Sagnir - 01.04.1985, Page 77

Sagnir - 01.04.1985, Page 77
ÍSAFJÖRÐUR um 1866. Þar varJón Sigurdsson kjörinn á þing fyrir ísafjaröarsýslu. Öflug verslun hafdi stadið þarallt frá dögum einokunarinnar. Um miðja 19. öld komst innlend verslunarstétt þar á legg. Uppkoma slíkrar stéttar var eitt af baráttumálum Jóns. Sigurður Pétursson Frelsi og framsókn Umhverfi Arnfirðingurinn Jón Sigurðsson sigldi til náms í Kaupmannahafnar- háskóla árið 1833, á tuttugasta og þriðja aldursári. Þar hugðist hann stunda nám í málvísindum og varð vel ágengt framan af. En svo sem hent getur bestu menn tók hann æ meir að lesa annað en kennsluskrár skólans gerðu ráð fyrir. Prófin urðu því ekki mörg, en haft er fyrir satt að þekking hans á hag og sögu þjóðar sinnar yrði meiri en nokkurra ann- arra í þann tíma. í Kaupmannahöfn komst hinn ungi menntamaður í kynni við þjóð- félagshræringar sem voru á kreiki í álfunni um þetta leyti, og skóku stoðir hinna virðulegu ríkja Evrópu öðru hvoru alla öldina. Rísandi Jón Sigurðsson var foringinn í þjóðfrelsisbar- áttu okkar íslendinga á síðustu öld. Þetta veit hvert mannsbarn. En hver var stefna hans í stjórnmálum að öðru leyti? Um það eru hug- myndir manna ekki eins skýrar. Jón Sigurðs- son var fulltrúi frjálshyggju á sinni tíð. Frjáls- hyggjan var þá framsækið hugmyndaafl, og undir merkjum hennar var krafist frelsis til þátt- töku í stjórnmálum og athafna á efnahags- sviðinu. Hér verða raktar skoðanir Jóns Sigurðs- sonar á hagfræðilegum efnum, og skrif hans um þau mál. Þá verður reynt að finna skoðun- um hans stað innan hinnar klassísku frjáls- hyggju 19. aldar. SAGNIR 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.