Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 56

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 56
„klofningur Evrópu væri orðinn fáránleg tímaskekkja“, svo notuð séu orð Roberts Schumans, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og eins af helstu frumkvöðlum hugmyndarinnar um nánari samvinnu Evrópuríkja.12 Endalok evrópskra þjóð- ríkja var alls ekki meðvitað markmið Schumans og félaga hans — „ríki Evrópu eru sögulegur veruleiki," skrifaði hann, og „það er sálfræðilega útilokað að útrýma þeim“13 — en þegar samrunaferlið var einu sinni hafið reyndist torvelt að stöðva það. Erfitt er að spá fyrir unt stefnuna í þessum efnum, en að minnsta kosti er greinilegt að umtalsverður hópur evrópskra stjóm- málamanna sér fyrir sér æ nánari sam- vinnu Evrópuríkja sem óhjákvæmilega kemur til með að grafa undan fullveldi þjóðríkjanna. Þessi staðreynd hefur þegar vakið upp spurningar um framtíð fullveld- is einstaklinganna, sem sést best í valdi embættismanna í Brussel, en þeir setja Evrópubúum endalausar lífsreglur án þess að þeir hafi til þess beint umboð í al- mennum kosningum. Þessi þróun stefnir sögulegu samræmi þjóðríkja og fullveldis einstaklinganna í hættu: Verður „Evrópa" nýtt þjóðríki, reist úr rústum þess ríkja- skipulags sem við þekkjum í dag, eða er Evrópusambandið aðeins fyrsta skrefið í átt til alheimsríkis? Eða er kannski ógjöm- ingur að rjúfa þau bönd samkenndar sem tengja þegna einstakra þjóðríkja og skilja þá frá öðrunt? IV Ef við hverfum aftur til Islands árið 1944 er greinilegt að skoðanir ntanna á frelsi og fullveldi mótuðust af sterkri þjóðerniskennd fremur en áherslu á rétt- indi einstaklinga. Hugmyndir urn sjálf- stæðisbaráttuna sem ferðalag og lýðveldið sem heimili undirstrikuðu þá sannfær- ingu manna að aðskilnaðurinn frá Dön- unt hafi verið aðal (ef ekki eina) takmark stjórnmálanna á tímanum frá þjóðfundi til lýðveldisstofnunar;14 á sama hátt birtist stjómmálamaðurinn Jón Sigurðsson eðli- lega fyrst og fremst sem sjálfstæðishetja í minningu stjórnmálamannanna,15 en minna ber á baráttu hans fýrir nútíma- samfélagi í lofsöngvum aðdáendanna. Þessi viðhorf móta enn pólitíska vitund flestra Islendinga, og ýtir örugglega undir tregðu íslenskra stjórnmálamanna við að ljá máls á hugmyndum um þátttöku í samrunaferli Evrópuríkja. En afleiðing sjálfstæðisbaráttunnar var ekki aðeins þjóðfrelsi, heldur ekki síður lýðfrelsi, og hlýtur sú staðreynd að hið íslenska þjóðríki var byggt á reglum vest- rænna lýðræðisríkja fremur en þjóðleg- uni hefðum um félagsstjórn að teljast ein jákvæðasta niðurstaða stjórnmálaþróunar 19. og 20. aldar. Þessi niðurstaða var alls ekki jafn sjálfgefin og okkur kann að þykja nú af því að ýmis ákvæði löggjafar unt félagsmál á Islandi stríddu beinlínis gegn hugmyndum um réttindi einstakl- inga. Trú-, búsetu- og atvinnufrelsi eru t.d. talin eðlileg réttindi hvers Islendings nú, en því fór fjarri að allir baráttumenn fýrir íslenskum þjóðréttindum á 19. öld hafi talið þessi réttindi æskileg eða nauð- synleg. Ferð íslensku þjóðarinnar til full- veldis er sannarlega einn mikilvægasti kafli íslenskrar stjórnmálasögu, en kann- ski frekar fýrir þá sök að með lýðveldis- stofnuninni var endanlega staðfest að Is- lendingar kusu að fýlgja dæmi nágranna- þjóða sinna í uppbyggingu ríkiskerfisins en af því að hún veitti þjóðinni sjálf- stjórn. Með þessu vil ég undirstrika að skilyrði og markmið islenskrar sjálfstæðisbaráttu byggðust á erlendum hugmynduin og skilgreining fullveldishugtaksins hér á landi hlýtur að taka mið af þróun þess í löndunum i kringum okkur. Baráttu- menn fýrir islensku sjálfstæði sóttu rétt- lætingu á starfi sínu í sögu og menningu þjóðarinnar, sem þeir töldu tengja saman fortíð og framtíð í eina óijúfanlega heild. Þar fýlgdu þeir stjórnmálahefðum síns tíma, enda unnu þeir stríðið með sann- færingarkraftinn einan að vopni. Islenska þjóðríkið hefur þjónað hlutverki sínu til- tölulega vel fram að þessu, en augljóst er að framtíð þess er í meiri óvissu nú en hún var við stofnun lýðveldisins. Þótt engar ákvarðanir hafi verið teknar um aðild Islands að Evrópusambandi virðist óhjákvæmilegt, og í sjálfu sér fullkom- lega eðlilegt, að straumur stjómmálaþró- unarinnar í Evrópu hafi áhrif á stöðu Is- lands og samfélagsvitund Islendinga. En í þessurn hræringum verða þegnar íslenska ríkisins að standa vörð um fullveldi sitt, sem snýst alls ekki fýrst og fremst um einkarétt íslenskra útgerðannanna til að (of)nýta fiskistofna í kringum landið heldur byggist á þeim rétti borgaranna að lúta einungis lögum sem eiga uppruna í vilja þeirra. Þar ber okkur hvergi að hvika, hvort sem fullveldið er evrópskt eða islenskt. Tilvísanir: 1 Lýðveldishátíðin 1944 (Reykjavík: Leiftur, 1945), bls. 263. 2 Sama rit, bls. 165. 3 Sama rit, bls. 265 og 273. 4 Sbr. Ernest Lavisse, ritstj., Histoire de France contemporaine depuis la Révo- lution jusqu’á la paix de 1919 9. bd. (París: Hachette, 1922), bls. 511. 5 Sbr. Anthony Giddens, Tlie Consequences of Modernity (Stanford: Stan- ford U.P., 1990), bls. 13. 6 Keith Michael Baker, „Souveraineté.“ I Fran(jois Furet og Mona Ozouf, Dictionnairc critique de la Révolution fran(aisc. Idées (París: Flammarion, 1992), bls. 483-506. 7 Sbr. Benedict Anderson, Imagitied Communities. Rcflections on the Origins and Spread of Nationalism (London: Verso, 1983), bls. 17-40. 8 Norbert Elias, „Les transformations de l’équilibre «nous-je».“ I N. Eli- as, La société des individus (París: Fayard, 1991), bls. 205-301 - sjá eink- um bls. 266-269. 9 Jacques Godechot, ritstj., Les Constitutions de la France depuis 1789 (París: Garnier-Flammarion, 1975), bls. 38, sjá einnig grein hans „The New Concept of the Nation and its Diffusion in Europe,“ í Otto Dann og John Dinwiddy, ritstj., Nationalism in the Age of the French Revolution (London: The Hambledon Press, 1988), bls. 13-26. 10 Jean-Jacques Rousseau, Du contrat social bók II, kafli I-II og víðar. 11 Sjá m.a. Julian H. Franklin, „Sovereignty and the Mixed Constitution: Bodin and His Critics.“ I J.H. Burns, ritstj., The Cambridge History of Political Thought 1450-1700 (Cambridge: Cambridge U.P., 1991), bls. 298-328 og K.M. Baker, „Souveraineté.“ 12 R. Schuman, Pour VEurope (París: Les Éditions Nagel, 1963), bls. 33. 13 Sama rit, bls. 24. 14 Einar Olgeirsson talar um baráttuna fyrir þjóðfrelsinu sem inntak Is- landssögunnar, eða hinn rauða þráð sem tengdi saman nútíð og fortíð landsmanna. „Sögusýningin“, í Lýðveldishátíðin 1944 (Reykjavík: Leift- ur, 1945), bls. 386-87. 15 Sbr. ræðu Sigurðar Eggerz 1. desember 1918, sem er prentuð í Björn Pórðarson, Alþingi ogfrelsisbaráttan 1874-1944 (Reykjavík: Alþingissög- unefnd, 1951), bls. 375-76 og grein Einars Olgeirssonar, „Sögusýning- in,“ bls. 413-16. 54 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.