Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 47

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 47
Fleiri dæmi eru til vitnis um samskipti Englendinga við landsmenn. Árið 1616 barst t.d. mannskæð bóla til landsins með ensku skipi undir Jökli116 en önnur bóla gekk í Dölurn og var komin til landsins með manni sem hafði dvalið í Eng- landi.117 Samkvæmt Jóni Espólin var þetta ein og sarna veikin, komin til landsins með Islendingi sem fluttur var veikur í land af áðumefndu skipi.118 Árið 1618 var enskur maður „er féll í hórdóm hér, oc qvæntr var í Englandi, enn neytadi því med frekju oc munneydum," hýddur á þingi.119 Árið 1621 fengu enskir „mikinn æðadún í Krossey“.12H Árið 1631 er greint frá komu Englendinga til landsins i Sjáv- arborgarannál121 en hvert erindi þeirra var segir annállinn ekki og verður því hver að meta fyrir sig hvað sé líklegast. Árið 1650 sjá Englendingar menn á is fyrir Isa- firði,122 og árið 1655 geisaði bólusótt í Dýrafirði sem kom þangað með enskri duggu.123 Er hægt að draga einhverjar ályktanir af þessum fáu og brotakenndu frásögn- um? Þær eru að minnsta kosti ótvíræður vitnisburður unt stöðugar siglingar Eng- lendinga til landsins. Annálar greina frá því er sakamenn kornast í ensk skip en það þykir ekki frásagnarvert ef menn sem ekki stóðu í dómsmálum gerðu hið sama, til að ntynda segir enginn annáll frá utanfor Jóns Indíafara með ensku skipi. Því má leiða líkur að því að mun fleiri Islendingar hafi komist utan með ensk- um skipurn en segir frá í þeim heimild- um sem við höfum tiltækar. Tíð strönd enskra skipa við Islandsstrendur benda til mikilla siglinga þeirra í grennd við landið því að þau hafa verið fleiri skipin sem strönduðu ekki. Oft komust svo ein- hveijir skipveijar lífs af úr strandinu og vistuðust þeir í landi. Því kom það fyrir að íslensk heimili hýstu enska ntenn um lengri eða skemmri tíma, hvort sem það voru skipbrotsmenn eða enskir fálka- fangarar sem voru hér með konungsleyfi. Einnig er ljóst að til þess að ensk skip geti borið smitsjúkdóma til landsins verða þau að korna að landi og skipveijar að hafa einhver santskipti við landsmenn. Þessar brotakenndu upplýsingar segja kannski ekki mikið hver um sig en þegar þeim er raðað saman er heildarinyndin skýr. Á sautjándu öld voru Englendingar tiðir gestir á Islandi og áttu margvísleg samskipti við landsmenn. Sjá má að þau samskipti voru enn náin við lok sjöunda áratugar 17. aldar. Árið 1670 er enskur maður, „er sig nefnt hafði Jón,“ lýstur bamsfaðir konu er Hólmfríður Valtýs- dóttir hét en um það mál kom fram að „sá engelski rnaður, er sig Jón nefnt hafi, hafi verið í fyrra vetur á Hlíðarenda með engelskri kvensvift, hveija hann mun hafa haldið fyrir sína eiginkonu. . .“12‘1 Á þessum tírna var sem sagt ennþá mögu- legt fyrir enska menn að dveljast hér á landi með eiginkonum sínunr og bama íslenskar konur án þess að yfirvöld að- hefðust nokkuð. Brátt fóru aðrir tímar í hönd. Árið 1674 kom „hér til Islands engelskur kapteinn er Tuntas hét."127 Hvað Tómas þessi gerði á Islandi þetta ár er allsendis óvíst en það annað gerðist sama ár sem átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir heimsóknir Englendinga til eyjunnar köldu í norðri. Hnignun íslandssiglinganna Árið 1674 „kom út konungsbréf urn Engelskra kaupskap“12í’ sem var lesið upp á alþingi ári síðar.127 Danakonungur var nú ákveðinn í því að binda enda á hin óleyfilegu samskipti Islendinga við enska menn í eitt skipti fyrir öll. Hinn 5. maí 1674 undirritar hann opið bréf til Islend- inga varðandi bann við verslun við út- lendinga og í þetta skipti var gripið til harðra refsinga. Konungur gerði kunnugt að Dersorn og nogen af Voris egen Undersaatter der paa Landet til fremmede Steder udseigler og sig derefter til Island igjen begiver, fomiedelst slig ulovlig Handel, som för er meldt, at bruge, da skal saadanne ikke alene have forbrudt hvis forbudne Vare som hos denn- em findis, medens endog alt andet deris Gods og Middel, löst og fast, som de derforuden udi bemeldte Island kan have, og Voris Und- ersaatter der paa Landet, som her efter kjöber eller omgaaes med saadanne forbudne Handlere, at de straffis uden Forskjel paa deris Boeslod.128 Þessu konungsbréfi var harkalega framfylgt það sem eftir lifði aldarinnar. Árið 1677 var því framfylgt gegn mönn- um sem flutt höfðu „þess engelska ófrí- höndlara Samuel Banfelds góz úr Bjarn- eyjum og á Barðaströnd. . .“ Forsprakk- inn að þessu átti enga búslóð sem hægt væri að gera upptæka og var hann því hýddur í staðinn.12'1 Maður að nafni Nathanael Böðvarsson var hins vegar sýknaður af ákærum um að versla með tóbak sem ensk móðir hans hafði sent honum frá Englandi, en það jafnframt it- rekað að eigi mætti brjóta gegn „nefndu kong majestats bréfi“.13" Árið 1679, í til- efni þess að Jón nokkur Oddsson sigldi með Englendingum frá Tálknafirði en sneri þó heim aftur innan þriggja daga, sá alþingi ástæðu til að ítreka „að hérnefnd- ur Jón og hinir aðrir, sem svo drystulega mót kong majestats margauglýstu mand- ati gefa sig til umgengni eða útsiglingar nteð framandi ófríhöndlurum, sækist fyrir bréfabrot af valdsmönnum þeirrar sýslu, sem brotið er að, sem og hinir, er þá vís- vitandi þar til stoða.“131 Á alþingi 1680 var svo enginn annar en sýslumaður Isfirðinga, Páll Torfason, dæmdur fyrir launverslun við Englend- inga, en hann meðkenndi „sig engelsk- urn fiskara nokkur vettlinga og sokkapör fengið hafa fyrir eitt eður tvö færi fyrir kauptíð það ár 1678“ og var dómur lög- manna og lögréttu sá „að sú höndlan, sem sýslumaðurinn Páll Torfason með- kennir sig haft hafa við engelska ófri- höndlara, sé undir þeirri sekt og straffi, sem fyrr hánefndrar kongl. majestats bréf um hljóðar, að hann straffist á sinni bús- lóð undir konglega majestat." Lögréttan fór fram á að konungur sýndi Páli vægð sem hann og gerði.132 Eigi að síður sýnir þetta mál hversu langt dönsk yfirvöld voru reiðubúinn að ganga til að uppræta verslun við Englendinga. Fyrir þeirri viðleitni voru jafnvel ekki íslenskir valds- menn óhultir. Árið 1682 bar „engelskur skippari", Joseph Grimb að nafni, vitni gegn íslenskum manni vegna launversl- unar en sá fékk að hreinsa sig með eiði.133 Hinn aldraði Ingimundur Sig- valdason þurfti einnig að vinna eið til að sleppa við Brimarhólmsvist árið 1685, en hann hélt því fram að hann hefði aldrei frétt af tilskipun Danakonungs.134 Á rneðan þessi harka viðgekkst létu Englendingar lítið fyrir sér fara við Is- land. Árið 1678 björguðu enskir menn skipi við Landeyjar ffá því að farast13’ og um svipað leyti komst prestur einn sem SAGNIR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.