Sagnir - 01.04.1985, Page 91
Magnús Hauksson
Krafa
Jóns Sigurðssonar
um ráðherraábyrgð
Flestir gætu sjálfsagt svarað því ef þeir væru spurðir, hvenær ísland varð
lýðveldi. Ár hvert er minnt á að það var 17. júní 1944. Eins vita flestir að
ísland varð fullvalda ríki hinn 1. desember 1918. En hvenær komst þingræði á
hérlendis? Sennilega vefðist einhverjum tunga um tönn ef þeir væru krafðir
svars við þeirri spurningu. Þingræðið á víst engan opinberan afmælisdag.
Enn síður gerir fólk sér grein fyrir hvenær hugmyndin um þingræði og
ábyrgð ráðherra fyrir Alþingi var fyrst viðruð meðal íslenskra stjórnmála-
manna.
í tímaritinu Sögu 1961 bendir Odd
Didriksen á að Jón Sigurðsson varð
fyrstur manna á íslandi til að móta
kröfu um það sem hann kallar
ábyrgð ráðherra fyrir Alþingi.1 Um-
mæli Jóns er lúta að þessu efni eru
til allt frá því snemma á 5. áratugi
seinustu aldar. Ýmislegt er óljóst í
sambandi við þessa kröfu. Við hvað
átti Jón nákvæmlega með orðunum
,,ábyrgð ráðherra11? Stefndi hann ef
til vill að þingræði? Hér verður
grennslast fyrir um það hvort Jón
hafi í raun og veru krafist þingræð-
isstjórnar svo snemma á seinustu
öld. Með því að rýna í orð Jóns um
ráðherraábyrgð og þingræði og
setja þau í samhengi við stjórn-
málaaðstæður um miðja 19. öld er
reynt að komast að stefnumiði
hans.
Ég geng út frá ákveðnum skil-
greiningum á orðunum ráðherra-
ábyrgð og þingræði sem ég máta
orð Jóns við. Ráðherraábyrgð á við
um tvennt: lagalega ábyrgð ráð-
herra, sem felst í því að ráðherr-
ar eru refsi- og bótaábyrgir fyrir
embættisbrot, og stjórnmálalega
ábyrgð. Stjórnmálalega ábyrgðin
merkir að ráðherrar verða að
standa ýmsum aðilum, sem hafa
áhrif á setu þeirra í embætti, reikn-
ingsskil gerða sinna. Þingræði eða
þingleg ábyrgð er einn þáttur stjórn-
málalegu ábyrgðarinnar. Þar sem
þingræði ríkir geta þeir einir sem
meirihluti þjóðþings vill styðja eða
amk. þola í embætti setið í ríkis-
stjórn.
SAGNIR 89