Sagnir - 01.04.1985, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ OG NASISMINN
tnmgr
"•rývfschefar
Jch bin am Ort j
és gro/3k Sch»ein ?
jnd bá mich nur \
t
mitJuden ein.
Gyöingahatur. Gyðingur og þýsk ástmey hans höfð til háðungar í þýskri borg umkringd stormsveitarmönnum. Á
spjöldunum stendur: ,,Allra er ég aumast svin/aðeins júöa tek tilmín./Ég júðagaukur, stöðugt tæli/aðeins þýskar stúlkur
i mitt bæli.
mönnum algerlega óskiljanlegt,
ef því ertrúaö, aö hinirofsóttu hafi
ekkert til saka unnið.
Hjer er ekki ætlunin aö bera
blak af þýskum stjórnvöldum
hvorki fyrir meðferðina á Gyðing-
um nje á pólitískum andstæðing-
um sínum. En hafa þá Gyðing-
arnir í Þýskalandi ekkert unnið til
saka? Er það bara „kvalalosti
nazistanna“, sem kemur þeim til
að svala sjer á alsaklausum
mönnum?
Síðan kom Morgunblaðiö með
sína skýringu á málinu, hún var
þessi:
• • • að Gyðingarnir í Þýskalandi
hjeldu saman og mynduðu öfluga
hagsmunaklíku... Og aðferðir
þessara aðkomnu manna þóttu
oft á tíðum ekki allskostar drengi-
legar. Almenningi sveið yfirgang-
ur þeirra. Fleiri og fleiri stofnanir
lentu í höndum þeirra, bankar,
samgöngutæki, skólar o.s.frv...
Það er í rauninni hatrið á kliku-
skapnum sem hjer er orðið að
þjóðahatri.14
Hver var að tala um að bera ekki
blak af þýskum stjórnvöldum? Þetta
jaðraði við stuðningsyfirlýsingu.
Síðan heimfærði blaðið þetta mál á
frekar ósmekklegan hátt upp á
íslenskar aðstæður; taldi að hér
væru menn sem notuðu „gyðing-
legar aðferðir":
Hefir ekki Tímaklíkan að ýmsu
leyti leikið líkt hlutverk og Gyðing-
arnir í Þýskalandi? Klíkan hefir
fyrst af öllu hugsað um það, að
koma sínum eigin trúbræðrum í
sem flestarstöður.15
Hún var ekki alltaf smekkleg um-
ræðan í pólitíkinni á þessum árum.
Jákvætt viðhorf til nasismans, jafn-
vel í svo ógeðfelldu máli sem gyð-
ingaofsóknunum sýndi hversu vel
nasistaáróðurinn gekk í fólk.
Reyndar var enn ekki langt um liðið
frá valdatöku þeirra, rétt tæplega
tvö ár. En þegar hinar raunverulegu
gyðingaofsóknir hófust með seinni
heimsstyrjöldinni kom best í Ijós að
það var kvalalosti nasistanna sem
rak þá áfram í útrýmingu gyðing-
anna. Ekki urðu frekari leiðaraskrif í
Morgunblaðinu með þessu sniði.
Verður styrjöld
út af Tékkóslóvakíu?
Sívaxandi spennu gætti í milliríkja-
pólitík Evrópu árið 1938. Þýskaland
38 SAGNIR