ferðamaður, sem
af einstakri tilviljun var staddur
í Pittsburgh, að eg skyldi vera
bendlaður við þetta hjónaskilnað-
armál! Eg hafði alveg hreina
samvizku, en nú var eg kærður
fyrir að hafa komizt upp á milli
einna amerískra hjóna.
I leiðslu fór eg niður með lyft-
unni. I forsal danssalarins fékk eg
beint framan í mig jazz-spilið og
vildi einmitt svo meinskringilega
til, að verið var að spila: „What
is this thing called Love? .. .
Allt í einu kom minn góði vin-
ur, Freddy, á móti mér, með tindr-
Franih. á bls. 464.
28*