Sagnir - 01.10.1983, Page 8
innan sagnfræði. Hún er sem sagt ekki til
„sérstök".
Hrólfur Kjartansson neitar því aftur á móti
að til sé sérstök greinakennslufræði:
Hefðbundnar aðferðir við sögukennslu eru
allt eins notaðar í alls óskyldum greinum.
Aðferðum sem mest eru notaðar t.d. í raun-
greinum má allt eins beita við sögukennslu.
Val á kennsluaðferðum, gögnum, röðun
inntaks, framsetning efnis o.s.frv. ræðst ekki
aðeins af faggreininni heldur, og miklu
fremur, af viðhorfum kennarans til náms og
kennslu, af þekkingu hans í faginu, öryggi í
samskiptum við annað fólk, reynslu og áræói.
Sögukennari getur valið efni og aðferðir út
frá mörgum ólíkum forsendum. Kennsluað-
ferðir hans gætu t.d. ráðist af því fyrst og
fremst á hverju hann sjálfur telur sig hafa vald
eða hvað hentar nemendum best eða hvað
hæfir efninu. Efnisvalið getur ráðist af því
hvefnig hann túlkar námskrá, hversu mikil-
væg hann telur einstök efnisatriði, hvað hann
telur vera sögu o.s.frv.
» ■»
l STREÍTA t I
I HRÆÐSLA!
Telja má víst að þessi skoðanamunur
stafi að verulegu leyti af því að menn leggi
misjafnan skilning í hugtakið kennslufræði.
6
Sveinbjörn vill ekki taka kennslufræði út úi
og gera hana að sérstöku viðfangsefni.
Svipað viðhorf kemur fram hjá Heimi Por-
leifssyni þegar hann var spurður álits á því
hvort til væri sérstök kennslufræði sögu:
Ekki veit ég til þess. Hins vegar tel ég, að
það sé erfitt að kenna sögu og mér finnst
flestum bera saman um, að hún sé í röð erfið-
ustu kennslugreina. Hér í MR eru t.d. flest
fög kennslubókarbundnari en sagan sem
þýðir að auðveldara er fyrir nýjan kennara að
ganga inn í starf annars fyrirvaralaust.
Sagan er líka svo víðfeðm. Ef ekki er aðal-
lega verið að kenna ártöl og að innprenta
ákveðnar staðreyndar eru leiðirnar svo
margar og þetta má sjálfsagt kalla kennslu-
fræði. Ég held að hverjum kennara sé nauð-
synlegt að skapa sér sinn eigin stíl þótt auð-
vitað séu til ýmsar almennar aðferðir, t.d. við
hópvinnu, sem sjálfsagt er að menn þekki.
Heimir minnist hér á að sögukennsla sé
erfið. Eflaust þætti sögukennurum gott að
fá það metið til launa eða lægri kennslu-
skyldu. Sagnir taka þó enga afstöðu til þess.
En Erla Kristjánsdóttir víkur að þessu sama
og Heimir:
Vissulega hafa framtakssamir sögukenn-
arar skrifað kennslufræðibækur um sögu en í
þeim sem ég hef lesið hef ég ekki rekist á neitt
sem varðar eingöngu sögukennara. Sagan
krefst þó e.t.v. meiri kennslufræðiþekkingar
af sínum kennurum en margar aðrar greinar
þar sem hún er mjög abstrakt og erfitt að gera
hana aðgengilega fyrir meginþorra nemenda.
Ég tel að sögukennarar þyrftu að vera vel að
sér í spurnaraðferðum (leitaraðferðum) og
þeim aðferðum sem markvisst er beitt til að
efla skilning á hugtökum (t.d. hvernig vinna
á með skilgreiningar nemenda hér að
framan).
Kennslufræðinám verðandi sögukennara
frá H.í. ætti að miða að því að staðreynda-
stagl og yfirheyrsluaðferðir heyrðu eingöngu
sögunni til þ.e. í þeirri merkingu að það sé
úrelt. Framtíðarnemendur þessara sögu-
kennaraefna segja þá væntanlega ekki framar
að saga sé „einn fjandans atburðurinn á eftir
öðrum". Vonandi segja þeir ekki heldur að
saga sé „ein fjandans spurningin á eftir ann-
arri“.