Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 56

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 56
Þorvaldur Bragason: . . er þjóðveldi á hyggilegum grundvelli manninum samboðnast stjórnarform . . .“ Hugmyndir Jóns Ólafssonar ritstjóra (1850-1916) um vald, frelsi og framfarir íslensk hugmyndasaga hcfur lítið verið rannsökuð af íslenskum sagnfræðingum fram til þessa og lítið hefur verið gefið út af ritum hér á landi þar sem beinlínis hefur verið fjallað um þess háttar efni. Hug- myndasagan er oftast í mestum tengslum við heimspeki og stjórnmál, en hin almenna menningarsaga er þá yfirleitt sem nokkurs konar baksvið. Þau skrif sem hér birtast eru tekin úr stærri ritgerð þar sem ætlunin var að veita nokkra innsýn í þetta viðfangsefni. Aðferð mín í þeirri ritgerð var sú að taka fyrir ákveðinn íslenskan stjórnmálamann á síðari hluta 19. aldar, sem einnig starfaði töluvert fram yfir aldamót og reyna að túlka skoðanir hans og viðhorf með tilliti til þeirra hugmynda og skoðana sem um þetta leyti voru að hasla sér völl bæði í Englandi og á meginlandi Evrópu. Fyrir valinu varð Jón Ólafsson ritstjóri, skáld og þingmaður, en hann lét verulega að sér kveða í íslenskum stjórnmálum á sinni tíð. Ástæða þess að Jón varð fyrir valinu er einkum sérstaða hans meðal annarra stjórnmála- og fræðimanna á þessum tíma. í fyrsta lagi er hann einn af fyrstu stjórn- málafrömuðum hér á landi sem reynir að fjalla um stjórn- og stjórnskipunarmál með sérstöku tilliti til þeirra hugmynda sem ofar- lega voru á baugi í hinum engilsaxneska heimi, gagnstætt þeim íslensku stjórnmála- og menntamönnum sem höfðu baksvið sitt mótað dönskum áhrifum. í öðru lagi má nefna sérstæða söguskoðun, en í þeim efnum kemur hann fram með ákveðnar hugmyndir um orsakaskýringar en það verður að teljast sjaldgæft á þessum tíma. í þriðja lagi verður Jón að teljast maður nýs tíma og nýrra hugmynda því skrif hans um vísindi, framfarir, frjálshyggju og þróun- arkenningu hleypa nýju lífi í alla stjórn- mála- og þjóðfélagsumræðu. Hugmyndir Jóns um stjórn- skipunarmál Það virðist nokkuð Ijóst, að Jón hefur að fyrirmynd í umfjöllun sinni um stjórnskip- unarmál margar af þeim hugmyndum sem höfðu verið að gerjast víða í Evrópu á þess- um tíma. Flestar þeirra mætti rekja á einn eða annan hátt til forngrískrar stjórnmála- heimspeki og enskrar raunhyggju þó hæpið X 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.