Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 19

Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 19
BJARNABORG Bjarnaborg nýrisin viö Vitatorg. Bygging hússins hófst áriö 1901 og lauk aö mestu ári seinna. Myndin er líklegast tekin um haustid 1902 eóa seinna þann vetur. i desember þaö árvoru ibúar Bjarnaborgar samkvæmt manntali samtals 11. Eins og sést á myndinni er þegar flutt inn í nokkrar íbúdir, en aörar standa auöar. Skyldi þaö vera smiöurinn sjálfur fyrir framan húsiö? Þorbjörg systir Guðrúnar vann úti °9 lét helming launa sinna renna til heimilisins. Það gerði Sigurlaug elsta dóttir Guðrúnar einnig, en hún var mikið að heiman í vistum. Til að létta á heimilinu voru krakkarnir oft sendir í burtu þar sem þeir gátu ver- iö matvinnungar eða unnið fyrir ein- hverjum aurum. Sigurður, eldri bróðir Magdalenu og Margrétar, var húðarsendill og fór seinna á sjóinn. Þegar Gísli, tvíburabróðir Margrét- ar, var tíu ára, var hann sendur í sveit og var þar fram yfir fermingu. Margrét var send í vist í Reykjavík átta ára gömul; fór að heiman snemma á morgnana og kom seint a kvöldin. Yngri krakkarnir reyndu alltaf að hjálpa til með því að fara í sendiferðir og vinna eitthvað sem þeir réðu við. Möguleikarnir á vinnu voru fleiri fyrir stelpur en stráka. Þeir voru aldrei látnir passa börn, skúra gólf eða þvo upp. Amman í fjölskyldunni stjórnaði heimilisstörfum og sá um að allt gengi sinn vanagang þar innan veggja. Allt þurfti að spara. Hún nýtti til dæmis alltaf kaffikorginn jafn- óðum og þurfti þá ekki eins mikið kaffi á könnuna. Á tímabili var líka hægt að fá gefins korg á Hótel Skjaldbreið í Kirkjustræti. Fólk fékk kaffikorginn í fötu og sauð hann upp í ketilkaffi. Magdalena var ömmu sinni til aðstoðar og komst snemma upp á lag með að strauja, þrífa og ganga frá. Hún tók til á morgnana, fór í sendiferðir, keypti í matinn og eldaði. Á sumrin vann hún líka á Kveldúlfsstakkstæðunum neðan við Bjarnaborg seinni part dagsins. Þar gátu krakkarnir fengið vinnu strax og þeir voru tíu ára gamlir. Magdalena var tíu ára þegar hún vann sér inn sín fyrstu laun. Það voru 35 aurar á tímann og þótti gott. Örfáir karlmenn unnu á stakkstæð- unum, en nokkuð margir strákar. Þeir fengu hærri laun en stelpurnar. Magdalena og Ásta vinkona hennar úr Bjarnaborg voru svo miklar kven- réttindakonur, að þær neituðu að bera fiskbörurnar á móti strákum nema þærfengju sömu laun og þeir. Það hafðist í gegn vegna þess að verkstjórinn var því hlynntur. Það var nóg að gera fyrir minnstu börnin í Bjarnaborg þótt þau væru ekki í fastri vinnu. Þau urðu meðal annars að þrífa portið austan við húsið og fengu líka oft þann starfa að vaka yfir þvottinum ef hann hékk á snúrunum yfir nótt. Það þótti ekki óhætt að láta hann hanga úti óvakt- aðan. Hluti af tilverunni hjá þeim var einnig að safna í eldinn. Það var mikill viðburður þegar verið var að flytja kol á stórum vögnum inn í gas- stöðina á Hlemmi. Krakkarnir máttu hirða molana sem duttu, og keppt- ust um að ná þeim. Þetta þótti mikill fengur því kol voru dýr og mór var aðallega notaður til upphitunar. Stundum tíndu krakkarnir hrossa- tað í eldinn og voru vandir á að ganga aldrei fram hjá spýtu öðruvísi en hirða hana og bera heim. Á há- SAGNIR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.