Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 62
460
Neyðaróp frá Rússlandi.
[Stefnir
komum til Síberíu, ætluðum vér
að kaupa brauð, en þá var það
ekki til. Stjórnin lofar fátækling-
unum brauði, en nú erum vér
búin að vera hér í tvær vikur, og
ennþá fæst ekkert brauð. Bænd-
ur, sem áður voru efnaðir, og
prestarnir, hafa fengið tilkynn-
ingu um það, að þeir muni alls
ekkert brauð fá! — Eg vil ekki
þylja fleiri kvartanir yfir yður,
en eg spyr aðeins: Hvar er hjálp
að fá? Hver bjargar oss? Eg er
hér bjargarlaus með 12 börn.
Maðurinn minn var kyrsettur í
Moskva ásamt fleiri mönnum. Eg
spyr því, hvort ekki sé nokkur
leið, að vér verðum sótt og flutt
úr landi. Vér erum ávallt reiðu-
búin til að fara, jafnvel þótt það
sé í vetur. Því að hér bíður vor
ekkert nema hungurdauðinn. Hér
eru margir, margir, sem eins er
ástatt um. Þess vegna hrópum
vér: Hjálp!“
Upplausn heimilanna.
Að lokum skal farið nokkrum
orðum um upplausn heimilanna
og hjónabandsins, samkv. frásögn
dr. Iwan Iljin, prófessors. Honum
farast þannig orð meðal annars:
„Sá, sem vill öðlast raunhæfa
þekkingu á kommúnismanum,
verður þegar í upphafi að vera
viðbúinn því, að mæta þar ýmsu
óvæntu og ótrúlegu. Það er ekki
nóg að líta á kommúnismann sem
stjórnmálaskoðun; hitt er miklu
nær sanni, að skoða hann sem á-
kveðna lífsskoðun, sem byggist á.
alveg sérstökum lyndiseinkunnum,
og sem stefnir að því, að knýja
fram nýja heimsmynd. Til þess
þurfa kommúnistar á nýjum mönn
um að halda, með nýrri lífsskoð-
un, nýjum siðferðiskröfum, nýjum
venjum og nýrri sambúð. Þeir
brjóta ekki heilann neitt sérlega.
mikið um það, hvort það sé í raun
og veru hægt að móta svona nýja
einstaklinga, í fyrsta lagi vegna
þess, að þeir fyrirlíta og afneita
með öllu þessum gömlu, úreltu
þjóðfélagseinstaklingum, sem
hvorki geta sagt skilið við séreign
eða einstaklings framtak, ein-
kvæni eða trúarbrögðin; í öðru
lagi vegna þess, að kommúnistarn-
ir, þ. e. a. s. foringjarnir, eru
hálfmenntaðir, en ofstækisfullir á-
kafamenn, sem hvorki hirða um
né geta skyggnst inn í innstu djup
manneðlisins, né heldur taka nokk-
-k '
urt tillit til þjáninga einstaklings-
ins.------
Grundvöllur heimilislífsins er
hjónabandið, og þar sem ekki er
andlega og líkamlega heilbrig^
hjónaband, þar myndast heldur