Sagnir - 01.04.1985, Síða 34

Sagnir - 01.04.1985, Síða 34
ALÞÝÐULEIÐTOGI OG AFTURHALD myndafræði var öflugri í flokknum en fyrr með áherslu á vélvæðingu sveitanna og aukna markaðsfram- leiðslu.24 Stjórnarsamstarf í kjölfar kosninganna 1934 tóku Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn upp stjórnarsamvinnu og gerðu með sér málefnasamning sem var mjög í anda atvinnustefnu Alþýðuflokksins. Nú var hann sterk- ari á þingi en nokkru sinni fyrr og hafði meiri áhrif á framvindu mála en verið hafði 1927.25 Lykilatriðið í stefnu stjórnarinnar má telja það starf sem unnið var í skipulagsnefnd atvinnumála, en henni var falið að móta atvinnu- stefnu til langs tíma. í þessu skyni voru samin fjölmörg lagafrumvörp. í stuttu máli mætti segja að skipu- lagsnefndin hafi stefnt að iðnvæð- ingu í bæjum, jafnvægi í útgerð, en fækkun í landbúnaði (15-20% af árlegri viðkomu þjóðarinnar skyldu setjast að í sveitum, en 35.8% landsmanna bjuggu í sveit 1930). Þá vildi nefndin stuðla að sam- þjöppun byggðar í sveitum lands- ins, á þeim svæðum sem væru frjó- söm og lægju vel við mörkuðum. Liður í þessum áætlunum var frum- varp til laga um nýbýli og samvinnu- byggðir26 En nú kom til kasta landbúnaðar- nefndar þingsins og hún breytti for- sendum frumvarpsins í veigamikl- um atriðum. Hún felldi 15-20% markið út en setti í staðinn ákvæði um að sem mest af árlegri viðkomu þjóðarinnar settist að í sveitum. Auk þess lagði hún áherslu á sjálfsþurft í stað framleiðslu á markað, sem skipulagsnefndin hafði lagt til.27 Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt þótt gamlir framsóknarmenn í land- búnaðarnefndinni skyldu taka þessa afstöðu, en merkilegra er að Jón Baldvinsson, annar fulltrúi Alþýðuflokksins í nefndinni, skyldi leggja sama skilning í frumvarpið: Við teljum þetta allir eitt af mestu nauðsynjamálum vorum, sem kemur hér fram nú vonum seinna. Með þessu er reynt að beina fólksstraumnum frá sveitunum til bæjanna í gagnstæða átt... Það var svo áður hér á landi, að í kringum stórbýlin voru smábýli nokkuð mörg; þar var fólk sem lifði í þurrabúð og sótti til sjávar- fanga og lifði ódýru lífi.28 Jón var því enn við sama heygarðs- hornið og sá ekki aðrar betri lausnir á atvinnuvandanum en að þjóðin hallaði sér að frumstæðum lífshátt- um fortíðarinnar. Ekki liggja fyrir Nýreist verksmiðjuhús Gefjunar á Akureyri 1935. Skipulagsnefndin taldi að iön- aöur yröi framtiöaratvinnuvegur landsmanna. heimildir um að flokksmenn Jóns hafi gert mikið úr afdrifum frum- varpsins á þingi, en það má Ijóst vera að hann hafði allt önnur viðhorf til þessara mála en margir samherj- ar hans. Ástæðan fyrir því að þetta dæmi er tekið hér er sú að Jón Baldvins- son lét lítið frá sér fara um stefnu- mörkun í pólitík og verður því að tjalda því sem til er. Hann skrifaði sáralítið í blöð og erfitt er að greina tiltekna mótaða hugmyndafræði af ræðum hans á þingi. Samt sem áð- ur sýna þau dæmi sem tekin hafa verið af málflutningi Jóns Ijóslega, hversu íhaldssamur hann var þegar efnahagsmál voru annarsvegar. Alþýðuflokkurinn klofnar Er kom fram á árið 1937 tók að hrikta í stjórnarsamstarfinu og deildu alþýðuflokksmenn á fram- sóknarmenn fyrir tregðu gegn lausnum á vanda sjávarútvegsins. Alþýðuflokkurinn setti fram kröfu um þjóðnýtingu atvinnutækjanna og virka atvinnuuppbyggingu í bæj- unum fyrir kosningarnar 1937. Að kosningum loknum var söðlað um, þjóðnýtingaráformin lögð á hilluna og leitað sátta við framsóknarmenn. Inn í þetta spilaði hörð valdabarátta í Alþýðuflokknum milli róttækra manna undir forystu Héðins Valdi- marssonar og hinna þjóðlegu sem studdu Jón Baldvinsson og síðar Stefán Jóhann Stefánsson. Öll sú atburðarás sem átti sérstað í kjölfar samnings Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, sem og brotfrekstur Héðins, er býsna ruglingsleg. Það var vissulega deilt um hvort flokkur- inn ætti að vinna með kommúnist- um, og hversu róttæk atvinnustefna yrði sett á oddinn í stjórnmálabar- áttunni.29 En í Ijósi þeirrar þróunar sem lýst hefur verið hér að framan, vaknar sú spurning, hvort átökin í flokknum hafi ekki fyrst og fremst endurspeglað togstreitu milli efna- hagslegrar íhaldssemi og hug- 32 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.