Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Síða 112
510
Kviksettur.
[Stefnir
Aðalumboðsmaður
CARL PROPPÉ
Reykjavík
Slmi 385. Pósthólf 207.
fjarri því, að yður myndi getast
að þeim“, var þannig, að búast
mátti við miklu. En Priam þótti
á hinn bóginn undarlegt, ef hann
ætti eftir að sjá ágæta mynd, sem
hann kannaðist ekki við! Það varð
úr, að hann fór.
Parfitts myndasafn.
Bifreiðin, sem þeir óku í, var
einstök að skrauti og þægindum.
Hún var miklu stærri en bifreið-
ir almennt gerast, og hvar sem
á hana var litið, var hún jafn ný
og blettalaus. Hún sýndist bera
vott um, að herra Oxford notaði
aldrei bifreið oftar en einu sinni,
eins og sagt er, að sumir kaup-
hallarherrarnir setji aldrei nema
einu sinni upp hvern silkihatt, og
hertoginn af Selsea fari aldrei
nema einu sinni í sömu buxur.
Eða þá öll þægindin, sem voru
þarna inni. Þar var skrifborð með
öllu, sem þurfti, og á veggjunum
hólf og hyllur, klukka, loftvog;
hitamælir. Það var engu líkara
en hr. Oxford hefði verið að
hugsa um, að loka sig hér inni og
segja skilið við veröldina fyrir
utan.
1 þessu umhverfi var ekki
laust við að Priam Farll sýndist
garmalegur. Og s'annast að segja
var ekki hægt að neita því, að
vera hans í Putney hafði gert
hann dálítið garmalegan í ytra
útliti. Einu sinni, meðan Leek
var uppi, hafði Priam verið allra
manna snyrtilegastur í klæða-
burði. En Putney var nú dálítið
út úr, og hann var orðinn alger-
lega samdauna Putney. Hann fór
aldrei út úr Putney, nema ef það
kom fyrir, að hann gekk á mynda
söfn til þess að vera viss um að
gleyma engu, og þá fór hann æf-
inlega með neðanjarðarlest. —
Hann hafði því ekki árum sam-
an séð lífið í London eins og það
er. Hann var búinn að gleyma
hvernig „fínt“ fólk leit út á göt-