Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 82
480
Spámaðurinn Jósep Smith.
[Stefnir
kiotu, og Úrím og Túmmím liggj-
andi hjá þeim. Ætlaði hann að
taka allt þetta með sér, en eng-
ill af himnum birtist honum og
bannaði það.
Um þessar mundir gekk hann
að eiga unga stúlku, sem Emma
hét, og bjuggu þau við mestu ör-
birgð. En loks, 22. sept. 1827,
birtist engillinn Móróní honum
enn á ný, og leyfði honum að
taka nýju biblíuna úr fylgsninu.
Átti hún að bera nafnið M o r -
m ó n s b ó k .
Þegar Jósep Smith tók að
starfa að því, að þýða letrið á
gullspjöldunum, fékk hann mik-
ilsverða aðstoð nágranna síns
eins, er Martin Harris hét. Var
hann efnabóndi og talinn eiga
10000 dali. Hafði Harris þessi
reynt margt í trúarefnum, verið
bæði kvekari, úníversalisti og
endurskírandi, og nú taldi hann
sig til persbýteríana. Konu hans
var meinilla við það, að hann
legði lag sitt við Jósep. „Allt
það fólk“, sagði hún, „er argasta
úrþvætti, fylliraftar og letimag-
ar, að eg ekki tali um trúarrugl-
ið í því“. En karlinn svaraði:
„Láttu mig um það, kona; eg er
illa svikinn ef ekki má hafa lag-
legan skilding upp úr þessari
bók“. Martin Herris var náttúr-
lega sannfærður um það, að Jó-
sep væri sannur spámaður, en
hann þóttist líka sjá það í hendi
sér, að það hlyti að vera arð-
vænlegt, að gefa út nýja biblíu.
Og hann sá því ekkert eftir þeim
tíma, sem fór í það, að þýða
Mormónsbók á ensku. Dálítil ó-
þægindi voru að því, að Martin
Harris mátti ekki sjá gulltöflurn-
ar, en á því forboði fékkst eng-
in linun. Urðu þeir því að tjalda
á milli sín. öðru megin tjaldsins
sat Jósep. Hafði hann Úrím og
Túmmím á brjóstinu, og sá þá
hvorttveggja í senn: Dularletrið
á gullspjöldunum og ensku út-
legginguna eins og bak við. —
Hinu megin sat Harris með rit-
föngin og skrifaði jafnóðum það,
sem spámaðurinn las fyrir.
I Mormónsbók segir frá ferð-
um tveggja ættkvísla, Nefinga og
Lamaninga. Komu menn þessir
frá Jerúsalem og léttu ekki fyrr
en þeir komust til Ameríku. En
þar hófust landaþrætur svo magn
aðar, að þeir bárust á bana-
spjótum, og lauk þeirri viðureigo
svo, að Nefingar voru nálega all'
ir drepnir. En Lamaningar erfðu
landið, og eru rauðskinnar þeírra
afkomendur. Það eina sem Nef-
ingar gátu gert, var það, að þeir
létu skrifa sögu allra þessara