Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Síða 51
NEYÐARÓP FRÁ RÚSSLANDI.
Eftir Valgeir Skagfjörð.
[Nýlega kom út þýzk bók i danskri þýðingu, sem heitir »Neyðaróp kristinna
manna i Rússlandi«, og hefir hún vakið mjög mikla eftirtekt. Höfundar bókarinnar
«ru rússneskir og þýzkir prófessorar, sem allir eru gjörkunnugir ástandinu i Rúss-
landi. Prófessor Dr. N. N. Glubokowsky, sem nú er í Sofia, en var áður í Lenin-
grad, er einn af frægustu guðfræðingum grisk-kaþólsku kirkjunnar; ennfremur próf.
Dr. Iwan Iljin í Berlín, sem áður var í Moskva, dócent dr. theol., dr. phil. Hans
Koch í Wien, próf. dr. N. v. Arseniew í Königsberg, mjög þektur maður, docent
lic. Fr. Lieb i Basel og dr. Kurt Böhme i Berlin, en sá sem safnað hefir ritinu sam-
an og staðið fyrir því er dr. theol. síra K. Cramer i Gotha. — Hér fer á eftir stuttur
útdráttur úr bókinni, en hún er fremur stór, á 3. hundrað blaðsíðurj. —
I. Almennt yfirlít. Hvað
«r bolsevisminn?
Hvað er bolsevisminn ? Hann er
'tilraun til áð mynda þjóðskipulag,
i>ar sem öllu því, er vér nefnum
trú og siðgæði, er ekki einungis
afneitað, heldur og beinlínis of-
sótt, já, beinlínis barizt gegn öll-
trúar- og siðferðiskenndum
mannlegrar sálar. Því er skilyrðis-
taust neitað, að til sé nokkur guð,
"nokkurt siðgæðislögmál, nokkur
siðferðileg ábyrgð, hvort heldur
mannlegs eða guðlegs uppruna.
Einnig er skilyrðislaust neitað til-
Veru sálarinnar og að lífið sé byggt
29
á nokkrum andlegum grundvelli.
— Og ekki nóg með það, að öllu
þessu sé afneitað: Allri trú á þetta
ber að útrýma. HvoR það er gert
með ofbeldi eða kænsku, fer einung-
is eftir því, hvort þykir hentugra,
hvor aðferðin þykir sigurvænlegri.
— Bucharin og Probazenski segja
í „stafrófskveri eða byrjendabók
kommunismans": „trúarbrögð og
kommunismi er gersamlega ósam-
rýmanlegt". Lenin segir: „Guð er
svarinn óvinur hins. kommunist-
iska þjóðskipulags“. Hann segir
ennfremur í bréfi til Gorky: „Sér-
hver trúarhugmynd, sérhver hugs-