Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Page 21

Sagnir - 01.10.1983, Page 21
Hugtakakennsla Á að kenna söguna sem nám á hugtök- um? Ingi Sigurðsson segir um þetta: Það er óneitanlega undarleg þversögn, sem kemur fram, þegar nemendum er ekki treyst til annars en að læra utanað eða endursegja efni kennslubóka, en jafnframt er gengið út frá því sem gefnu, að þeir átti sig á flóknum hugtökum án sérstakrar æfingar. Það hefur verið reynt að kynna nem- endum í sagnfræði við Háskólann þessa skoðun með bók Dennis Gunning, The Teaching of History (London, 1978). Erla Kristjánsdóttir tekur undir með Inga og segir: Það hefur vafist fyrir mörgum sagnfræð- ingum að vinna með hliðsjón af ákveðnum hugtökum. Hvað þetta varðar stendur sagan sem fræðigrein verr að vígi en félagsvísinda- greinar. Mörg þeirra hugtaka sem tengjast sögunni eru of strembin fyrir unga nemendur (heimsvaldastefna, sósíalismi, lýðræði...). Önnur eru öllu viðráðanlegri (tilgátur, stað- reyndir, vitnisburður, sannanir, heimildir ...). Yfirleitt hefur hugtökum annarra greina s.s. stjórnmálafræði, félagsfræði, mannfræði, hagfræði verið beitt á sögulegt inntak [sögu- legar staðreyndir]. Má þar nefna algild hugtök svo sem menningu, samfélag, sið- menningu. Makróhugtök s.s. stjórnkerfi,- hagkerfi, félagskerfi. Greinandi hugtök s.s. forystu, hlutverk, skort. Ég tel sjálfsagt og eðlilegt að beita slíkum hugtökum í sögu- kennslu en þá verður að sníða nemendum stakk eftir vexti. Þess var getið hér að ofan að hugtaka- kennslan hefði átt erfitt uppdráttar. Þó hefur verið reynt að auka hlut hugtaka í samfélagsfræðikennslu á grunnskólastigi. Við bárum þetta undir Ingvar Sigurgeirsson og fer hér svar hans: Ég álít að eitt meginmarkmið náms í sam- félagsfræði og samfélagsgreinum eigi að felast í því að skapa skilning á samfélaginu, mismunandi félagslegum aðstæðum, sam- skiptum manna og samhengi félagslegra fyrir- bæra. Ef skapa á skilning hlýtur að þurfa að fást við hugtök. Þær hugmyndir um sögu- kennslu sem hafðar eru til hliðsjónar við samningu námsefnis í samfélagsfræði miðast við það að þegar fjallað er um söguleg við- fangsefni séu „fengin að láni“ hugtök úr öðrum samfélagsgreinum, t.d. félagsfræði eða stjórnmálafræði. Þannig mætti t.d. hafa hugtakið félagsmótun (félagsfræði) að leið- arljósi þegar nemendur fást við að skoða t.d. gamla íslenska bændasamfélagið (önnur mikilvæg hugtök úr féiagsfræði gætu verið t.d. hlutverk, gildismat, hefðir). í sambandi við landnám fslands kæmi til greina að byggja viðfangsefnin m.a. á hugtökum úr mannfræði (t.d. hugtakinu menningu og skyldum hug- tökum). Gunnar Karlsson slær á svipaöa strengi og Ingvar en gerir þó meira úr hugtökum sögunnar sjálfrar: Saga notar óhjákvæmilega talsvert af hug- tökum sem ekki eru daglegt mál barna eða unglinga. Þau hugtök verður auðvitað að kenna. Það er eins sjálfsagt og að kenna þeim 19

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.