Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 17

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 17
gleymum sjálfri sögunni. Meginhlutverk sögukennslu á að vera að auka skilning á sam- tímaþjóðfélaginu með því að sýna hvernig það hefur orðið til og'sýna að þjóðfélög geta verið allt öðru vísi. Ingi Sigurðsson taldi að á öllum skóla- stigum ætti að leggja áherslu á verkefni sem krefðust sjálfstæðra vinnubragða: Vitaskuld þarf kennsla á öllum skólastigum að taka mið af aldri og þroska nemenda. En meginmáli skiptir, að það markmið kennsl- unnar að efla sjálfstæða hugsun sé inönnum jafnan ljóst, þótt mismunandi aðferðum kunni að vera beitt til að ná því. Ingvar Sigurgeirsson svaraði þessu þannig: Á undanförnum árum hafa verið að ryðja sér til rúms hugmyndir um kennsluaðferðir sem kenndar eru við leitar- og uppgötvunar- nám. Þessar aðferðir byggja m.a. á kenn- ingum uppeldis- og þroskasálfræðinga um það hvernig börn læra. Áhersla er lögð á að nemendur séu virkir í náminu, glími við starf- ræn verkefni og beiti hugsun sinni. Þessum aðferðum er stundum lýst svo að þær sam- svari að nokkru algengum aðferðum vísinda- manna, þannig að nemendur athugi ákveðin fyrirbæri, setji fram tilgátur, afli sér upplýs- inga og leiti í heimildum, vinni úr þeim og dragi ályktanir eða setji fram tilgátur. Vita- skuld geta ungir nemendur ekki beitt sömu aðferðum og sprenglærðir vísindamenn en meginhugmyndin er sú að þeir séu jafn skap- andi í leit að svörum. Þessar aðferðir eru athyglisverðar og sjálfsagt að athuga hvernig þær reynast. Mér virðist margt benda til að hér séu á ferðinni hugmyndir sem vísa veginn fram á við. Erla Kristjánsdóttir tók undir þetta: Saga, sem fræðigrein, hefur enga grunn- formgerð og hún hefur því upp á tvennt að bjóða fyrir almenna menntun þ.e. inntak [sögulegar staðreyndir] og aðferðir. Inntakið er of yfirgripsmikið til að hægt sé að velja skynsamlega án þess að hafa þarfir nemenda og eðli þjóðfélagsins til hliðsjónar. Þær aðferðir sem sagnfræðingar beita, krefjast of flókins hugsanaferils til að hægt sé að leggja þær til grundvallar hjá nemendum á unga aldri. Fyrir þá nemendur er fyrst og fremst um að ræða spurningaaðferðir (leitaraðferð- ir), þ.e.a.s. hvers konarspurningar sagnfræð- ingur hefur að leiðarljósi við heimildasöfnun og heimildavinnu, tilgangi þessara spurninga og hvaða aðferðum er beitt til að leita svara. Góð leitaraðferð nýtist nemendum ekki ein- ungis í námi heldur einnig í öðrum þáttum daglegs lífs. Hér er því ekki átt við það að nemendur eigi aðeins að fjalla um eina rann- sóknaraðferð, né heldur að nauðsynlegt sé að nemendur fáist við viðamiklar athuganir á frumheimildum. Nemendur eiga ekki að leita svara við öllum þeim spurningum sem fræði- menn hafa fengist við og geta gefið ákveðin svör við. Tilgangurinn ætti ekki að vera að framleiða „mini"útgáfu af sagnfræðingum. Saga er framar öðru fræðigrein leikmanns og aðferð hennar er að beita rökhugsun. Að segja að spurnaraðferðir ættu að vera kjarni sögu- náms vísar einfaldlega til þess hve mikilvægt er að spyrja góðra spurninga og láta þær vísa veginn í þekkingarleitinni. í þeirri leit erhægt að beita bæði aðleiðslu- og afleiðsluaðferð- um, allt eftir eðli viðfangsefnis. Leita má svara í frumheimildum, fræðibókum, kennslubókum, öðrum bókmenntum og með því að spyrja þá sem búa yfir vissum fróðleik. Spurningarnar ættu að beinast að því sem nemendur vilja vita, þær geta þá sprottið upp úr lífi nemenda og samfélaginu sem þeir búa í. Þar sem sagan er endalaus leit að nýjum svörum geta kennarar og nemendur lagt sam- eiginlega hönd á plóg og meira jafnræði ríkt í samskiptum þeirra en almennt er þegar annar aðillinn veit og hinn ekki. Tilgangurinn ætti að vera aukinn skilningur á manninum, lífi hans og leit að þekkingu. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.