Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 11

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 11
Árið 1767 markar straumhvörf í sigl- ingum Frakka hingað til lands. Þá er sendur hingað til lands opinber leiðangur undir stjórn Kerguelen-Tremarecs er nánar verður drepið á síðar. I kjölfar hans fýlgdi annar leiðangur Verdun de la Crennes í upphafi sjöunda áratugarins. Það sem eftir lifir aldarinnar er Frakka lítið getið i íslenskum heimildum. Espi- hólsannáll getur um strand fransks skips undir Vesturlandi árið 1784 og varð mannbjörg. Virðast nokkrir skipbrots- mannanna hafa byggt sér búð hér og haft hér vetursetu/’1 Tíu árum síðar kemst hollensk húkk- orta við illan leik inn á Grundarfjörð, illa leikin eftir frönsk sjóræningjaskip/’2 Ári síðar getur „Hra. M. Stephensen sem constitueraður landfógeti" um brak úr hollenskum duggum er Frakkar höfðu leikið illa árið áður.63 Það að hægjast tekur um Frakka í ís- lenskum annálum þegar líður á átjándu öldina má ef til vill rekja til þess að Is- lendingar hafi farið að líta á komur þeirra sem hversdagslegan atburð. En fleira hef- ur komið til. Af undangengnu má sjá að Frakkar hafa verið nær árlegir gestir hér við land í þau tvöhundruð ár sem hér eru til umfjöllunar. Flest þessara frönsku skipa hafa þó eingöngu komið hingað til hval- eða fiskveiða og þvi eytt litlum tima í landi nema hjá því væri ekki kom- ist. Samt sem áður virðast samskipti þeirra við Islendinga hljóta að hafa verið allnokkur í ljósi þess hversu mörgum skipbrotsmönnum skolaði hér á land. Aðeins tvisvar sinnum senda frönsk stjórnvöld hingað leiðangra og eru einu heimildirnar sem við höfum í raun um álit Frakka á landi og þjóð frá þeim komnar. Frönsk stjórnvöld láta að sér kveða Þrátt fyrir að fisk- og hvalveiðar Frakka í Norðurhöfum hafi verið nokkuð um- fangsmiklar þegar leið á 18.öldina höfðu stjórnvöld þar á bæ aldrei séð ástæðu til að senda hingað opinbera leiðangra af neinu tagi. En á þvi var unnin nokkur bragarbót árið 1767 þegar leiðangur und- ir stjórn Kerguelen-Tremarecs var sendur hingað til lands. Reyndar kvað svo rammt að leiðangursládeyðu franskra framámanna að þessi leiðangur var einn sá allra fyrsti sem frönsk stjórnvöld sendu i Norðurhöf.64 Tremarec sigldi hingað á freigátunni La Folle og var yfirlýstur tilgangur ferð- arinnar að verja franskar fiskiduggur fyrir Dönum, bæði kaupmönnum og strand- gæslumönnum. Það var ekkert einsdæmi á þessum tima að stjórnvöld þeirra landa sem sóttu á Islandsmið sendu hingað stríðsskip en það er tvennt sem aðallega gerir leiðangur Tremarecs athyglisverðan. Annars vegar að hann ritaði ferðalýsingu og eins það að hann lagði grunninn að marktækum staðarútreikningum hér við Iand. I ferðalýsingu sinni Rclation d’un uoya- gc dans la wer du Nord lýsir Tremarec því sem á daga hans dreif í þau tvö skipti sem hann kom hingað til lands árin 1767 og legar skekkjur í stærð og lögun landsins og hafa leitt til þess að reglulegar sjómæl- ingar Dana hófust hér við land.66 Tremarec leitaðist einnig við að kort- leggja upp á nýtt strandlengju Vestfjarða og hefur það vakið athygli á síðari tímum í ljósi þess hversu rík áhersla er þar lögð á þau atriði landlýsingar sem að gagni koma í hemaði, svo sem herskipalægi.67 Á leiðangrum sínum virðist Tremarec ennfremur hafa skroppið í land og kynnt sér náttúmfar og þá einkum skriðjökla.68 Þess utan lýsir hann landi og þjóð á nokkuð ítarlegan hátt, bæði í máli og myndum. I nýlegu riti Sumarliða Isleifs- sonar bendir höfundur á að meðal teikn- inga úr leiðangri Tremarecs sé að finna mynd af „Dame íslandoise" eða íslenskri konu sem sé glettilega lík teikningu með Uppdráttnr Kerguelen-Tremareques af Patrcksfirdi. - Þráttfyrir að yfirlýstur tilgangur ferðar lians liafi verið að verja firönsk skip fyrir ágangi Dana, liefur hans einkum verið minnst sem brautryðjanda á sviði marktœkra staðarútreikninga licr við land. 1768. Virðast Tremarec og menn hans hafa lent í aftakaveðri við komuna hing- að til lands og hrakið inn á Seyðisfjörð og vom þar þá fyrir 36 skip en segir höf- undur alls 80 frönsk skip og 200 hollensk hafa verið hér við land þetta ár.66 Af leiðarlýsingum Tremarecs má helst ráða að hann hafi mest haldið sig við Vest- og Austfirði þau ár sem hann dvaldi hér. Við Vestfirði gerði Trenrarec ýmsar athyglisverðar mælingar, bæði á dýpi og eins nokkrar staðarákvarðarnir, athugaði segulskekkju og fleira til. Virðast mæl- ingar hans og einnig Verdun de la Crennes þremur ámm síðar, hafa orðið til þess að menn uppgötvuðu stórkost- sama myndefni úr fórum Eggerts Ólafs- sonar. Varpar Sumarliði meðal annars fram þeirri tilgátu að þeir Tremarec og Eggert hafi hist hér.69 Um það er erfitt að fullyrða en Þorvaldur Thoroddsen hefur bent á að lýsingar Trenrarecs á landi og þjóð líkist í mörgu lýsingunt Nielsar Horrebows.'" Því er auðvitað hugsanlegt að myndefni sé þaðan komið til Tremar- ecs en um það er auðvitað erfitt að full- yrða. I ferðabók Tremarecs kemur fram að skipslæknir hans hafi hjálpað mörgum sængurkonum hér á landi og að hér sé dánartíðni sængurkvenna mjög há vegna læknisleysis. Annars telur Tremarec Is- SAGNIR 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.