Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 80

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 80
biskupinn sjálfan gera gælur við verstu lesti og umgangast mjög kumpánlega menn, sem hann hlaut að vita, að voru siðlausir. Mér var sagt, að þegar hjón væru óánægð í sambúð sinni eða þegar konu langaði til þess að skipta um mann, væri skilnaðurinn viðurkennd- ur, án þess að nokkur rannsókn máls- ins færi fram og nýtt hjónaband látið hátíðlega tengja saman það fólk, sem opinberlega hafði vanrækt fyrri heit sin. Svona er siðferði fólksins í Reykjavík.64 Vert er að hugleiða hvort siðferði Ólafs Loftssonar hafi yfirleitt verið verra en annarra í lastabælinu Reykjavík. Af lýs- ingum Mackenzies að dæma er vart nema stigsmunur þar á. Lokaorðin um Ólaf Loftsson á Mackenzie og eru þau tekin úr bréfi hans til Sir Joseph Banks. Hér er Ólafi fundið flest til foráttu, helst átti Mackenzie von á því að Ólafur heföi fengið að hanga einhvers staðar sem ótindur glæpamaður. Ef ég ætti að segja þér sögu Ólafs í smáatriðum, frá því þegar ég hitti hann fyrst í fjarlægum hluta hála- ndanna; myndir þú komast að þeirri niðurstöðu að fáir hafi jafn lítið átt skilið þau góðverk sem honum voru gerð. . . Eg átti ekki von á að ég yrði nauðbeygður til að vara þig við uppá- tækjum hans því ef ég á að segja alveg satt þá hélt ég að hann heföi fyrir löngu fengið að hanga í hæsta gálga - en nú er nóg rætt um þennan mann. . ,65 Davíð Logi Sigurðsson. Fæddur 1972. Leggur stund á B.A.- nám í sagn- fræði við HÍ. Styrkþegi ECTS við St. Patrick’s College veturinn 1994- J W 1995. Tilvísanir: 1 Bjarni Thorarensen: Ljóðmceli. Síðara bindi. Jón Helgason bjó til prent- unar. Kaupmannahöín 1935, s.216. 2 Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jónsson: Læknar á Islandi. Fyrra bindi. Önnur útgáfa. Rvík 1970, 609. Henry Holland: Dagbók í íslatidsfcrð 1810. Islensk þýðing og skýringar eftir Steindór Steindórsson frá Hlöð- um. [Rvík] 1960, s.244. 3 Sbr. tilvísun 13. Hið sjöunda er ónafngreint. 4 Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jónsson: Lœknar á Islandi, 609. Klog var sonur kaupmanns í Vestmannaeyjum og varð landlæknir 1804. 5 J. Jónassen: „Um læknaskipun á Islandi.“ Thnarit Hins Islcnska Bók- menntafclags. 11. árgangur. Rvík 1890, s.200. 6 Geir bisknp góði í vinarbréfum 1790-1823. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Islensk sendibréf VII. Rvík 1966, s.44. 7 Henry Holland: Dagbók í Islandsfcrð, s.90. 8 Hannes Þorsteinsson: Æfir lœrðra nianna. 47. Olafur Hálfd. — Ólafur Sí- vcrtsen. Handrit geymt í bjsk. Isl. 9 Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jónsson: Læknar á Islandi, s.610. Um afrek Elínar, sjá: Bogi Benediktsson: Sýsluniannaœfir. IV. bindi. Með skýr- ingum og viðaukum eftir Hannes borsteinsson. Rvík 1909-1915, s.128. 10 Geir biskup góði í vinarbréfum, s.54. Undirstrikunin er mín. 11 Bréf Vigfúsar bórarinssonar til Geirs Vídalín 13. janúar 1806, sbr. Hannes borsteinsson: Æfir lærðra manna. Ekki er alveg ljóst hvort orðalagið „alkunn skækja“ er Hannesar eða upp úr bréfinu. 12 Sama heimild. 13 Hér verða þær teknar fullgildar enda engin ástæða til annars, ferill Ólafs í kvennamálum var slíkur. 14 Geir biskup góði í vinarbréfum, s.84. 15 Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jónsson: Læknar á Islandi, s.609-610. 16 Sbr. bréf Henry Hollands til Knutsford, 17. febrúar 1810. Fengið úr National Library of Scotland. MSS 67, 3278. NLS 7515. Knutsford var faðir Hollands. 17 Anna Agnarsdóttir telur þetta hafa verið skipið Conferentz Raad Præt- orius, sbr. Anna Agnarsdóttir: Grcat Britain and Iccland 1800-1820. London 1989. Ópr. doktorsritgerð við London School of Economics, s.215. 18 Henry Holland til Knutsford, 17. febrúar 1810. 19 Henry Holland til Knutsford, 17. febrúar 1810. Þegar Sir George Steu- art Mackenzie var að heimsækja bú sitt í Ross-sýslu um þetta leyti hitti hann Ólaf fyrir tilviljun og hreifst mjög af honum. Akvað Mackenzie að taka Ólaf undir verndarvæng sinn. 20 Henry Holland til Knutsford, 17. febrúar 1810. Er hausta tók fór Ól- afur með Mackenzie til Edinborgar til að afla sér enn betri þekkingar á læknisfræði.George Steuart Mackenzie: Travels, viii-ix. Henry Holland til Knutsford, 17. febrúar 1810. 21 George Steuart Mackenzie til Sir Joseph Banks, 15. október 1815. Þýð- ing mín. 22 Dr. Gregory var mágur Mackenzies, sbr. bréf þess sídamefnda til Sir Joseph Banks, 15. október 1815. 23 Skv. upplýsingum frá Bókasafni Edinborgarháskóla. 24 Henry Holland til Knutsford, 17. febrúar 1810. 25 Heimildum ber þarna ekki alveg saman um nafn Ólafs, Leptsen eða Lopston. I bók Claveys er það Lopson og því augljóst að ýmsar útgáfur af nafni Ólafs voru í gangi. 26 George Steuart Mackenzie til Sir Joseph Banks 20. maí 1809. Þýðing mín. Einnig Anna Agnarsdóttir: Great Britain and Iceland, s.215-216. Þar má lesa nánar um innlimunarhugmyndir Breta á þessum tíma. Ólafur sat ekki aðgerðarlaus meðan á dvöl hans í Skotlandi stóð. Hann gekk nú um og stærði sig af kynnum sínum við Mackenzie og ýkti þau reyndar úr hófi fram. Þannig laug hann sig til að mynda inn á velmegandi heimili. Um þetta hafði Mackenzie ekki vitneskju fyrr en hann kom heim úr Islandsförinni: . . . er ég sneri aftur fékk ég bréf frá vel metnum herramanni hér í nágrenninu sem sagði mér að Loptsson hefði, með einhveijum hætti, kynnst ungri konu, þjónustustúlku fjölskyldunnar; og að það hefði ver- ið ákveöið að þau skyldu eigast. Vildi hann nú fá að vita hvað hefði oröið um Ólaf. Þetta kom mér í opna skjöldu, og ég komst að raun um að hann hafði blekkt bæöi stúlkuna og þennan herramann með því að segja að ég hefði lofað honum góðri stöðu í læknadeild hersins, og að í millitíöinni hefði mágur minn, Dr. Gregory, gert hann að felaga sínum í rekstri. Þetta voru svo hrikalegar lygar að ég var furöu lostinn yfir því að nokkur gæti yfirleitt trúað því að þetta væri fyllilega satt. Þessu hjónabandi var að sjálfsögðu aflýst.George Steuart Mackenzie til Sir Joseph Banks, 15. október 1815. Þýðing mín. 27 Henry Holland til Knutsford, 17. febrúar 1810. Þýðing mín. 28 George Steuart Mackenzie: Travcls, viii-ix. 29 Sama heimild. Er til Islands var komið féll Ólafur hins vegar fljótt í áliti. Hann fær óvægan dóm hjá Jóni Espólín sem segir að oft sé það svo þeg- ar erlendir höfðingjar komi til Islands að í þeirra þjónustu troði sér fram menn „. . .er ófeilnastir eru, og mestir ódrengir“. Sú var skoðun Espó- líns að Ólafur hefði talið Mackenzie trú um að Islendingar væru einskis 78 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.