Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 48

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 48
Kort af íslandi sem Englendingurinn John Seller teiknaði árið 1670 h. u. b. ásakaður var fyrir galdra á skip fyrir austan og sigldi til Englands, þar sem hann andaðist skönrmu síðar.136 Arið 1679 strandaði írskt skip í Skaftafells- þingi137 og árið 1680 lá skoskt skip í Mjóa- firði yfir jólin en þessi for tilheyrðu bæði Englandskonungi.138 Guðmundur hórólfs- son sakamaður kom með Englendingum á Breiðdal áður en hann drukknaði þar fyrir austan árið 1681139 en strokumaðurinn Björn Höskuldsson komst í enskt herskip á Vestfjörðum 1683 og sigldi með því til Englands.140 Árið 1685 gerði Arngrímur Hrólfsson, sýslumað- ur, enska duggu upp- tæka, sem skilin var eftir á Raufarhöfn og eigendumir vitjuðu aldrei.141 Seinasti athafnamaður launverslunar Englendinga á Islandi var maður að nafni Pétur Jónsson er búsettur var í London en árið 1691 rak hann umfangsmikla launverslun á Hjallasandi og í Reykjar- firði á Ströndum. Var gerð rannsókn á at- ferli Péturs í Snæfellsnessýslu sumarið 1692142 og kaupmenn í Reykjarfjarðar- og Skagastrandarhöfnum kröfðust þess að sýslumaður þeirra umdæmis yrði fram- vegis búsettur í sýslunni svo að hann mætti „í framtíðinni hindra og mótst- anda sem framast verða kann og mögu- legt er landsfólksins óleyfilega höndlun við framandi lúrindragara og sérhverja ófríhöndlara, svo kaupmennirnir hafi ei skaða hjá almúganum fyrir hans forsó- mun.“143 Mjög var nú dregið af Englendingum. Árið 1690 „komu ei utan 3 engelskar fiskiduggur til Islands;“144 en árið eftir „kom ekki utan 1 engelskt kræskip til Is- lands. . .“ Utgefandi Eyrarannáls telur kræskip vera þýðingu á danska orðinu krigsskib (herskip)145 en mun líklegra er að orðið sé þýðing á enska orðinu crayer, en krearar voru lítil flutningaskip.146 En þó að skrásetjari Eyrarannáls hafi augljós- lega ekki frétt af því, er vitað að nokkrar duggur voru við veiðar í Norðfirði í Múlasýslu þar sem franskir sjóræningjar, svokallaðir Dunkarkar, réðust á þær „með ofsa og ógnarlegri skothríð. Kom- ust þó undan nokkrir engelskir."147 heir leituðu skjóls hjá rnanni sem hét Mar- teinn Magnússon og greiddu honum 20 fiska fyrir greiðann, sem hann fékk stað- fest á þingi að væri fyllilega réttlætanlegt „þar hann svo mörgum manni upp á hús og kost í þeirra lífs ótta um hjálp- aði. . ,“148 Árið 1692 „konr engin frönsk eður engelsk sigling til Islands, utan 1 engelskt kræskip og 1 spanskt hvalveiðar- skip, sökum þess mikla og blóðuga stríðs, sem enn nú yfir stendur milli Franskra, Engelskra og Hollenzkra. . .“I49 Árið 1693 voru enskir caparar við landið og tóku franskt skip og tvær duggur á Pat- reksfirði150 en Frakkar hefndu sín ári síðar þegar þeir, eftir að hafa hertekið tvö ensk skip á leið frá Vestur-Indíum með dýr- mætan farm, rændu enskar fiskiduggur í Tálknafirði, tóku alla frakt af þeim og í sín skip innlögðu, og settu síðan eld upp á þessar duggur, létu þær svo logandi sigla út af Tálknafirði, hverjar svo uppbrunnu til sjón- máls og botnamir sídan aptur á land ráku, og var gert vogrek. En fólkinu slepptu þeir nær nöktu á land, hvert síðan sér í skip kom hingað og þangað til í næstu höfnum.151 Árið 1695, hafisárið mikla, eltu Frakkar skoska fiskidugju fyrir Garði á Suðumesj- um „hver inn í ísinn til lands á undan þeim hleypti til skipbrots, og komust svo á land á skipbrotunum, en þeir Frönsku hleyptu inn í ísinn eptir þeim, en isinn klemmdi utan að þeim, svo þeir missm þar skip og góss,“152 og má segja að þar hafi komið vel á vondan. Suðumesjamenn tóku við hinum skosku mönnum „er ræntir höfdu verit af Frönskum ok surnir drepnir, ok skiptust þeir á vistir urn Sudmes þartil er skip komu.“153 Nú er frá fáu einu að segja varðandi Is- landsferðir enskra manna. Árið 1698 komst morðkvendið Ingibjörg Oddsdóttir úr Vest- mannaeyjum með enskri duggu úr landi og var sögð hafa gifst þar.154 Árið 1700 em þrír menn dæmdir til búslóðamissis og Brimar- 46 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.