Sagnir - 01.10.1983, Síða 23
Hvernig á góð sögukennslubók að
vera?
Við þessa spurningu hafa margir glímt og
ófáir hafa ritað kennslubækur í greininni.
Bækur sem þessar úreldast; þ.e. áhersluat-
riði, efnisval og sjónarmið höfundar sam-
svara ekki lengur almennum viðhorfum og
sögulegar „staðreyndir" ganga úr sér með
nýjum uppgötvunum.
En hvað skyldu nemendur sjálfir hafa um
þetta að segja? Við leituðum svara hjá 3. og
4. árs nemum í Menntaskólanum að Laug-
arvatni. Þar er saga kennd á þremur árum
og eru þrír kennarar sem skipta með sér
kennslunni. í íslandssögu eru lesnar bæk-
urnar Frá landnámi til lútherstrúar, Frá
siðaskiptum til sjálfstœðisbaráttu og Frá ein-
veldi til lýðveldis.' Og í almennri mann-
kynssögu eru lesnar bækurnar Mannkyns-
saga BSE, Miðaldasaga MS, Pœttir úr sögu
nýaldar og Mannkynssaga 1914-56?
Nemendur voru beðnir um að setja niður
helstu kosti og galla þeirra bóka sem þeir
höfðu haft undir próf á þar til gerð eyðublöð
sem var dreift með prófblöðum í janúar-
prófum á þessu ári. Um framkvæmd þessa
sá Kristján Eiríksson kennari við skólann.
Hér er ekki ætlunin að vega og meta hver
þessara bóka fékk besta og hver versta
útreið hjá nemendum. Slíkur samanburður
væri marklítill. Hins vegar eru það nokkur
atriði úr könnuninni, bæði hvað snertir efn-
isval og uppsetningu, sem veita má athygli.
Nú ráðast hugmyndir manna um gerð
sögukennslubóka mikið af skoðunum
þeirra á sögukennslu. Auk þess að gefa álit
sitt á bókunum voru nemendur því beðnir
um að setja niður nokkur orð um markmið
sögukennslu. Komu þar fram ýmsar hug-
myndir og varla hægt að segja að ein hafi
verið annarri algengari: „kenna okkur
hvernig við höfum öðlast þá þekkingu sem
við búum við“, „skilja samsetningu þjóðfél-
agsins í dag“, „vekja tilfinningu fyrir orsök
og afleiðingu". „Mætti fylgja boðorðinu:
Þekktu uppruna þinn“.
Ennfremur viku sumir í svari sínu við
þessari spurningu að almennri gerð sögu-
kennslubóka og sagði einn nemandi:
„Bækur eiga að vera hnitmiðaðar.... það er
svo hlutverk kennara að bæta við og gæða
söguna lífi“. Og í gagnrýni á bækurnar kom
þetta víða frám að bækur skyldu vera hnit-
miðaðar, auðlæsilegar og helst stuttar. Það
síðasttalda virtist þó ekki afgerandi þar sem
Mannkynssaga BSE, sem er líklega hvað
mestur doðrantur í þessum hópi, hlaut
almennt góða dóma.
Stikkorð á spássíum töldu nemendur
almennt stóran kost og var beinlínis tekið til
þess sem galla ef þau voru ekki. Sérstaklega
var talin þörf á þessu þar sem tímaröðun var
ekki með hefðbundnu móti heldur saga ein-
stakra fyrirbæra rakin einangruð.
Myndlausar bækur fengu harða gagnrýni
fyrir þær sakir og lögðu nemendur áherslu
21