Sagnir - 01.04.1985, Síða 68

Sagnir - 01.04.1985, Síða 68
TÓLF ÁR í FESTUM Hluti af innbúi Ingibjargar. Frá vinstri: saumaborö, bréfakarfa og hægindastóllinn hennar og skápur fyrir boröbúnaö og fleira. Á veggjunum hanga mynd af Jóni og Ingibjörgu og fleirum og hengiskápur fyrir smádót. Þessir hlutir eru varöveittir á Þjóöminjasafni. fylgjast meö mannlífinu og miðla til annarra. Hún var heldur ekkert að skafa utan af hlutunum. Jón var sagður afar orðvar í garð andstæð- inga sinna, en það mátti hins vegar heyra það á tali Ingibjargar ef hon- um var kalt til einhvers 25 Hún var ekkert feimin við að láta það í Ijós, eins og Benedikt Gröndal fékk að kynnast. Árið 1869, er Jón og Ingi- björg voru í Alþingisreisu á íslandi, trúlofaði Benedikt sig úti í Kaup- mannahöfn. Allt var það í Ijóma þar til Ingibjörg kom til baka. Óðar en Ingibjörg fjekk að heyra þessa trúlofun þá býrjaöi um mig sá dómadags rógur og bakmælgi að ég væri hvergi hæfur nje kirkjugræfur, ég hefði ekkert við konu að gera.26 Þannig segir Benedikt frá. Flestir snerust á sveif með Ingibjörgu á móti honum, meira að segja Jón. En þetta fór betur en á horfðist og Imba, eins og Benedikt kallar hana, kom seinna að heimsækja þau hjóna- efnin. Er svo að sjá að Benedikt hafi verið nokkuð í mun að fá samþykki hennar. Ingibjörg fór ekki í neinar grafgöt- ur með það að hún væri gift landsins langfremsta manni. Samt sem áður var lund hennar svo hrein og bein, sagði Indriði Einarsson vinur þeirra, að hún sagði alltaf meiningu sína og hefur líklega verið nokkuð stíf á henni. Indriði var eitt sinn staddur hjá þeim að ræða bók Mills um kúg- un kvenna. Ingibjörg var meðmælt Mill en Jón heldur á móti kvenrétt- indum eins og flestir stjórnmála- menn þá. Þegar Ingibjörg var búin að segja eitthvað af því helsta sem henni fanst þurfa að segja, þá hélt Forseti - sem aldrei vildi víkja - undan og sagði: „Það er ómögulegt að dispútera við yður, þegar þér hafið fengið kon- una mína með yður“.27 Það var samt ekki alltaf sem Jón gaf eftir ef hann var ekki á sama máli og Ingibjörg. Þóra Pálsdóttir, vinnu- kona þeirra, sagði í bréfi, að hann hafi stundum svarað henni nokkuð hvasst ef hann var ósammála, ,,kom nu ikke med den Snak, derer vist nogen, som har fortalt dig nogen Usandhed“,28 sagði hann þá við hana. Ingibjörg lagði áherslu á að við- halda ímynd manna um þau hjónin í orði og æði. Hún passaði alltaf að þau væru bæði vel til fara og þegar hún verslaði föt keypti hún alltaf það dýrasta því það eitt var nógu gott. Jón var sagður alltaf hafa farið í gönguferðir með svartan silkihatt, sem Ingibjörg „mun aldrei hafa gleymt að bursta nokkurn dag“.29 66 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.