Sagnir - 01.06.1996, Page 4
Forsíðumyndin birtist upphaflega sem
forsíða blaðsins Christmas in Iceland sem
gefið var út á vegum breska setuliðsins á
árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta
tölublað kom út um jólin 1940. A
teikningunni má sjá íslenska konu láta vel
að breskum hermanni. I grein sinni hér í
blaðinu segir Eggert Þór Bernharðsson frá
viðbrögðum Islendinga við komu
hermannanna hingað til lands og hinu
meinta „ástandi“ sem fylgdi henni.
Sagnir
Tímarit um söguleg efni
Pósthólf 7182
127 Reykjavík
Ritstjórar og áhm.: Skarphéðinn Guðmundsson
og Davíð Logi Sigurðsson
Ritnefnd skipuð auk ritstjóra: Kristján Guy
Burgess, Kristrún Halla Helgadóttir, Omar
Örn Magnússon, Sigríður Björg
Tómasdóttir, Stefán Pálsson, Steinþór
Heiðarsson, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir
Prófarkalestur: Viggó Ásgeirsson
Umhrot: Kristján Guy Burgess
Prentun, mynd- ogfilmuvinnsla:
Steindórsprent/Gutenberg hf.
Þakkir: Björn Steinar Pálmason, Viggó
Ásgeirsson, Örn Hrafnkelsson
Letur: Centaur MT og Helvetica Condensed.
Pappír:
Upplag: 900
Sagnir©1996
ISSN 0258-3755
Bréf til lesenda
Bráðum verða Sagnir fullorðnar. Vaxtarár timaritsins hafa
einkennst af stöðugum og jöfnum þroska og það á nú álit-
legan áskriftarhóp sem hefur ríkan áhuga á þvi að fylgjast
með því sem ungir fræðimenn eru að fást við. Það hefur og marg-
sannast á siðustu árum að framlag Sagna til sagfræðirannsókna er
ærið. Hitt er annað mál að til þess að fullorðnast þá þarf unglingur
ætíð að taka ákvarðanir sem framtið hans veltur á. Hann þarf að
íhuga og þróa lifsgildi sín og með auknum þroska kemur líka
ábyrgð. Sagnir verða eins og aðrir unglingar að hugleiða hvað þær
ætla að verða þegar þær eru orðnar stórar. Þrátt fyrir að ritið sé á
góðu róli og einskis annars að vænta en að framtíðin sé björt þá er
mikilvægt að standa um það vörð og ávaxta vel þá möguleika sem i
útgáfu þess felast. Það hefur verið núverandi ritstjórum nokkuð
áhyggjuefni að Sagnir hafa um nokkurra ára skeið glimt við fjárhags-
legan fortíðarvanda sem erfiðlega hefur gengið að leysa. Forsendur
áframhaldandi útgáfu felast fyrst og fremst i því að hún einkennist
enn af metnaði, ferskleika og vandaðri fræðimennsku. Slik vinnu-
brögð gefa ætíð af sér arð, en á herðum áskrifenda hvílir hinsvegar
sú ábyrgð að sína þakklæti sitt i verki með því standa i skilum.
Sagnir innihalda sem fyrr fjölbreytt efni. Tvær greinar draga
upp mynd af íslendingum sem uppi voru á 19. öld i gegnum einka-
bréf þeirra. Varpa þær skýru Ijósi á það hvernig slíkar heimildir
geta nýst sagnfræðinni, hvernig nota megi hversdagslegar frásagnir
einstaklinga til að setja hinar stærri spurningar mannkynssögunnar í
samhengi. Ein greinanna rannsakar efni sem tengist þjóðfræði og
hugmyndasögu og gefur sýnishorn af þverfaglegu gildi sagn-
fræðinnar. Um stofnun varnarsveita í Vestmannaeyjum á 19. öld er
einnig rætt og á sú grein fullt erindi við lesendur í dag því ekki alls
fyrir löngu var velt upp þeirri spurningu hvort íslendingar þyrftu
að eignast eigin her. Vilborg Auður ísleifsdóttir kynnir í sinni grein
bakgrunn nýrra kenninga sinna um siðaskiptin á íslandi og gamall
vinur Sagna, Eggert Þór Bernharðsson, fjallar á nýjan og athyglis-
verðan hátt um hið svokallaða „ástand“ sem ríkti á árum síðari
heimsstyrjaldar. I ritinu má einnig finna umfjöllun um menningu á
Islandi í upphafi 19. aldar og loks ber að geta framhaldssögu hér i
blaðinu um einstakling sem ekki gat sér orð fyrir að vera menn-
ingarsinnaður en var hins vegar fyrstur Islendinga til að gerast
meðlimur í frímúrarareglunni sem hljóta að vera tíðindi fyrir
reglumenn. Að siðustu ber að geta umfjöllunar Gunnars Þórs Bjarna-
sonar um tvö siðustu Sagnablöð en Gunnar Þór er sérstakur
aufúsugestur i blaðinu þar sem hann á heiðurinn af því, ásamt
Eggerti Þór, að stofnsetja það á sinum tíma.
Þessi árgangur Sagna er tileinkaður minningu Gisla Ágústs
Gunnlaugssonar, sem lést langt fyrir aldur fram í febrúar á þessu
ári. Hann var ekki einungis vel metinn meðal sagnfræðinga á Islandi
heldur einnig virtur á alþjóðavettvangi fyrir rannsóknir sinar. Siðast
en ekki síst var hann jafnan í uppáhaldi meðal sagnfræðinema fyrir
liflega og vel heppnaða kennsluhætti sina. Hans verður sárt saknað.
Ritstjórar
Sagnir 1996 -4