Sagnir - 01.10.1983, Page 12
4) Nemendur fást við sambland af þessu
þrennu.
5) Nemendur fjalla um valin viðfangsefni og
skoða þau með hliðsjón af nútímanum og í
sögulegu ljósi (t.d. uppeldi/menntun,
starfsval. atvinnumöguleikar/atvinnuleysi,
verkaskipting o.fl.).
Ríkjandi hefðir í sögukennslu hér á landi
sem víðar hafa verið samkvæmt lið 2. Afleið-
ing þess er m.a. sú að langflestir nemendur
líta á sögu sem „einn fjandans atburðinn á
eftir öðrum", tilgangslausa upptalningu á
kóngum og stríðum.
B. Er sagan í hættu í skólakerfínu gagn-
vart öðrum greinum? Ef svo er þá hverjum?
Stefán Hjálmarsson:
Enginn vafi leikur á því að sagan sem sjálf-
stæð námsgrein er á stöðugu undanhaldi í
skólakerfinu (grunnskólum og framhalds-
skólum). Nú hefst kennsla í íslandssögu í 4.
bekk (10 ára) grunnskólans. Pá er hún í slag-
togi með landafræði undir heitinu samfélags-
fræði. Er kennslunni oft þannig háttað að
hvor grein er kennd hálfan vetur. Þessi skipt-
ing heldur svo áfram upp í 6. bekk. Áður fyrr
var algengast að saga og landafræði væru
sjálfstæðar greinar. í ljósi þessa er auðséð að
kennsla í sögu hefur mikið dregist saman á
síðari árum.
Annað atriði sem vert er að hafa í huga er
sjálfar kennslubækurnar en þær eru íslands-
saga Jónasar frá Hriflu og fslandssaga Þór-
leifs Bjarnasonar. Óhætt er að fullyrða að
þær séu á margan hátt orðnar úreltar enda er
unnið að samningu nýs námsefnis í íslands-
sögu á vegum Skólarannsóknadeildar en það
verk gengur hægt vegna fjárskorts. Þar sem
ég þekki til er notast við íslandssögu Jónasar
frá Hriflu í 4., 5. ogó. bekk. Nú er svo komið
að mikill tími kennarans fer í að „þýða“ text-
ann yfir á skiljanlegt mál fyrir nemendurna,
þar sem þeir flestir virðast ekki geta lesið
textann sér til skilnings. Mannkynssaga sem
áður var nokkuð kennd í efstu bekkjum
grunnskólans (7.-9. bekk) er nú nær alveg
horfin og eru þess ýmis dæmi að nemendur
sem koma í framhaldsskóla hafi ekki lesið
staf í mannkynssögu.
Saga er ennþá kennd í nokkrum mæli í
framhaldsskólum en nýjar greinar, s.s. fél-
agsfræði og sálarfræði hafa komið fram sam-
hliða sögunni. Er óhætt að fullyrða að í fram-
haldsskólum hafi líkadregið úrsögukennslu.
Heimir Porleifsson:
Hér í MR, þar sem ég þekki best til, er hún
í minni hættu en fyrir t.d. 5-10 árum og ég
hygg að þetta sé svipað annars staðar. Hún er
t.a.m. mun vinsælli hjá raunvísindafólki en
áður var. Skýring gæti verið almennari áhugi
á umhverfinu og menningarlegum atriðum
eins og t.d. varðveislu gamalla húsa. Þá finnst
mönnum nauðsynlegt að líta til baka og sjá
þessa hluti í sögulegu samhengi.
C. Hvernig líst þér á að saga skuli vera
hætt að vera sérstök námsgrein í grunnskól-
um?
Heimir Porleifsson:
Ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til að
svara þessu, þar sem ég þekki ekki samþætt-
inguna af eigin raun. Mér sýnist þó, sem hún
eigi betur við í lægri bekkjum grunnskólans
en þeim efri. í 7.-9. bekk sýnist mér að sem
kenna eigi sögulegt efni sem sögu - menn geta
svo haft mismunandi aðferðir við það.
Annars sýnist mér að þekkingu nemenda.
10