Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Page 9

Sagnir - 01.10.1983, Page 9
Ingi Sigurðsson segir: Aðferðafræði og kennslufræði hverrar greinar eru samtvinnaðar; kennslufræði hverrar greinar hlýtur að mótast af þeim aðferðum, sem þar er beitt. Mörg undir- stöðuatriði í kennslufræði eru hin sömu, hver sem kennslugreinin er. En að ákveðnu marki eiga sérstakar aðferðir við í einstökum vís- indagreinum, og gildir það vissulega um sagnfræði. Hvort sem sagnfræðingar hyggjast leggja fyrir sig sögukennslu eða ekki, eiga þeir það allir sameiginlegt, ætli þeir á annað borð að nýta menntun sína, að þeir þurfa að miðla sagnfræðiefni. Þess vegna er nauðsynlegt, að sú tækni, sem miðlun byggir á, sé snar þáttur í þjálfun allra sagnfræðinga. Ég tcl hins vegar ekki óeðlilegt, að sérþjálfun í sögukennslu á einstökum skólastigum fari að talsverðu leyti fram innan uppeldis- og kennslufræði. í þessu sambandi ber að leggja áherzlu á það sjónarmið, að hver og einn þarf að einhverju leyti að geta hagað námi sínu í samræmi við þann starfsvettvang, sem hann hefur í liuga að námi loknu. Til þess að svo megi verða þarf að auðvelda mönnum aðgang að sér- þekkingu á sem flestum sviðum. Brjóta þarf niður múra á milli einstakra deilda og ein- stakra greina. Sagnfræðinemar hafa sitthvað að sækja til annarra greina - á sama hátt og nemendur í öðrum greinum hafa sitthvað til sagnfræðinnar að sækja. Felst sérstaða sögunnar í því að hún sé svo „abstrakt“, a.m.k. ef á að hefja hana upp af „atburðastiginu“ eða á kennarinn að vera fróðleiksbrunnur sem aldrei verður þurrausinn? Við höfum heyrt þá hugmynd að í allri æfinga- og sýnikennslu fyrir kennaranema eigi einungis að fara með þá í „fyrirmyndar- kennslu". Dæmi um það er hópvinna eða einstaklingsvinna á góðu bókasafni. Sam- kvæmt því ætti ekki að mennta kennara til „staðreyndastagls“ og „yfirheyrslna". Þá tæki mannsaldur að útrýma þessum al- ræmdu aðferðum! 1. Langeveld, Willem: Political Education for teenagers. Evrópuráðið, Strasbourg 1979. 7

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.