Sagnir - 01.10.1983, Síða 26
unarkenningar, þróunarsálfræði, rann-
sóknir á unglingamenningu og daglegu lífi
unglinga, o.s.frv.
2. Skólinn. Námskrárrannsóknir, athug-
anir á skipulagi skólans og hlutverki kennsl-
unnar.
3. Sögurannsóknir. Rannsóknir á þema-
efnum sem eru miðlæg í sögukennslu,
makró- ogsamtengjandi rannsóknir, o.s.frv.
4. Samfélagið. Samfélagslegt hlutverk
skólans og sögukennslunnar, umræður um
hvað séu forgangsverkefni.
Kennslufræði þessi verður að vera sam-
tengjandi, kerfisbundin og þverfagleg.
Höfuðatriði í nýjum félagsmótunarkenn-
ingum sem eflaust eru framandi venjuleg-
um sögukennurum reynast oft hafa mikið
gildi fyrir þá. Pað þarf að fá yfirlit yfir og
umfram allt skikk á rannsóknir fremur en
að safna nýjum upplýsingum endalaust.
Hugsið ykkur ef tíundi hluti sagnfræðistú-
denta einbeitti sér að viðfangsefninu: Hvers
konar sögurannsóknir koma skólunum að
mestu gagni? Hvernig geta sögukennarar
(og nemendur) nýtt sér þær rannsóknir sem
fyrir liggja? (Þetta hefur reyndar verið lítil-
lega reynt í H.í. með einu 10 punkta nám-
skeiði á kandidatsstigi.)
En svo lengi sem þetta er ekki almennt
ættu grunn- og framhaldsskólakennarar að
halda námskeið fyrir háskólaprófessora og
lektora en ekki öfugt. Þá myndu skólarnir
og vandi nemenda og kennara þar lenda í
sviðsljósinu. Annars yrði þessi fagkennslu-
fræði bara eitt nýtt rannsóknarsvið sagn-
fræðinnar með nýrri tegund möppudýra til
að segja sögukennurum fyrir.
1. Erik Rudeng: „Fagdidaktiske muligheter i
histori". Noter om historic & undervisning,
nr. 52,1977.
24