Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 57
Stefnir]
Neyðaróp frá Rússlandi.
455
ríkjunum eru sérstakir embættis-
menn, sem. þykjast vera mála-
færslumenn — gegn ríflegum mút.
um. Hér eru einnig sérstakir,
heilagir ráðunautar, einkum þó af
kvenkyninu, t. d. María mey, sem
hefir það fyrir atvinnu að flytja
mál. Annars gerir hún ekkert ó-
keypis. Stöðugt verður að byggja
henni kapellur og guðshús og
skreyta þau með óhemju af gim-
steinum o. s. frv. — í fám orð-
um sagt: Trúin á Guð er spegil-
mynd af hinu andstyggilega fyr-
irkomulagi, sem ríkt hefir á jörð-
unni, það er trú á þrældóm, sem
ekki á eingöngu að vera til á jörð-
nnni, heldur í allri tilverunni.
3>að liggur í augum uppi, að slíkt
og þvílíkt er ekki veruleiki. Það
er og jafn auðsætt, að þessi æfin-
týri eru hindrun á þróunarbraut
mannsins......Það er til eitur,
sem heitir ópíum — samskonar
eitur er trúin.“ (Bucharin: Stefnu-
skrá bolsevikk-kommúnistanna.
Moskva 1918. Bls. 49—52).
1 þessari klausu er afstaða bol-
sevikkanna til kirkju og kristin-
óóms skýrt afmörkuð. Enda köst-
nöu bolsar brátt af sér sakleysis-
Srímunni og gáfu dýrinu lausan
tauminn. — Yfirmaður kirkjunn-
ar> Tychow, sem upphaflega var
i'ó hlynntur stjórninni og kosinn
að hennar undirlagi, skrifaði yfir-
völdunum þ. 13. okt. 1918 m. a.
svo sem hér segir:
„Blóð bræðra vorra, sem þér
hafið úthellt í straumum, hrópar
til himins......Hvar er prédik-
unarfrelsið? Margir prestar hafa
orðið að þola dauðann fyrir hug-
rekki sitt, píslarvættisdauðann.
Sárust er þó skerðing og afnám
trúarbragðafrelsisins. Á hverjum
einasta degi flytja blöð yðar og
bækur hinn andstyggilegasta róg
um kirkju Krists og þjóna henn-
ar, ásamt illgjörnu, léttúðugu guð-
lasti. Þér gerið gys að þeim, sem
þjóna fyrir altarinu, þér neyðið
biskupana til að gera skotgrafir
og prestana til allskonar auðvirði-
legra verka. Þér hafið rænt eign-
um kirkjunnar, .... þér hafið
lokað fjölda klaustra og kapella
alveg að ástæðulausu........ Þér
sundrið og eyðileggið söfnuðina,
afnemið bræðrafélögin og aðrar
góðgerða- og menntastofnanir
kirkjunnar......Þér fleygið hin-
um helgu myndum út úr skólun-
um og bannið að börn fái þar
kristindómsfræðslu, og sviftið þau
þannig þeirri andlegu næringu,
sem nauðsynleg er fyrir rétt upp-
eldi. — Og hvað á eg að orð-
lengja framar um þetta? Því að
mig mundi skorta tíma, ef eg
I