Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Page 35

Sagnir - 01.10.1983, Page 35
sóknir og fræði sem leið til hans. Þegar allt þetta sé viðtekið megi gera sér einhverjar hugmyndir um nytsemi sagnfræðinnar, en fyrr ekki. G.R. Elton segir að sagnfræði rétt- lætist fyrst og fremst af sjálfri sér, eðli sínu. Mér sýnist að Arthur Marwick komist næst því að skýra hvað felist í þessu sjálfgildi sagnfræðinnar. Pað er í stuttu máli þetta: Viö höfum áhuga á fortíðinni af ýmsum ástæðum og það veitir okkur ánægju og gleði að grafast fyrir um og fræðast um líf og störf löngu liðinna kynslóða, fólks sem var jafn raunverulegt og við. Aðrir sagnfræðingar, og þar á meöal Marwick einnig, hafa haldið fram öðrum gildum sagnfræðinnar. Langflestir þeirra hafa haldið fram einhverju sem kallast mætti samfélagslegt gildi: við erum stöðugt að nota söguþekkingu okkar í daglegu lífi, sagnfræðin skýrir þjóðfélag okkar og önnur þjóðfélög, samband þeirra og mismun, hún hjálpar okkur til að gagnrýna hluti og hafa áhrif á gang mála, hún víkkar sjóndeildar- hring okkar og sýnir okkur að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru. Og ennfremur er það að nefna að það er hreinlega ekki hægt að vera án söguþekkingar (sögulaus). Einnig var bent á að sagnfræði tengdist öðrum vísindagreinum og væri í raun ómiss- andi fyrir þær. Og að síðustu var bent á sér- stöðu sagnfræðinnar, engin önnur grein gæti komið í stað hennar. Það er eftirtektarvert að flestir héldu fram því sem ég kallaði samfélagslegt gildi sagnfræðinnar, en það var ekki nema einn íslenskur sagnfræðingur sem hélt fram sjálf- gildi hennar. Þetta er ef til vill lýsandi fyrir stöðu sagnfræðinnar í þjóðfélagi okkar í dag. í mínum augum er þetta sjálfgildi (í þeim skilningi sem Marwick lagði í það) eitt af höfuðgildum sagnfræðinnar og það sem heldur velli hvernig sem allt veltist (nema mannskepnan breyti um eðli). Þrátt fyrir það vil ég ekki gera lítið úr hinum gildun- um, og þá sérstaklega því samfélagslega. Framtíð sagnfræðinnar er mikið undir því komin hvort við finnum henni eitthvert hlutverk í samfélaginu, þótt sjálfgildið standi jafnframt í fullu gildi. Eg þakka Gunnari Karlssyni fyrir að lesa greinina í handriti og fyrir góðar ábendingar, og þeim Helga Skúla Kjartanssyni fyrir þá velvild að leyfa mér að vísa í bréfaskipti sín. Tilvitnanir: 1) Svar Gísla Gunnarssonar við spurningu Sagna: Duga nytjasjónarmið til að réttlæta sagnfræði eða er hún bara til skemmtunar? 2) Ingi Sigurðsson: Staða sagnfræði, 16. 3) Svar Inga Sigurðssonar við fyrrnefndri spurningu Sagna. 4) Svar Gísla Gunnarssonar við fyrrnefndri spurningu Sagna. 5) A. Marwick: The Nature of History, 19. Ennfremur G.R. Elton: The Practice of History, 67. 6) Staða íslenskrar sagnfræði, 35. 7) Svar Gísla Gunnarssonar við fyrrnefndri spurningu Sagna. 8) Til skýringar skal þess getið að hér í grein- inni nota ég orðið gildi i flcirtölu mér til hægðar. Annars mun það oftar notað í ein- tölu. 9) Helgi Skúli Kjartansson: Sagnfræði, 3-6. 10) Bréf Helga Skúla Kjartanssonar til Gunnars Karlssonar dags. 25.10. 1982, bls. 1. 11) Helgi Skúli Kjartansson: Sagnfræði, 4. 12) Sami,4-5. 13) Sami, 5-6. 14) Bréf Helga Skúla Kjartanssonar til Gunnars Karlssonar dags. 25.10. 1982, bls. 1. 15) Sami, 2-3. 16) Sami, 3. 17) Helgi Skúli Kjartansson: Sagnfræði, 6. 18) G.R. Elton: The Practice of History, 67-8. 19) Sami, 66-7. 20) A. Marwick: The Nature of History, 19. 21) Sami, 16. Seinni tilvitnun Marwicks í þessari klausu er tekin úr bók May McKisacks: Hist- ory as Education (1956), bls. 10. 22) Svar Inga Sigurðssonar við fyrrnefndri spurningu Sagna. 23) Bréf Gunnars Karlssonar til Helga Skúla Kjartanssonar dags. 21.10. 1982, bls. 1-2. 24) Svar Gísla Gunnarssonar við fyrrnefndri spurningu Sagna. 25) A. Marwick: The Nature of History, 14. 26) Sami, 15. 33

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.