Sagnir - 01.04.1985, Page 62
ÁSTMÖGUR ÞJÓÐARINNAR?
dálítiö hýrir“ af drykkju, var þaö
ámálgað aö skjóta saman fé til Jóns
Sigurðssonar.15 Kenndir veislu-
gestir tóku vel í þaö og ,,gáfu þá
margir strax“. Ákveöið var aö safna
fé í sóknum Staðarprestakalls. í því
skyni reit presturinn boðsbréf eöa
ávarp þar sem hann hvatti sóknar-
börnin til gjafmildi. Boðsbréfið er
samfelld lofrulla þar sem Jón er
m. a. kallaður „gimsteinn þjóðar-
innar“. Fer ekki hjá því að gruna má
Bakkus þróður um að stýra penna
prestsins að Stað í þessu tilviki. Jón
Sigurðsson hlaut nokkurn baga af
þessu tiltæki því andstæðingar
hans meðal embættismanna hentu
þetta barnalega lof á lofti og gerðu
háð að þegar boðsbréfið hafði verið
birt í Þjóðólfi. En yfirleitt kröfðust
þeir sem stóðu að slíkum samskot-
Tilvísanir
1 Sverrir Kristjánsson: Hugvekja
til íslendinga. Úrval úr ræöum
og ritum Jóns Sigurössonar
til loka þjóöfundar. Með inn-
gangi eftir Sverri Kristjánsson.
Rv. 1951, xxiii.
2 Sjá Gunnar Karlsson: Frelsis-
barátta Suöur-Þingeyinga og
Jón á Gautlöndum. Rv. 1977,
31.
3 Gunnar Karlsson: Frelsisbar-
átta, 31-32.
um - og þá burtséð frá því hversu
lítilfjörlegur árangurinn var - að
nefna gefanda og tilefnis yrði getið í
Þjóðólfi. Var litið á það sem kvittun.
Af söfnuninni sjálfri er það að segja
að eftirtekjan var rýr, 47 ríkisdalir og
76 skildingar. Aðrir tilburðir til sam-
skota voru á sömu bókina lærðir;
innfjálg orð.
Þegar þess er gætt að atvinnu-
og búhættir landsmanna voru
skammt á veg komnir um miðbik
19du aldar má láta sér detta í hug
að það hafi verið fremur af efnaleysi
en tómlæti að lítið varð um fjár-
stuðning til Jóns Sigurðssonar þeg-
ar hann átti í kröggum. íslendingar
hafi hreinlega ekki haft efni á að
framfleyta í skamman tíma þeim
stjórnmálamanni sem þá var af
flestum talinn leiðtogi þjóðarinnar í
4 Lúðvík Kristjánsson: Vestlend-
ingar. Síðara bindi, fyrri hluti.
Rv. 1955,16.
5 Sigurður Nordal: Hiröskáld
Jóns Sigurössonar. Rv. 1961,
ix-x.
6 Sigurður Nordal: Hiröskáld,
xii-xiii.
7 Sigurður Nordal: Hiröskáld, viii.
8 Sigurður Nordal: Hiröskáld, xi.
9 Sigurður Nordal: Hiröskáld, án
bls. tals.
10 Sigurður Nordal: Hiröskáld, xii.
11 Sigurður Nordal: Hiröskáld, án
bls. tals.
sjálfstæðisbaráttunni. Tilgáta af
þessum toga væri sennileg. En tefla
má snotrum rökum gegn henni.
Efnt var til tvennra samskota
sama ár og velunnarar Jóns Sig-
urðssonar fóru þess á flot við lands-
menn að þeir legðu Jóni fé til. Ann-
arsvegar var safnað tíl að reisa
minningu Marteins Lúters bauta-
stein í Þýskalandi. Hinsvegar fjár-
söfnun til kristniboðs í Kína. Land-
inn gaf minningu Lúters 1480 ríkis-
dali og í einni sókn söfnuðust rúmir
602 ríkisdalirtil kristniboðsins.16
Litlu er við þetta að bæta. Nær-
tækt er að álykta að velvilji íslend-
inga í garð Jóns Sigurðssonar hafi
ekki hrokkið lengra en svo að
þyngja þeirra var lokuð fyrir honum.
12 Lúðvík Kristjánsson: Á slóöum
Jóns Sigurössonar. Rv. 1961,
115-116.
13 Lúðvík Kristjánsson: Á slóöum,
133-135.
14 Lúðvík Kristjánsson: Á slóöum,
152-153.
15 Lúðvík Kristjánsson: Á slóöum,
176-188.
16 Lúðvík Kristjánsson: Á slóöum,
189-190.
60 SAGNIR