Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 58
framfara- og markhyggjuviðhorf þar sem
frelsi mannsins situr í fyrirrúmi og verður
meira og minna að ákveðnu stefnumiði.
Sem dæmi má taka viðhorf Jóns til einveld-
isins sem hann telur vera á undanhaldi en
samt sem áður óhjákvæmilegan áfanga af
stærri heildarþróun:
Þó er þetta eigi svo að skilja, sem einveldið
sé orðið til eftir neinu blindu lögmáli innar
skynlausu náttúru, heldr að það sé til orðið
eftir lögmáli mannlegs anda og þannig fyrir
nauðsyn tímanna, en meir eðr minna ósjálf-
rátt þjóðunum. -En ef vér lítum frá upprun-
anum í fyrstu bernsku og fram eftir tímunum,
sjáum vér, hversu inir einveldislegu stjórnar-
hættir hafa fengið fasta mynd og lögun fyrir
sjálfráðan vilja og skoðun mannlegs anda, og
endalokin hafa ávalt orðið þau, að stjórnar-
hættirnir hafa breyzt í frjálslegri stefnu.6)
J.S. Mill bendir á það í riti sínu Um
frelsið, að í fornöld hafi ættjarðarvinir leit-
ast við að takmarka vald það sem valdhaf-
arnir höfðu á hendi enda var þetta vald þá
mun meira yfir þegnunum. Þessi tak-
mörkun valdsins segir Mill, að menn hafi
kallað frelsi en þetta frelsi hafi þeir síðan
reynt að tryggja í sessi með tvennu móti þ.e.
annars vegar að fá sett fram ýmis ákvæði
sem kölluð voru stjórnfrelsisákvæði eða
réttarskrár. Hins vegar var um að ræða
nokkuð sem kom síðar fram á sjónarsviðið,
en það var að setja stjórnarskrá sem gerði
samþykki þegnanna að ófrávíkjanlegu skil-
yrði í ýmsum mikilvægum aðgerðum stjórn-
valda. Sagan hafi sýnt að valdhafar Evrópu
hafi smám saman neyðst til að láta undan
stjórnfrelsiskröfum að meira eða minna
leyti og að almenningur hafi stöðugt verið
að fá viðurkenndar ýmsar undanþágur eða
einkaréttindi.7) Þannig má draga þá ályktun
af skrifum Mills að frelsishugsjónin hafi
stöðugt verið í sókn í Evrópu. Jón Ólafsson
bendir einnig á, svipað og Mill, að þeir
stjórnarhættir sem miðuðu að þátttöku allr-
ar þjóðarinnar í stjórn sinni hafi ávallt leitt
til frelsis og hafi það um leið borið vott um
andlegan þroska og hátt menningarstig.8)
56
John Stuart Mill. Ýmislegt í skrifum Jóns Ölafs-
sonar ber sérstakan keim af þeim hugmyndum
sem Mill setti fram í riti sínu, Um frelsið.
Hvað þetta atriði varðar, virðist það að
nokkru leyti koma heim og saman við kenn-
inguna um stöðugt meiri fullkomnun
mannsins í samfélagi þar sem réttur ein-
staklingsins er hafður í fyrirrúmi, og mætti
þess vegna tengja þetta grískri stjórnmála-
heimspeki, eða eins og Jón orðar það: „ið
sannasta stjórnarform eftir hugsjóninni.“9)
Frelsishugtakið í stjórn-
málahugsun Jóns
En hver er þá nánari skilgreining Jóns á
frelsishugtakinu? Hann reynir í nokkuð
hnitmiðuðu formi, svipað og J.S. Mill að
sýna fram á stöðuga sókn frelsishugsjónar-
innar og ber þá saman það frelsi sem hann
áleit að ríkt hafi til forna og frelsi samtím-
ans:
Frelsisást vorra tíma er veruleg („positiv") ást
á frelsinu. Frelsisást fornmanna virðist oss
meira andveruleg (,,negativ“), þ.e. meira
hatr eða óbeit á mótsetning frelsisins - ófrels-
inu. Eigingirnin, þ.e. hugsunin um, að hafa
sjálfr frelsi fyrir sig (og sína stétt) var in ríkj-
andi hvöt. En mannréttindin (hugmyndin, að
maðurinn sem maðr hefði helgan rétt) voru
eigi til í þeirra skoðun.10)