Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 74

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 74
Ölafur talaði litla sem enga ensku og átti ekkert nerna örfáar danskar krónur sem voru einskis nýtar á þessum af- skekktu eyjum. Þrátt fyrir það kom hann undir sig fótunum sem læknir, eignaðist vini á eyjunni og varð frægur i þessu litla samfélagi. Ólafur ávann sér svo gott orð að hann vitjaði jafnvel hefðarmanna. Fór hann eitt sinn í vitjun til baróns í vestar- legri Rosssýslu á meginlandi Skotlands.l') Mackenzie minnist fyrst á Ólaf í bréfi til Sir Joseph Banks 20. maí 1809 og voru þeir því orðnir kunnugir þegar Ólafur fékk inngöngu í frímúrararegluna. Erfitt er hins vegar að fullyrða hvort innganga Ólafs í regluna hafi verið orsök eða af- leiðing kynna þeirra. Ólafur sneri aftur til Lewis til að ganga frá sínum málum og kveðja vini og sjúkl- inga. Sumrinu eyddi hann síðan hjá Mackenzie á sveitasetri barónsins, Coull, í Ross-sýslu.20 Mackenzie segir söguna svona: . . ég ákvað að gera hvað ég gat til að aðstoða hann. Eg sendi hann í há- skólann hér og létti honuni lífið á allan þann hátt er hann gat óskað.“21 Við nán- ari eftirgrennslan kom í ljós að nafn Ólafs má finna í skólaregistri Edinborgarhá- skóla fýrir skólaárið 1809-10. Bæði þar og i bekkjarkladda hjá eðlisfræðiprófess- ornum James Gregory22 er Ólafur nefnd- ur William Lopston en auk eðlisfræðinn- ar sótti Ólafur tíma í efnafræði. Hann var einungis þetta eina ár í skólanum og út- skrifaðist ekki. Svo virðist sem eðlis- og efnafræðitímar hafi verið þeir einu sem Ólafur sótti en þó ber þess að geta að á þessum tínia var ekki skylda að halda registur.23 Ekki er ólíklegt að Mackenzie hafi með áhrifum sínum komið Ólafi undan skólagjöldum sem væntanlega voru of há fyrir skipbrotsmann og stríðs- fanga. Ólafur vakti mikla athygli í skól- anutn vegna tengsla sinna við Mackenzie. Henry Holland gat þess seinna að honum hefði fundist sagan af þvi hvernig Ólafur hafði orðið stranda- glópur á Lewis og síðar kynnst Mac- kenzie öll hin lygilegasta og verið ævin- týri líkust.24 Mackenzie skrifaði íslandsvininum Sir Joseph Banks bréf 20. mai 1809 og sagði honum frá þessum Islendingi sent hann hafði kynnst og gekk undir nafninu William Leptsen23 í Skotlandi. I bréfinu segist Mackenzie halda að Ólafur ætti að geta aðstoðað við að þýða handrit sem Banks hafði ánafnað British Museurn enda kunni Ólafur nú bæði gelisku og ensku, skv. Mackenzie. Mackenzie og Banks áttu það sameig- inlegt að vilja báðir innlima ísland í riki Englandskonungs. Mackenzie sagði Banks að Ólafur hefði gefið sér upplýs- ingar sem ættu að gera það enn áhuga- verðara að innlima landið. Sagði Mackenzie að hann hefði strax skrifað Castlereagh lávarði, sem sá um utanríkis- mál Bretlands, bréf þar sem hann kynnti hugmyndir sínar um þetta. Mackenzie bauðst til þess að fara og hertaka landið i nafni konungs og ntyndi Ólafur fara með til aðstoðar. „. . .Loptsson fullvissar mig um að danska stjórnin hefur lengi van- rækt eyjuna og haldið íbúunum i heljar greipunt.“ Ahugi Mackenzies var af vís- indalegum toga en hann hafði þó mikinn áhuga á landstjórastöðu hér á landi. Með bréfinu til Banks var hann að leita að- stoðar við að sannfæra Castlereagh lávarð um nauðsyn þess að hertaka landið. Banks gerði honurn hins vegar ljóst að enska stjórnin hefði ekki í hyggju að hertaka Island.2<’ 72 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.