Sagnir - 01.04.1985, Page 67

Sagnir - 01.04.1985, Page 67
Austurveggur. Heimili Ingibjargar og Jóns i Kaupmannahöfn frá 1852-1879. Meðal íslendinga i dag er það þekkt sem Jónshús. að sinna gestum og oft var aðkomu- fólk hjá henni sem hún annaðist.16 Sigríður gamla Thorgrímsson land- fógetafrú kom til hennar 1855, er hún var orðin ekkja og var hjá henni til 1878.17 Og oft var hjá Ingibjörgu fólk sem var að leita sér lækninga18 eða var annarra erinda. Einnig lét hún sér mjög annt um frændfólk sitt og manns síns. Til dæmis ákvað hún 1848 að styrkja Einar litla Jafetsson, frænda sinn, til náms.19 Jón og Björn Jenssynir, bróðursynir Jóns, voru báðir hjá henni, er þeir voru við nám í Kaupmannahöfn. Einnig var frændi hennar Þorlákur Ó. Johnson hjá henni um tíma. Það var mjög kært á milli þeirra og þau skiptust á skoðunum bréflega um ýmislegt.20 Húsnæðið við Austurvegg var rúmgott en ekki að sama skapi þægilegt. Þegar inn var komið var langur gangur, og lágu dyr þar út á; var fyrst komið inn í státs- stofuna og þaðan inn í herbergi Jóns eða daglegu stofuna... Herbergið var skakkt,.. og bæk- ur hafði hann þar í skáp ... en bókasafn hans var hinumegin við stásstofuna. Innar af daglegu stofunni var svefnherbergi þeirra hjóna.21 Líklega hefur það aðallega mætt á vinnukonunum að þrífa og halda heimilinu við. En eins og þá tíðkað- ist hafði Ingibjörg alltaf vinnukonur. Sigurður Jónsson (1851-1893) frá Steinanesi. Fóstursonur Ingibjargar og Jóns. Myndin er líklega tekin af honum áður en hann fór til þeirra. Eina vinnukonan sem getið er um að hún hafi haft var Þóra Pálsdóttir, sem var hjá henni frá 1874-1879.22 En það er ekki ólíklegt að hún hafi alltaf haft íslenskar vinnukonur. Hjónaband Ingibjargar og Jóns var barnlaust. Eftir 14 ára hjúskap tóku þau systurson Jóns, Sigurð Jónsson, í fóstur 1859 og ólu upp.23 Ingibjörg fékk því að kynnast móð- urhlutverkinu þó seint væri. Alla tíð stóð hún við hlið manns síns, eins og skylda hennar bauð. Hún ferðaðist með honum oftsinnis til íslands er hann fór á Alþingi.24 Og hún gegndi stöðu sinni sem fyrir- myndarhúsmóðir á fyrirmanns- heimili með sóma. Heimili þeirra Jóns var eins konar miðstöð íslend- inga í Kaupmannahöfn. Hún stóð í skugga manns síns, sem húsmóðir- in, stoðin sem heimilið hvíldi á. Hún eignaðist bæði vini og óvini eins og gengur. Hún var aðsópsmikill per- sónuleiki og enginn engill og hefur líklega verið í góðri aðstöðu til að SAGNIR 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.