Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 31

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 31
verði „lögð minni áhersla á að skýra frá viðburðunum sjálfum en frá orsökum þeirra og afleiðingum, því það er og verður jafnan aðalkjarni sögunnar".45 Þetta er atriði sem kemur fyrir hjá áhrifa- valdi hans i Danmörku, A. D. Jorgensen, en aftur á móti eru skrif Jóns ólík danskri hefð að því leyti að hann dregur mun róttækari ályktanir af sögunni en hinir lærðu dönsku sagnaritarar gerðu al- mennt. Einnig er stíll Jóns dramatískari en stíll Jorgensens i þekktasta riti hans Fyrretyve Fortœllinger af Fœdrelandets Flist- orie. Rit Jóns eru þannig undir mun sterkari rómantískum áhrifum en sagnarit voru almennt í Danmörku á 19. öld. Það sem einnig einkennir söguskoðun í íýrirlestrunum eru sterk áhrif löggengis- kenningar, sem gerir ráð fyrir að sagan gangi í hringi. Þannig líkir Jón sögunni við gang jarðar um sólu, eftir blóma- skeiðið grúfir nóttin yfir en síðan tekur að birta af degi. I inngangi sínum að Dagrenningu lýsir Jón söguþróuninni þannig: „Þjóðlífið á sér vetur, surnar, vor og haust, eins og náttúran, og tímabil sögunnar feta hvert í annars spor á víxl eins og ljós og skuggi, dagur og nótt.“4í’ Annað áhersluatriði í söguskoðun Jóns er hetjudýrkunin, sú trú að einstaklingarnir séu þess umkomnir að fleyta þróuninni áfram á eigin spýtur. Þannig er Dagrenn- ing tileinkuð þeim hetjum er vöktu þjóðina til lífsins og breyttu nótt í dag. Þarna má segja að bregði fýrir kenningu Hegels um „Andann" sem færist sífellt nær frelsi og sjálfsvitund manna. Sam- kvæmt þeirri kenningu koma annað slagið til sögunnar einstaklingar sem eru í nánari snertingu við „Andann" en aðrir, og þar með þess megnugir að hraða þró- uninni eða breyta henni. „Heiminum smá þokar áfram,“47 segir Jón þegar birta tekur af degi hjá íslensku þjóðinni. Og víst er að hann telur einstaklingana hafa ráðið mestu um framþróunina. Þeir hlutu þó ekki alltaf makleg laun fýrir af- rek sín af samtímamönnum, enda voru þeir yfirleitt misskildir eins og gjamt var um rómantískar hetjur. Jón taldi Skúla Magnússon vera einn þessara manna og lýsti honum svo: „Það má með sanni segja um Skúla fógeta, að hann bar á sér ótvíræð einkenni allra mikilmenna. Hann var elskaður af mörgum, hataður af mörgum, — misskilinn af flestum.“48 I huga Jóns var þó nafni hans Sigurðs- son mikilvægasta og glæsilegasta hetja ís- landssögunnar. í lokakafla Dagrenningar er honum svo lýst: „Hann var framsókn- ar- og sjálfstæðisþrá þjóðarinnar í eigin persónu og sönn fýrirmynd hennar í öll- um greinum bæði lífs og liðinn."49 í ljósi þessa er við hæfi að enda á eftirfarandi tilvitnun: Allar lífslindir þjóðanna eiga upptök sín í sögunni, allar hreyfingar, allar öldur, allar hvatir og allar vonir eiga rót sína i fortíðinni. Sagan ræður margar gátur, sem ella væru óráðnar, vísar leið út úr mörgum ógöngum og brúar margar torfærur á vegi stjórn- vitringsins. Maður í sporum Jóns Sig- urðssonar, er frá grunni þurfti að reisa sjálfstæðisbygginguna, þurfti við hverja uinferð að ráða fram úr erfiðum við- fangsefnum, og fýrir hann var nákvæm þekking á sögu þjóðarinnar i öllum greinum afar mikilvæg, enda naut hann þeirrar þekkingar sinnar að í hvívetna. Sagan var honum hvorttveggja í senn: öflug stoð undir eigin sannfær- ingu og örugt vopn í baráttu þeirri er í hönd fór.5" iS . Eiríkur P. Jörundsson. Fæddur 1962. B.A.- próf í sagnfræði og rússn- esku frá HI 1994. Leggur stund á M.A.- nám í sagnfræði við HI. Tilvísanir: 1 Mosse, George L.: Thc Culturc of Wcstcni Europe. Tlic Nineteenth and Twentieth Centuries. An Introduction. London 1963, s.13. 2 Sbr. ólíkt mat á rómantísku stefnunni í grein Arthurs O. Lovejoy „On the Discrimination of Romanticism“ og í grein René Welleks „The Unity of the Romantic Movement" í ritinu Romanticism. Problems of Definition, Explanation, and Evaluation. Boston 1965. 3 Stromberg, Roland N.: European Intellectual History since 1789. 5. útg. Englewood Cliffs 1990, s.19. 4 Stromberg: European Intellectual History, s. 28. 5 Mosse: The Culture of Westem Europe, s. 14-15. 6 Mosse: The Culture of Westem Europe, s. 46. 7 Stromberg: European Intellectual History, s. 39. 8 Bames, Harry Elmer: A History of Historical Writing. 2. útg. New York 1962, s. 179. 9 Bames: A History of Historical Writing, s. 196. 10 Breisach: Historiograpgy, s. 231. 11 Páll Eggert Olason: ,Jón Jónsson Aðils.“ Merkir Islendingar. Nýr flokk- ur. 2. Reykjavík 1963, s. 227. 12 Jorgensen: Historiens Studium, s. 122. 13 Páll E. Ólason: Jón Jónsson Aðils, s. 228-29. 14 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðcmi. 2. útg. Reykjavík 1922, s. 258. 15 Jón Jónsson [Aðils]: íslenskt þjóðemi, s. 216-219. 16 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðemi, s. 42. 17 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðemi, s. 51. 18 Jón Jónsson [Aðils]: Gullöld Isletidinga. Menning og lífshœttirforfcðra vorra á söguöldinni. Reykjavík 1906, s. 5-6. 19 Jón Jónsson [Aðils]: Gullöld íslendinga, s. 6. 20 Jón Jónsson [Aðils]: íslenskt þjóðerni, s. 84. 21 Jón Jónsson [Aðils]: Gullöld íslendinga, s. 371. 22 Jón Jónsson [Aðisl]: Gullöld íslendinga, s. 235. 23 Jón Jónsson [Aðils]: Gullöld íslendinga, s. 99-100. 24 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðerni, s. 113. 25 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðemi, s. 154-155. 26 Jón Jónsson [Aðils]: íslenskt þjóðerni, s. 178-179. 27 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðerni, s. 185. 28 JónJónsson [Aðils]: Dagrcnning. Reykjavík 1910, s. 100. 29 JónJónsson [Aðils]: Dagrenning, s. 84. 30 JónJónsson [Aðils]: Dagrenning, s. 130-131. 31 Jón Jónsson [Aðils]: Dagrenning, s. 145. 32 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðemi, s. 192. 33 JónJónsson [Aðils]: Dagrenning, s. 18-19. 34 Jón Jónsson [Aðils]: Gullöld Islendinga, s. 96-97. 35 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðerni, s. 137. 36 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðemi, s. 248. 37 Jón Jónsson [Aðils): íslenskt þjóðerni, s. 73. 38 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðerni, s. 241. 39 JónJónsson [Aðils]: Gullöld Islendinga, s. 4. 40 Jón Jónsson [Aðils]: Gullöld íslendinga, s. 117-118. 41 Jón Jónsson [Aðils]: Gullöld Islendinga, s. 116. 42 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðerni, s. 65. 43 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðemi, s. 240. 44 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðerni, s. 255. 45 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðerni, s. 2. 46 Jón Jónsson [Aðils]: Dagrenning, s. 1. 47 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðerni, s. 212. 48 Jón Jónsson [Aðils]: Islenskt þjóðerni, s. 208. 49 JónJónsson [Aðils]: Dagrenning, s. 144. 50 Jón Jónsson [Aðils]: Dagrenning, s. 124. SAGNIR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.