Sagnir - 01.06.1996, Side 11

Sagnir - 01.06.1996, Side 11
. P r Aue.u B. -í. .5KJ.AUA5.AFNI. bjs K.g p.S. sagnirnar að varpa ljósi á trúarhugmynd- irnar. Með þessu móti má komast í návígi við þann hugmyndaheim sem sögumaður lifir og hrærist í, þó auðvitað verði að hafa hugfast að mörg sam- bærileg dæmi eru nauðsynleg til að álykta megi um útbreidda þjóðtrú.36 Þegar heimildir herma frá athöfnum eða siðvenjum sem byggja á einstökum trú- arhugmyndum má einnig fá mikilvægan vitnisburð um þjóðtrú. Þau dæmi sem tínd hafa verið til hér að framan sýna glöggt að full ástæða er til að kanna kerfisbundið og ítarlega hversu útbreidd afstaða upplýsingarinnar til þjóðtrúar var meðal menntamanna og alþýðu. Dæmin gefa til kynna að þótt upplýsingarmenn hafi barist hatramm- lega í ræðu og riti gegn þjóðtrú og sagnaskemmtun landa sinna hafi boð- skapurinn verið lengi að skjóta rótum. Jafnvel má finna prest og sýslumannsfrú sem virðast trúa á tilvist drauga eftir aldamótin 1800.36 Vissulega er varasamt að alhæfa um aðra menntamenn út frá þessum frásögnum, en óhætt að fullyrða að margvísleg þjóðtrú hafi sett mark sitt á hugarheim alþýðunnar. Trú á ýmsar vættir og vofur var augsýnilega útbreidd og boðskapur bóka í anda upplýsingar- stefnunnar virðist hafa breytt litlu þar um. Flestir trúðu á tilvist fyrirboða og lífsýn fólks var fangin í forlagahyggju á alla vegu. Þetta sést best á afrakstri þjóð- sagnasöfnunar Jóns Arnasonar og Magnúsar Grímssonar upp úr miðri öldinni, þótt því fari fjarri að allar sagn- ir sem birtast í safni þeirra miðli raun- verulegri eða lifandi þjóðtrú. Dæmin sem hér hafa verið rakin benda til að árásir upplýsingarfrömuða á þjóðtrúna hafí rist grunnt hjá þorra Islendinga á fyrstu áratugum 19. aldar — jafnvel þótt farið sé að síga á síðari hluta timabilsins sem kennt er við upplýsingu. Tilvísanir 1 Sjá t.d. Ingi Sigurðsson: „Upplýsingin og áhrif hennar á íslandi." Upplýsingin á Islanii. Tíu ritgerðir. Ritstj. Ingi Sigurðsson, Reykjavík 1990, bls. 40; Loftur Guttormsson: „Fræðslumál." Sama rit, bls. 157; Loftur Guttormsson: „Bókmenning á upplýsingaröld. Upplýsing í stríði við alþýðumenningu." Gejið og þegið. Aýmœlisrit til heiðurs Brodda Jóhannessyni sjötugum. Reykjavík 1987, bls. 259. 2 Alþingisbcekur íslands XIII. Gunnar Sveinsson sá um útgáfuna, Reykjavík 1973, bls. 537 og 566-7. Sbr. einnig Loftur Guttormsson: Fræðslumál, bls. 156. 3 Sjá Hilmar Garðarsson: „Upplýsing gegn hjátrú. Viðhorf og mat upplýsingarmanna á hjátrú." Sagnir 10. árg. (1989), bls. 38-45. 4 Hannes Finnsson: Qvold-vokurnar 1794 I. Leirárgörðum 1796, bls. xxi. Beinar tilvitnanir eru birtar stafréttar í þessari grein, með glappaskotum sem í þeim koma fyrir. 5 t>að segir meira en mörg orð að einn kaflinn um draugatrúna heitir: „Ecki er allt sem sýnist." Sjá Hannes Finnsson: Qyold-vokurnar I, bls. 119-25. 6 Hannes Finnsson: Qyold-vokurnar I, bls. 120. 7 Sjá nánar Ingi Sigurðsson: „Sagnfræði." Upplýsingin á Islandi. Tíu ritgerðir. Ritstj. Ingi Sigurðsson, Reykjavík 1990, bls. 256-7. 8 Jón Espólín: íslands Árhakur i söguformi VI. Kaupmannahöfn 1827, bls. 87. 9 Magnús Stephensen: Hjálprcedi í Neyd. Leirárgörðum 1802, bls. 32. 10 Sjá t.d. formálann í Sumar-gioJ handa Bornum. Guðmundur Jónsson þýddi, Leirárgörðum 1795, bls. [iii-iv]. I bókinni eru víða kaflar sem eiga að sýna börnum hversu heimskulegar ýmsar þjóðtrúarhugmyndir séu, t.d. kafli um reimleika, bls. 40-62. 11 Magnús Stephensen: Eptirmceli Atjándu Aldar eptir Krists híngadburd, Jrá Ey-konunni Islandi. Leirárgörðum 1806, bls. 799. 12 Loftur Guttormsson: Bókmenning á upplýsingaröld, bls. 248. 13 Sbr. t.d. Magnús Stephensen: Hjálprcedi í Neyd, bls. 5-7. 14 Magnús Stephensen: Utvaldar Smá-Sogur, Almenningi til Fródleiks og Skémtunar I. Viðey 1822, bls. [I28-b]. 15 Holland, Henry: Daghók i íslandsjerð 1810. Stcindór Steindórsson þýddi, Reykjavík 1992, bls. 108. Sjá einnig Holland, Henry: The Iceland Journal oj Henry Holland 1810. Ed. Andrevv Wawn, London 1987, bls. 179 nmgr, en þar er bréfið birt á latínu. 16 Sbr. Ingi Sigurðsson: Upplýsingin og áhrij hennar á íslandi, bls. 27; Ingi Sigurðsson: „Arfleifð upplýsingarinnar og útgáfa fræðslurita á íslenzku." Skírnir 168. árg. (1994), bls. 138. 17 Gytha Thorlacius: Endurminningar Jrú Gyðu Thorlacius Jrá dvöl hennar á íslandi 1801- 1815. Sigurjón Jónsson þýddi, Reykjavík 1947, bls. 65-6. 18 Gytha Thorlacius: Endurminningar, bls. 41. 19 Gísli Konráðsson: ÆJisaga Gísla Konráðssonar ens Jróða skrásett aj honum sjáljum. Reykjavík I9II-I4, bls. 44-6. 20 Sjá t.d. Henderson, Ebenezer: Iceland; or the Journal oj a Residence in that Island, during the Years 1814 and 1815 II. Edinborg 1818, bls. 106-7. 21 Jónas Jónasson: „Ódauðleiki og annað líf í þjóðtrú íslendinga að fornu og nýju.“ Skirnir 89. árg. (1915), bls. 53. 22 Lbs. 31, fol. Bréf frá Geir Vídalín biskupi til Steingríms Jónssonar dags. I. apríl 1803, [bls. 4-5]. t>að .antipott sem áður var‘ sem Geir vísar til, fólst í að losa höfuðið á líkinu frá líkamanum (ganga á milli bols og höfuðs) og koma því síðan fyrir við afturenda búksins. Bréfíð hefur verið prentað, sjá Geir Vídalín: Geir hiskup góði í vinarbréjum 1790-1823. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar, Reykjavík 1966, bls. 35. Lokaorð Geirs þýðir Finnur svo: Eg scl það ekki dýrara en ég keypti. Sjá einnig um sama mál, Lbs. 31, fol. Bréf Jóns Vídalíns til Steingríms Jónssonar dags. 29. mars 1803, [bls. 5]. 23 Sbr. Jón Hnefill Aðalsteinsson: „Wrestling with a ghost in Icelandic popular belief." Arv. Scandinavian Yearbook oj Folklore, 43. árg. (1987), bls. 12; Jónas Jónasson: ódauðlciki og annað líf, bls. 50 og 59-60. 24 Sjá nánar Jón Jónsson: Að hefna sín dauður, ef það hefst ekki fyrr. Trú á afturgöngur og hefndin í íslenskum draugasögnum. (Óprcntuð BA-ritgerð í þjóðfræði 1995), bls. 20-26 og 38-40. 25 Gytha Thorlacius: Endurminningar, bls. 102. 26 ÞÍ. Biskupsskjalasafn. C.V Bréf til biskups úr Barðastrandarprófastdæmi 1801- 1815, frá Sæmundi Þorsteinssyni dags. 25. apríl 1808. 27 Þl. Biskupsskjalasafn. C.V Bréf til biskups úr Barðastrandarprófastdæmi 1801- 1815, frá Gísla Ólafssyni dags. 24. júní 1808 og Sæmundi Þorsteinssyni dags. 22. sept. 1808. 28 Skýrslan er prentuð í þjóðsagnasafni Jóns Arnasonar: íslenzkar þjóðsögur og cevintýri I. Safnað af Jóni Árnasyni, Reykjavík 1954, bls. 299-301. Árni Óla hefur einnig tekið hana til umfjöllunar, sjá bók hans: Reimleikar. Reykjavík 1964, bls. 59-65. 29 ÞÍ. Biskupsskjalasafn. C.IV Bréfadagbók 1807-1809, bls. 254-5, no. 1019. 30 ÞÍ. Biskupsskjalasafn. C.III. Bréfabók biskups 1808-1811, bls. 133-4 (bein tilv. 134), no. 170. 31 I bréfi dags. 26. mars 1809, til vinar síns Bjarna Þorstcinssonar, minnist Gcir á málið: „... svo hefur hann grunnsópað öllum fréttum frá mér, að eg man ekkert, sem hann hefur eftir skilið, nema ef telja skyldi Garpsdalsdjöfulinn, sem þó hvarf með öllu skömmu eftir að eg hripaði þér síðast ..." Geir Vídalín: Geir biskupgóði í vinarbréfum, bls. 89. 32 ÞÍ. Biskupsskjalasafn. C.V Bréf til biskups úr Barðastrandarprófastdæmi 1801- 1815, frá Gísla Ólafssyni dags. 3. apríl 1809. 33 ÞI. Biskupsskjalasafn. C.V Bréf til biskups úr Barðastrandarprófastdæmi 1801- 1815, frá Sæmundi Þorsteinssyni dags. 4. maí 1809. 34 ÞÍ. Biskupsskjalasafn. C.IV Bréfadagbók I809-I8I0, bls. 49-50, no. 1346. Jón Espólín gerir ekki mikið úr draugnum í Garpsdal: „Draugr var sagt at gengi um í Garpsdal vestr, þar Sæmundr prestr var, Þorsteinsson, ok margt um talat, en reyndist lítid mark at, þá at var hugat.“ Jón Espólín: Islands Arbcekur í sögu Jormi XII. Kaupmannahöfn 1855, bls. 15. 35 Sjá Honko, Lauri: „Memorates and the Study of Folk Bclief.“ NordicJolklore. Recent studies. Ed. Reimund Kvideland og Henning K. Sehmsdorf, Bloomington 1989, bls. 100-109. 36 I þcssu sambandi má benda á reynslusagnir af svipum eftir framliðna sem séra Páll Erlendsson á Brúarlandi í Skagafirði sendi Hinni konunglegu fornleifanefnd í Kaupmannahöfn árið 1846, sjá Ögmund Hclgason: „Af sjónum séra Páls Erlendssonar." Skagjirðingabók. Rit Sögujélags Skagjirðinga 24. árg. (1996), bls. 186-91. 11 -Sagnir 1996

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.