Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Side 99
KVIKSETTUR.
Eftir Amold Bennett.
[Frh.].
Konan fór enn að gráta.
„Johnni var varla fæddur þegar
hann misþyrmdi mér með högg-
um og barsmíð. Svo lokaði hann
mig niðri í kjallara og þreif af
mér glóandi heitt straujárnið og
ógnaði mér með því“.
„Eg veit, eg veit“, greip Alice
fram í. „Verið þér nú rólegar, eg
þekki þetta vel“.
„Hefir hann þá ógnað yður með
heitu straujárni?“
„ógnað! Eg held að það væri
nú ekki mikið“, sagði Alice og
dæsti.
„Hefir hann þá bara versnað
með aldri?“
„Eg vil ekkert segja“, sagði
Alice. „En hvernig átti eg að vita
urn þetta. Og svo má hann eiga
það, að hann er líka góður“.
».Já, það er satt“, sagði konan,
»»en mér fannst hann stundum svo
undarlegur. Eg skildi hann aldrei
alveg“.
..Undarlegur!“ sagði Alice.
„Segið mér nú ekkert um það.
Það er sorglegt með mann, sem
eiginlega er jafn góður og hann.
En það er ekki til neins að loka
augunum fyrir því. Og það er að
ágerast. Eg hugsa á hverjum
morgni til þess með skelfingu, ef
þeir tæki hann nú í dag“.
„Hvað segið þér, tæki hann?“
„Já, á geðveikrahælið. En nú
verð eg að segja, að þó að eg
sjái eftir honum, þá þykir mér
næstum því vænt um, að þið skyld
uð finna hann, því að ef til vill
líður honum betur hjá ykkur. Og
svo eigið þið rétt til að taka hann.
Kannske það gætibjargaðhonum“.
,,Ja-á“, sagði frú Leek, ákaf-
lega dauflega.
„Eg held að þið ættuð að reyna
að fá hann með góðu. Hann er svo
voðalegur þegar hann reiðist.
Hann er svo sterkur, og svo er
skapið svo mikið. Auminginn.
Hann getur ekki gert við þessu.
Það er honum ósjálfrátt. Mér
32