Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 12

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 12
4) Nemendur fást við sambland af þessu þrennu. 5) Nemendur fjalla um valin viðfangsefni og skoða þau með hliðsjón af nútímanum og í sögulegu ljósi (t.d. uppeldi/menntun, starfsval. atvinnumöguleikar/atvinnuleysi, verkaskipting o.fl.). Ríkjandi hefðir í sögukennslu hér á landi sem víðar hafa verið samkvæmt lið 2. Afleið- ing þess er m.a. sú að langflestir nemendur líta á sögu sem „einn fjandans atburðinn á eftir öðrum", tilgangslausa upptalningu á kóngum og stríðum. B. Er sagan í hættu í skólakerfínu gagn- vart öðrum greinum? Ef svo er þá hverjum? Stefán Hjálmarsson: Enginn vafi leikur á því að sagan sem sjálf- stæð námsgrein er á stöðugu undanhaldi í skólakerfinu (grunnskólum og framhalds- skólum). Nú hefst kennsla í íslandssögu í 4. bekk (10 ára) grunnskólans. Pá er hún í slag- togi með landafræði undir heitinu samfélags- fræði. Er kennslunni oft þannig háttað að hvor grein er kennd hálfan vetur. Þessi skipt- ing heldur svo áfram upp í 6. bekk. Áður fyrr var algengast að saga og landafræði væru sjálfstæðar greinar. í ljósi þessa er auðséð að kennsla í sögu hefur mikið dregist saman á síðari árum. Annað atriði sem vert er að hafa í huga er sjálfar kennslubækurnar en þær eru íslands- saga Jónasar frá Hriflu og fslandssaga Þór- leifs Bjarnasonar. Óhætt er að fullyrða að þær séu á margan hátt orðnar úreltar enda er unnið að samningu nýs námsefnis í íslands- sögu á vegum Skólarannsóknadeildar en það verk gengur hægt vegna fjárskorts. Þar sem ég þekki til er notast við íslandssögu Jónasar frá Hriflu í 4., 5. ogó. bekk. Nú er svo komið að mikill tími kennarans fer í að „þýða“ text- ann yfir á skiljanlegt mál fyrir nemendurna, þar sem þeir flestir virðast ekki geta lesið textann sér til skilnings. Mannkynssaga sem áður var nokkuð kennd í efstu bekkjum grunnskólans (7.-9. bekk) er nú nær alveg horfin og eru þess ýmis dæmi að nemendur sem koma í framhaldsskóla hafi ekki lesið staf í mannkynssögu. Saga er ennþá kennd í nokkrum mæli í framhaldsskólum en nýjar greinar, s.s. fél- agsfræði og sálarfræði hafa komið fram sam- hliða sögunni. Er óhætt að fullyrða að í fram- haldsskólum hafi líkadregið úrsögukennslu. Heimir Porleifsson: Hér í MR, þar sem ég þekki best til, er hún í minni hættu en fyrir t.d. 5-10 árum og ég hygg að þetta sé svipað annars staðar. Hún er t.a.m. mun vinsælli hjá raunvísindafólki en áður var. Skýring gæti verið almennari áhugi á umhverfinu og menningarlegum atriðum eins og t.d. varðveislu gamalla húsa. Þá finnst mönnum nauðsynlegt að líta til baka og sjá þessa hluti í sögulegu samhengi. C. Hvernig líst þér á að saga skuli vera hætt að vera sérstök námsgrein í grunnskól- um? Heimir Porleifsson: Ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til að svara þessu, þar sem ég þekki ekki samþætt- inguna af eigin raun. Mér sýnist þó, sem hún eigi betur við í lægri bekkjum grunnskólans en þeim efri. í 7.-9. bekk sýnist mér að sem kenna eigi sögulegt efni sem sögu - menn geta svo haft mismunandi aðferðir við það. Annars sýnist mér að þekkingu nemenda. 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.