Sagnir - 01.04.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ OG NASISMINN
Vinsæll leiðtogi. Aödáendur safnast aö foringjanum viö sumarhús hans í Obersaizburg.
velt að sigla milli skers og báru í
viöhorfi sínu með því að skella
skuldinni á kommúnista. Sovétríkin
voru enn ímynd hins versta. Á síð-
um blaðsins komst einræði Hitlers
aldrei í hálfkvisti við einræði Stalíns.
Dugði þetta vel eins og sást með
Tékkóslóvakíudeiluna. Á hinn bóg-
lnn gat reynst erfiðara fyrir önnur
dagblöð að fylgja þessari forskrift.
Virðing og ótti
Árin 1933-38 voru skrif Morgun-
blaösins um Þýskaland svo til ætíð
vinsamleg, en með vorinu 1937 fór
aö bera á gagnrýnna viðhorfi til stór-
veldisins. Þegar Bretar og Þjóðverj-
ar áttust við út af Tékkóslóvakíu-
deilunni fengu Bretar samúð Morg-
dnblaösins óskipta. Viðhorfið til
Þýskalands varð þó alls ekki fjand-
samlegt. Ávallt varfjallað um stefnu
Hitlers af virðingu. Þegar alvarlega
fór að syrta í álinn í málefnum Evr-
ópu var ekkert launungarmál að ís-
lendingum bar eins og öðrum lýð-
ræðisþjóðum að fylkja sér saman
með Bretland í brjósti fylkingar. En í
stað þess að áfellast andstæðing
þess, Þýskaland, var sjónum beint
að Sovétríkjunum. Það mátti ekki
styggja Þjóðverja, en slíka friðhelgi
höfðu Sovétmenn ekki.
Ef ekki var til að dreifa hrifningu á
stjórnkerfi Hitlers, hver var þá
ástæðan fyrir vinsamlegum skrifum
Morgunblaösins? Ótti? Svo virðist
vera. Morgunblaðid óttaðist alla
tíð að fjandsamlegar aðgerðir eða
skrif myndu hleypa illu blóði í Þjóð-
verja. í hefndarskyni myndu þeir
beita okkur viðskiptalegum þving-
unum. Þetta virðist helsta ástæðan
fyrir ákaflega varkárum skrifum um
nasistaríkið, amk. þegar mönnum
varð Ijósara hið rétta eðli nasism-
ans.
Á heimavelli gat Morgunblaðið
spilað öðruvísi. Tímabundin hrifn-
ing af íslensku þjóðernishreyfing-
unni snerist um síðir upp í fullkom-
inn fjandskap. Sjálfstæðisstefnunni
var teflt fram sem algerri andstæðu
nasisma og kommúnisma. Hér
þurfti ekki að sýna neina þvingaða
kurteisi. Morgunblaðiö rak því í
raun talsvert ólíka pólitík gagnvart
innlenda nasismanum og móðurríki
hans. Það átti líkaeftir að koma í Ijós
að ótti blaðsins gagnvart hugsan-
legum þvingunum Þjóðverja átti við
rök að styðjast.
SAGNIR 41