Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 21

Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 21
..BlÓRABQG.Q.UAR Oft.QLNBflGABQPN. regluskýrslum í tengslum við ung- mennaeftirlitið voru ekki aðeins fá- kunnandi í ensku heldur var áberandi hversu þær voru óreyndar og fákunnandi í kynferðisefnum. Sumar virtust hafa takmarkaða hugmynd um hvernig börn verða til eða hvenær stúlkur geta orðið óléttar. Ein stúlkan sagði t.d.:49 „Eg held áreiðanlega að ég verði ekki ófrísk, því ... [hann] meiddi mig ekkert. Ég hef aldrei verið svona með neinum manni." Og önnur:50 „Ég hef aldrei verið með karlmanni fyrr, það má spyrja hann um það.“ - Aðspurð hvort hún sé ekki hrædd um að verða ófrísk, segist hún ekki vera það, en fullyrðir að í því efni hafi maðurinn engar ráðstafanir gert. „Enda er ekkert upp á það að treysta eftir því sem ég hef heyrt.“ Enn ein lét þessi orð falla þegar málið bar á góma við yfirheyrslu:51 „Ég hef alltaf sagt við þá áður að ég vildi ekki vera ófrísk, og þeir hafa alltaf passað það. Ég sagði þetta líka í fyrsta skipti, því það var búið að segja mér þetta allt áður, bæði frúr og stelpur höfðu sagt það. Ég segi: I will not baby.“ Fleiri stúlkur svöruðu i svipuðum dúr þegar rætt var við þær um þann möguleika að þær yrðu óléttar.57 Sumar stúlkurnar stóðu í þeirri trú að þeim leyfðist að gera allt með hermönnum ef þær væru aðeins trúlofaðar þeim.53 Stundum héldu þær raunar að þær væru trúlofaðar og „opinberuðu" eftir örstutt kynni, settu jafnvel upp hring eftir að hafa þekkt sér hve stúlkurnar voru auðtrúa og vildu trúlofast þeim sem allra fyrst.54 Vissulega þótti stúlkunum stundum vænt um hermennina og voru því með þeim án þess að þykjast trúlofaðar.55 Aðrar virtust varnarlausar þegar á hólminn var komið. „Ég veit ekkert hvers vegna ég hef verið svona mikið með hermönnunum. Mér þykir það ekkert gaman," sagði t.d. ein þeirra, og hélt áfram:56 „Suma hefur mér þótt gott að kyssa, en mér þykir ekkert gott að hafa samræði við þá, þó ég finni voða lítið til nema rétt fyrst. Hvað á maður að gera þegar þeir koma svona yfir mann?“ Og önnur, sem hafði þekkt sama her- Islenska lögreglan haföi í mörg horn að líta á stríösárunum og þurfti oft aö hafa afskipti af stúlkum sem voru í slagtogi við hermenn. manninn í tvo mánuði, lýsti þessu svo:57 „Við lögðumst niður hjá skúr sem er í [Hljómskálajgarðinum, þegar við vorum lögst niður fór hann að kyssa mig, það var í fyrsta skipti sem hann kyssti mig. Þá spurði hann mig hvort ég vildi hafa samræði við sig. Ég kann ekki að segja það, sem hann sagði, en ég skildi hvað hann meinti. Ég sagðist fyrst ekki vilja það, svo bað hann mig um það bara, þá leyfði ég honum að gera það.“ Oft virtust stúlkurnar leiðast út í náin kynni af hermönnum vegna áhrifa frá öðrum stúlkum, gjarnan eldri.58 Þær yngri voru ístöðulitlar og áhrifagjarnar, heilluðust af fínum bílum, nægu sælgæti, fallegum fötum, ókeypis skemmtunum og glæsilegum piltum. Og áfengið sem hermennirnir voru iðulega með átti eflaust sinn þátt í því að stúlkur vissu vart fótum sínum forráð. Sjaldnast vissu þær hverjar afleiðingarnar yrðu þegar þær tóku fyrstu skrefin. Raunar virtust óreyndar stúlkur ósjaldan manaðar til þess að gera eins og hinar þegar þær voru í hópi hinna reyndari.59 Oftast virtust þær þó ekki vita hvers vegna þær leiddust út í samneyti við hermenn. Þegar ein stúlkan var t.d. spurð um hegðun sína svaraði hún:60 „Æ, ég veit ekki, bara af einhverju fikti. Það er voða vitlaust, svo skammast maður sín alls staðar. Ég er ekkert hrifin af þessum strák, en mér þótti vænt um ... [X] Eg held að ... [Y] sé voða hrifin af ... [Z] Við lofuðum mömmum okkar báðar að hætta þessu, en höfum ekki efnt það.“ 21 - Sagnir 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.