Sagnir - 01.04.1985, Page 47

Sagnir - 01.04.1985, Page 47
JÓN LEIFS Tónleikar í lönó 1926. Það var Hamburger Philharmonie sem ftutti sinfóníska tónlist í fyrsta skipti á íslandi. Fyrirmidju, bak við handriðið, situr stjórnandinn Jón Leifs og vekur það athygli að hann ermeð yngstu mönnum í hópnum. Þarna er Jón 27 ára en hinir sýnast velflestir vera komnir amk. yfir fertugt. Þetta er mjög óvenjuiegt því oftast tekur það menn mörg ár að vinna sig upp íað fá að stjórna. Jón gafst ekki upp. Hann reyndi að koma á fót strengjasveit, en hún dó í fæðingu. Líklega hafa íslenskir hljóðfæraleikarar haft lítinn áhuga á að starfa undir stjórn Jóns Leifs, mannsins sem hafði fundið þeim allt til foráttu. Fyrst íslendingar voru ekki á því að stofna til sinfóníuhljómsveitar, hvernig væri þá að koma með eina frá Þýskalandi? Ómögulegt? Ekki fyrir Jón Leifs. Honum tókst að telja flesta meðlimi Hamburger Phil- harmonie á að nota sumarfríið árið 1926 til þess að fara í hljómleikaferð um Noreg, Færeyjar og ísland. Hér á íslandi hélt hún tólf eða þrettán tónleika í Reykjavík og Hafnarfirði við mikinn fögnuð tónlistarunnenda, enda var þetta í fyrsta skipti sem sinfónísk tónlist heyrðist á íslandi. En það var með þessa eins og aðrar uppákomur og uppástungur Jóns. Þær voru of snemma á ferð- 'nni. Svona tónlist held ég að hafi ekki verið leikin aftur á íslandi fyrr en um 1950. Þjóðlagamaðurinn Ungi maðurinn sem fór utan til tón- listarnáms varð í fyrstu gagntekinn af evrópskri tónlistarhefð. Um leið snarminnkaði álitið á öllu íslensku. Honum fannst skömm að einsöngs- og kórlögunum og ,,þjóðlögin eru fá og mörg ómerkileg11.3 Við nánari athugun átti hann eftir að draga þessa fullyrðingu til baka, nokkuð sem sjaldan kom fyrir. í íslensku þjóðlögunum opnaðist fyrir Jóni nýr tónheimur, gerólíkur þeim sem búinn var að tröllríða Evr- ópu í mörg hundruð ár. Hann hafði rekið sig á það að erfitt var orðið að gera eitthvað nýtt í tónlist, það virtist vera búið að gera allt sem hægt var að gera í dúrog moll. íslensku þjóð- lögin voru nær ósnortin af Evrópu- menningunni. Hérbarvel íveiði. Jón fór í þrjá leiðangra til íslands, árin 1925, ’26 og ’27, safnaði þar þjóðlögum og tók upp. Þessar hljóð- ritanir munu vera til á Þjóðminja- safni. Þar gætu vel verið varðveitt- ar ,,söng“raddir margra frægra manna, því í hópi þeirra sem sungu fyrir Jón voru meðal annarra þeir Ríkarður Jónsson myndhöggvari, Jóhannes Kjarval listmálari og Einar Benediktsson skáld. Jón skrifaði mikið í blöð og hvatti þá sem lúrðu á gömlum þjóðlögum til þess að gefa sig fram. Virðingu fyrir þjóðlögunum taldi hann hafa sett niður og það yrði að breytast. Hann vildi að þjóðin: ... endurlífgi þau án meðhjálpar. Það eitt mun bjarga þeim í hrein- ustu mynd.... Látið ekkert tæki- færi ónotað til þess að endurreisa þau. Stofnið til kveðskapar og tví- söngs í heimahúsum.4 Auðvitað var þetta bjartsýni sem aldrei rættist. íslensku þjóðlögin komu Jóni ekki síst til góða sem tónskáldi. Hann sagði enga þjóð lifa á innfluttri menningu, fór að nota þjóðlögin og fornbókmenntirnar sem efnivið í SAGNIR 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.