Sagnir - 01.04.1985, Page 49

Sagnir - 01.04.1985, Page 49
JÓN LEIFS Þrír landar í Leipzig. Tónskáldin Siguröur Þóröarson, Páll ísólfsson og Jón Leifs á námsárum sínum í Þýzkalandi, einhvern tíma milli 1916 og 1919. Þó ekki sé Jón mikill fyrir mann aö sjá þarna, áttisvo sannarlega ettiraó rætast úr honum. Hann átti meö tímanum eftir aö skera sig rækilega frá félögum sinum tveimur. áfram þar sem frá var horfið. En nasistastjórnin kom í veg fyrir það með því að banna tónlist hans árið 1937. Tvisvar eða þrisvar fékkst undan- þága frá banninu árin 1937-41, síðan ekki söguna meir. Jón lokaði sig inni allt stríðið og helgaði sig tónsmíðum. Á þessum tíma samdi hann sitt frægasta verk, Sögusin- fóníuna. Þegar líða tók á stríðið fór Jón að óttast um fjölskyldu sína. Tengda- foreldrar hans voru af gyðingaætt- um og lét móðirin lífið í fangabúðum en faðirinn lést áður en til þess kæmi að hann færi sömu leið. Kona Jóns og börn voru íslenskir ríkis- borgarar þannig að þeim var óhætt, ennþá. Árið 1944 tókst fjölskyldunni að komast til Svíþjóðar og að stríðinu loknu kom Jón heim til íslands, al- kominn í þetta skipti. Dugnaðarforkurinn íslenskir tónlistarmenn sem koma heim eftir langa dvöl erlendis, gera það oftast til þess að setjast í helgan stein. Þeir taka lífinu yfirleitt rólega og helga sig kennslu. En Jón Leifs fór ekki þá leið. Hann varð aldrei tónlistarkennari enda var hann tæplega hæfur til þess, svo skapstór og óþolinmóður sem hann var. Hann vildi stofnsetja allsherjar- miðstöð íslenskra tónverka sem átti að sjá um útgáfu, dreifingu og kynn- ingu á íslenskri tónlist. Venju sam- kvæmt urðu undirtektirnar dræmar, svo hann fór sjálfur af stað og stofn- aði útgáfufyrirtækið Islandica Edi- tion árið 1949. Það gaf út talsvert af tónlist Jóns og eitthvað af tónlist annarra íslenskra tónskálda. Einnig 9af það út bók Jóns, Islands kunst- lerische Anregung, þar sem hann kom á framfæri sínum einstæðu skoðunum á norrænni menningu og ®tlaði til útflutnings. Ekki tókst þó að gera norræna menningu heimsfræga og verkin seldust svo illa að útgáfan lognaðist útaf. Jón hafði alla tíð haft mikinn áhuga á hagsmunamálum tónlistar- manna og listamanna yfirleitt. Honum fannst aldrei vera gert nóg fyrir þá. Á fslandi varð hann þekktur sem frumkvöðull, skipuleggjandi og stjórnandi samtaka og félaga sem ætlað var að halda uppi grósku í tónlistarlífinu og tryggja fjárhags- legan og siðferðilegan rétt íslenskra listamanna. Þannig var Jón maðurinn á bak við Bandalag íslenskra listamanna, Tónskáldafélag (slands og STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hann var formaður tveggja síðarnefndu samtakanna til æviloka og sérstaklega áberandi sem formaður STEFs sem var ansi óvinsæltfyrirtæki í upphafi. Það reyndist mikið mál að fá ís- lendinga til að skilja að nú þyrftu þeir að borga fyrir tónlistina sem þeir höfðu fengið ókeypis öldum saman á kostnað höfundanna. SAGNIR 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.