Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 75

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 75
Ólafur kunni vel að meta aðstoð Mackenziehjónanna og með tár í augum vegna þakklætis sagði hann: „Eg væri löngu drukknaður, — ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum ef ekki væri fyrir þessar tvær manneskjur. Eg get ekki talið upp allt það sem þau hafa gert fyrir mig.“ Svo rnjög hreifst Ólafur af öllu er fyrir augu bar í Edinborg að hann ákvað, að sögn Hollands, að ævi sinni skyldi hann eyða í Skotlandi.2' Aftur til íslands Mackenzie hafði áfram áhuga á þvi að heimsækja Island, jafnvel þótt honum hlotnaðist ekki landstjórastaðan. Ráð- leggingar Ólafs bentu til þess að á Islandi væri margt að athuga fyrir mann eins og Mackenzie sem var kunnur steinafræð- ingur. Akvað Mackenzie að biða ekki lengur með leiðangur sinn og tók Ólaf með.28 I ferðinni voru einnig tveir ungir læknar, þeir Henry Holland og Richard Bright. Báðir áttu þeir eftir að ná frama í heimalandi sínu og varð Holland seinna líflæknir sjálfrar Viktoríu Bretadrottning- ar. Henry Holland segir að Ólafur hafi fengið Mackenzie til að lofa að taka sig með aftur til Bretlands að loknum leið- angrinum, enda óttaðist Ólafur að Mackenzie myndi skilja hann eftir á Is- landi ef foreldrar hans færu fram á það. Að öðru leyti var hann spenntur mjög fyrir ferðinni og taldi sig geta hðsinnt Mackenzie á margan hátt. Reyndar átti eftir að koma á daginn að foreldrar Ólafs höfðu engan áhuga á að hann ílentist hjá þeim. Það er athyglisvert hversu rnikið traust Mackenzie og Holland báru til Ólafs áð- ur en lagt var af stað til Islands. Henry Holland sagði um Ólaf: „Eg hef á hon- um miklar mætur. Hann er ungur mað- ur, tuttugu og fjögurra eða fimm ára, duglegur, skemmtilegur og gáfaður.“29 Sjálfsagt varð Ólafur uppnuminn af veru sinni í menntuðu umhverfi Edinborgar þar sem hann umgekkst fyrirmenni á borð við Mackenzie. Hins vegar hefur Espólín ekki beinlínis rétt fyrir sér er hann segir Ólaf hafa troðið sér í þjónustu Mackenzies og sjálfur segir Mackenzie í ferðabók sinni að hann hafi grætt rnjög á því að hafa Ólaf með sér; öðlast vitn- eskju um land, þjóð og tungu.'" Allt annar tónn er reyndar í bréfi sem Mackenzie skrifar Sir Joseph Banks þremur árum eftir að ferðabókin kom út. Þar segir Mackenzie: „A Islandi komst ég að því að hann hafði verið gerður brott- rækur frá landinu og að endurkoma hans kom fólkinu í Reykjavík mjög á óvart“31 Islandsleiðangur Mackenzies kom hingað 7. maí 1810 og strax á fyrsta degi hitti Ólafur velgerðarmann sinn, Tómas Klog landlækni, og urðu með þeim fagnaðarfundir. Það kom Henry Holland, sem hélt dagbók í ferðinni, mjög á óvart hve stuttaralega nrargir inn- fæddir heilsuðu Ólafi. Vorpuðu sumir einungis á hann kveðju og fóru svo sína leið án þess að skipta sér meira af hon- um. Samt höfðu menn naumast vitað hvort hann var lífs eða liðinn þau þrjú ár sem hann hafði verið i burtu.32 Vinsældir Ólafs voru því greinilega ekki miklar í Reykjavík. Ólafur var samferða Mackenzie í heimsókn til ýrnissa fyrirmanna og var með í för 9. maí er fræg átveisla Ólafs Stefánssonar var haldin til heiðurs ferða- löngunum á óðali hans i Viðey. Lýsingar Hollands og Mackenzies á kræsingunum eru kostulegar og nreðal þess sem var á miðdegismatseðlinum var sagósúpa, hryggjarsteik, sykruð eggjakaka og var veitt ríkulega af öllu, ekki síst portvini sem fylgdi. Þannig var silfurbikar rnikill látinn ganga manna á milli og hver sá sem færðist undan að drekka þurfti að drekka aukabikar. Þrátt fyrir ýtrustu áreynslu hlutu tveir boðsmenn þá refsingu að drekka í annað sinn. Meðan við sátum í öngum okkar og hugsuðum urn afleiðingar þess að hafa þambað svo rnikið vin og vorum ótta lostnir af þvi, að bikarinn kynni að verða sendur milli okkar í annað sinn, var komið með aflangar sykurstráðar pönnukökur, og þar á eft- ir kom sagóbúðingur, fljótandi í hnausþykkum rjóma. Það var árang- urslaust, þó að við lýstum þvi átakan- lega, að við kæmum ekki meiru í okkur, við máttum til að beygja okkur undir það að taka við nýjum farmi, en þá var það okkur kærkomin lausn, að við vorum kallaðir, til kaffidrykkju í næsta herbergi. Þjáningar okkar voru samt ekki á enda.33 Fengu þeir nú fyrst kaffi og loks púns eins og þeir gátu í sig látið. Sluppu gest- irnir ekki fyrr en vínið hafði verið klárað og var þá búið að skála fyrir flestum merkustu fyrirmönnum Evrópu.34 Næstu daga var meðal annars tekið hús á Klog Var silfurbibar mikill iátinn ganga manna á milli og Iwer sá sem fœrðist undan að drckka þnfti að drekka aukabikar. SAGNIR 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.